Hvernig gat ökuferðin endað svona? Finnur Thorlacius skrifar 30. mars 2016 11:10 Magnaður endir ökuferðar. Á laugardaginn fyrir páska endaði ökuferð konu einnar í Tennessee í Bandaríkjunum svona og er erfitt að ímynda sér hvernig bíll hennar gat endað í nokkra metra hæð flæktur í rafmagnslínur. Ástæða þess er að framdrifsbíll hennar rann á vegrið sem tengdist víravirki og framhjól bílsins hafa náð taki á vírunum, framhjólin snúist um vírana og með því spólaðist bíllinn upp í þessa hæð. Hún þurfti að dúsa í bíl sínum eftir atvikið í tvær klukkustundir uns bílnum var náð niður. Konunni varð ekki meint af þessari athygliverðu ökuferð og hún var ekki undir áhrifum víns né lyfja. Ökuferð hennar kemst engu að síður í metabækurnar fyrir frumleg endalok. Það er hálfgerð synd að ekki náðust lifandi myndir af þessu magnaða atviki. Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið
Á laugardaginn fyrir páska endaði ökuferð konu einnar í Tennessee í Bandaríkjunum svona og er erfitt að ímynda sér hvernig bíll hennar gat endað í nokkra metra hæð flæktur í rafmagnslínur. Ástæða þess er að framdrifsbíll hennar rann á vegrið sem tengdist víravirki og framhjól bílsins hafa náð taki á vírunum, framhjólin snúist um vírana og með því spólaðist bíllinn upp í þessa hæð. Hún þurfti að dúsa í bíl sínum eftir atvikið í tvær klukkustundir uns bílnum var náð niður. Konunni varð ekki meint af þessari athygliverðu ökuferð og hún var ekki undir áhrifum víns né lyfja. Ökuferð hennar kemst engu að síður í metabækurnar fyrir frumleg endalok. Það er hálfgerð synd að ekki náðust lifandi myndir af þessu magnaða atviki.
Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið