Milljón Octavia af núverandi kynslóð Finnur Thorlacius skrifar 5. apríl 2016 14:30 Milljónasta eintakinu fagnað í Mladá Boleslav í Tékklandi. Söluhæsti bíll Skoda er Octavia og var sú bílgerð söluhæsti bíll á Íslandi í fyrra. En það er ekki bara hér á landi sem hann selst vel og fyrir vikið hefur Skoda nú framleidd eina milljón eintaka af núverandi kynslóð hans, sem er sú þriðja í röðinni og kom á markað árið 2013. Flestir Skoda Octavia bílar er framleiddur í Mladá Boleslav í Tékklandi, en hann er þó einnig framleiddur í Rússlandi, Kazakhstan og í Kína. Skoda Octavia er framleiddur í mýmörgum gerðum, bæði sem langbakur og með skotti. Hann má fá í metanútgáfu og allt uppí afara sportelga RS-gerð hans, auk Octavia Scout sem er einskonar torfæruútgáfa hans. Milljónasta eintakið var einmitt af Scout-gerð og framleiddur í Mladá Boleslav. Frá útkomu fyrstu kynslóðar Skoda Octavia árið 1996 hefur Skoda alls framleitt meira en 5 milljón eintök af Octavia. Í fyrra seldi Skoda 432.300 eintök af Octavia um allan heim og jókst sala hans um 11% frá fyrra ári. Á fyrstu tveimur mánuðum þessa árs hefur Skoda selt 70.500 Octavia bíla. Octavia mun fá andlitslyftingu snemma á næsta ári. Þá mun hann fá öflugri 1,8 lítra TSI bensínvél en nú og bjóðast einnig með 115 hestafla 1,0 lítra vél sem er mjög eyðslugrönn. Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent
Söluhæsti bíll Skoda er Octavia og var sú bílgerð söluhæsti bíll á Íslandi í fyrra. En það er ekki bara hér á landi sem hann selst vel og fyrir vikið hefur Skoda nú framleidd eina milljón eintaka af núverandi kynslóð hans, sem er sú þriðja í röðinni og kom á markað árið 2013. Flestir Skoda Octavia bílar er framleiddur í Mladá Boleslav í Tékklandi, en hann er þó einnig framleiddur í Rússlandi, Kazakhstan og í Kína. Skoda Octavia er framleiddur í mýmörgum gerðum, bæði sem langbakur og með skotti. Hann má fá í metanútgáfu og allt uppí afara sportelga RS-gerð hans, auk Octavia Scout sem er einskonar torfæruútgáfa hans. Milljónasta eintakið var einmitt af Scout-gerð og framleiddur í Mladá Boleslav. Frá útkomu fyrstu kynslóðar Skoda Octavia árið 1996 hefur Skoda alls framleitt meira en 5 milljón eintök af Octavia. Í fyrra seldi Skoda 432.300 eintök af Octavia um allan heim og jókst sala hans um 11% frá fyrra ári. Á fyrstu tveimur mánuðum þessa árs hefur Skoda selt 70.500 Octavia bíla. Octavia mun fá andlitslyftingu snemma á næsta ári. Þá mun hann fá öflugri 1,8 lítra TSI bensínvél en nú og bjóðast einnig með 115 hestafla 1,0 lítra vél sem er mjög eyðslugrönn.
Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent