Gerbreytt lúxuskerra á sterum Finnur Thorlacius skrifar 5. apríl 2016 10:23 Lexus RX450h. Reynsluakstur - Lexus RX450h Ekki er langt síðan að ný kynslóð Lexus RX jeppans kom til landsins, en þar fer söluhæsta bílgerð lúxusbílaframleiðandans, sem er í eigu Toyota. Hann er ekki bara söluhæsta bílgerð Lexus hérlendis, heldur um heim allan. Því er það Lexus afar mikilvægt að vel takist til og í stuttu máli má staðfesta það, hér er kominn mun skemmtilegri bíll en forverinn. Lexus RX má nú sem fyrr fá með Hybrid tækni sem án hans, en reyndur var bíll með Hybrid tækni og heitir hann þá Lexus RX450h. Þetta er fjórða kynslóð RX og hefur hann verið framleiddur frá árinu 1997. Alls hefur Lexus selt yfir 2,1 milljón RX-bíla og á hverju ári seljast yfir 100.000 slíkir jeppar í Bandaríkjunum eingöngu á hverju ári.Djörf og köntuð útlitsbreytingMjög mikil útlitsbreyting hefur orðið á bílnum milli kynslóða, öndvert við litla breytingu á milli annarrar og þriðju kynslóðar. Nokkuð djörf hönnun leysir af hófsamlega teiknaðan forverann og bíllinn er allur orðinn mjög kantaður, sportlegur, framúrstefnulegur og grimmur. Er það í takt við breyttar áherslur bæði hjá Toyota og Lexus sem horfið hafa frá látlausum bílum í útliti, en nú vekja nýir bílar frá fyrirtækjunum báðum athygli fyrir djarfa hönnun, þó sitt sýnist hverjum um útlit þeirra. Greinarritari er þó einn þeirra sem fagnar þessari breytingu. Mjög afgerandi í útliti bílsins er gríðarstórt grill hans. Mikil lækkun frá húddi bílsins niður á frambrettin, ásamt mikilli innfellingu kringum þokuljósin gera svo framendann grimmilegan ásamt útstæðum vindbrjóti neðst. Um hliðarnar leika svo hvassar línur og afgerandi innfellingar. Hjólskálarnar hafa fengið kassalaga form í stað hringlaga og undirstrikað það ennfremur djörfungina og frjálsræðið sem hönnuðir bílsins hafa fengið. Fullyrða má að fáir myndu átta sig á að hér færi Lexus bíll þegar hann er séður fyrsta sinni.Fágaður að innanÞað er ekki bara ytra útlitið sem breyst hefur til batnaðar í Lexus RX heldur einnig að innanverðu. Þessi vandaði jeppi hefur ávallt verið bæði vel búinn og fallegur að innan, en nú hefur heldur verið bætt í. Ekki bara er staðalbúnaður og tækninýjungar í ríflegri kantinum, heldur er efnisval og frágangur til svo mikillar fyrirmyndar að leit er að því betra. Einkar lítil plastnotkun er í innréttingunni, heldur ræður vandað ísaumað leður og burstað stál þar ríkjum og myndar fágaða heild. Ekki skemmir heldur fyrir að hafa risastóran 12,3 tommu risaskjá fyrir miðju mælaborðsins þar sem stjórna má leiðsögukerfi, hljóðkerfi og loftkælingu og fá upp ýmsar upplýsingar um stillingar bílsins. Þar má einnig fá 360 gráðu þrívíddarmynd af umhverfi bílsins sem aðstoðar við stýringu og að leggja bílnum. Þá kemur skemmtilega á óvart að helstu akstursupplýsingum er varpað uppá framrúðuna og því þurfa ökumenn ekki mikið að taka augun af veginum. Mark Levinson hljóðkerfið í bílnum er stórkostleg hljómleikaupplifun, en kostar sitt aukalega. Sætin í bílnum eru frábær og fótarými fyrir aftursætisfarþega er gríðarmikið. Farangursrými er ágætt, eða 539 lítrar.Gott afl og eyrnakonfektEins og sannri lúxuskerru sæmir er Lexus RX450h með krafta í kögglum og sendir 313 hestöfl til alllra hjólanna. Fyrir vikið er stórgóð skemmtun að gefa þessum bíl inn og hann rótast af stað. Það sem gleður ökumann ekki síður, hann gerir það með svo fallegu hljóði frá vélinni að það eitt sér er full ástæða til inngjafar. Stóð reynsluökumaður sig gjarnan af þéttri inngjöf aðeins fyrir eyrun. Vélin er 3,5 lítra bensínvél, auk rafmótora sem auka verulega á tog bílsins. Þar sem bíllinn er heil 2,1 tonn er hann þó 7,7 sekúndur í hundraðið, en urrið í vélinn gerir þær sekúndur skemmtilegar. Velja má milli fjögurra akstursstillinga, Eco, Normal, Sport og Sport+ og finnst mjög vel milli þeirra stillinga og hegðun bæði skiptingar og fjöðrunar verður nokkuð sportleg í Sport+. Hann verður þó enginn fimleikamaður fyrir vikið og á þyngd hans þar stærstan þátt. Bíllinn er með CVT sjálfskiptingu og er hér á ferð ein besta slíka skipting sem undirritaður hefur reynt þó svo að hrifning á slíkum skiptingum sé almennt ekki fyrir að fara. Við mikla inngjöf fannst fyrir talsverðri togstýringu þar sem megnið af aflinu er sent til framhjólanna og þá er betra að undirlagið sé slétt svo ekki þurfi að hafa fyrir því að stýra bílnum rétta línu.Ferlega ljúfur akstursbíllAkstur Lexus RX450h er einkar ljúfur og fer bíllinn fáránlega vel með ökumann sem farþega. Bíllinn líður áfram sem á silkiskýi en finna má léttari lúxusbíla með svipuðu afli sem eru sportlegri í akstri og sneggri. Það er þó ekki markmiðið með smíði þessa bíls, akstur hans á að vera ljúfur og áreynslulaus og það skal segja að það uppfyllir þessi bíll. Fá má Lexus RX 450h frá 10.990.000 kr. og er það ágætt verð fyrir þennan vel búna bíl en sé hann tekinn með F Sport pakka hækkar verðið um 2.850.000 og um 4.090.000 kr. sé Luxury pakkinn valinn og er hann þá farinn að kosta skildinginn. Þar fá kaupendur hans þó einkar vel smíðaðan bíl, lúxusbíl sem er svo vel hljóðeinangraður að innan að leit er að betra.Kostir: Búnaður, mikið innanrými, hljóðláturÓkostir: Togstýrður, CVT-skipting, þyngd 3,5 l. bensínvél og 2 rafmótorar, 313 hestöfl Fjórhjóladrif Eyðsla: 5,2 l./100 km í bl. akstri Mengun: 120 g/km CO2 Hröðun: 7,7 sek. Hámarkshraði: 200 km/klst Verð frá: 10.990.000 kr. Umboð: Lexus á ÍslandiDjarfar og hvassar línur leika um bílinn.Mjög vönduð innrétting.Glerþak og risastór skjár með leiðsögukerfi í miðju mælaborði.Fjórar akstursstillingar og fyrir þeim finnst hressilega. Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent
Reynsluakstur - Lexus RX450h Ekki er langt síðan að ný kynslóð Lexus RX jeppans kom til landsins, en þar fer söluhæsta bílgerð lúxusbílaframleiðandans, sem er í eigu Toyota. Hann er ekki bara söluhæsta bílgerð Lexus hérlendis, heldur um heim allan. Því er það Lexus afar mikilvægt að vel takist til og í stuttu máli má staðfesta það, hér er kominn mun skemmtilegri bíll en forverinn. Lexus RX má nú sem fyrr fá með Hybrid tækni sem án hans, en reyndur var bíll með Hybrid tækni og heitir hann þá Lexus RX450h. Þetta er fjórða kynslóð RX og hefur hann verið framleiddur frá árinu 1997. Alls hefur Lexus selt yfir 2,1 milljón RX-bíla og á hverju ári seljast yfir 100.000 slíkir jeppar í Bandaríkjunum eingöngu á hverju ári.Djörf og köntuð útlitsbreytingMjög mikil útlitsbreyting hefur orðið á bílnum milli kynslóða, öndvert við litla breytingu á milli annarrar og þriðju kynslóðar. Nokkuð djörf hönnun leysir af hófsamlega teiknaðan forverann og bíllinn er allur orðinn mjög kantaður, sportlegur, framúrstefnulegur og grimmur. Er það í takt við breyttar áherslur bæði hjá Toyota og Lexus sem horfið hafa frá látlausum bílum í útliti, en nú vekja nýir bílar frá fyrirtækjunum báðum athygli fyrir djarfa hönnun, þó sitt sýnist hverjum um útlit þeirra. Greinarritari er þó einn þeirra sem fagnar þessari breytingu. Mjög afgerandi í útliti bílsins er gríðarstórt grill hans. Mikil lækkun frá húddi bílsins niður á frambrettin, ásamt mikilli innfellingu kringum þokuljósin gera svo framendann grimmilegan ásamt útstæðum vindbrjóti neðst. Um hliðarnar leika svo hvassar línur og afgerandi innfellingar. Hjólskálarnar hafa fengið kassalaga form í stað hringlaga og undirstrikað það ennfremur djörfungina og frjálsræðið sem hönnuðir bílsins hafa fengið. Fullyrða má að fáir myndu átta sig á að hér færi Lexus bíll þegar hann er séður fyrsta sinni.Fágaður að innanÞað er ekki bara ytra útlitið sem breyst hefur til batnaðar í Lexus RX heldur einnig að innanverðu. Þessi vandaði jeppi hefur ávallt verið bæði vel búinn og fallegur að innan, en nú hefur heldur verið bætt í. Ekki bara er staðalbúnaður og tækninýjungar í ríflegri kantinum, heldur er efnisval og frágangur til svo mikillar fyrirmyndar að leit er að því betra. Einkar lítil plastnotkun er í innréttingunni, heldur ræður vandað ísaumað leður og burstað stál þar ríkjum og myndar fágaða heild. Ekki skemmir heldur fyrir að hafa risastóran 12,3 tommu risaskjá fyrir miðju mælaborðsins þar sem stjórna má leiðsögukerfi, hljóðkerfi og loftkælingu og fá upp ýmsar upplýsingar um stillingar bílsins. Þar má einnig fá 360 gráðu þrívíddarmynd af umhverfi bílsins sem aðstoðar við stýringu og að leggja bílnum. Þá kemur skemmtilega á óvart að helstu akstursupplýsingum er varpað uppá framrúðuna og því þurfa ökumenn ekki mikið að taka augun af veginum. Mark Levinson hljóðkerfið í bílnum er stórkostleg hljómleikaupplifun, en kostar sitt aukalega. Sætin í bílnum eru frábær og fótarými fyrir aftursætisfarþega er gríðarmikið. Farangursrými er ágætt, eða 539 lítrar.Gott afl og eyrnakonfektEins og sannri lúxuskerru sæmir er Lexus RX450h með krafta í kögglum og sendir 313 hestöfl til alllra hjólanna. Fyrir vikið er stórgóð skemmtun að gefa þessum bíl inn og hann rótast af stað. Það sem gleður ökumann ekki síður, hann gerir það með svo fallegu hljóði frá vélinni að það eitt sér er full ástæða til inngjafar. Stóð reynsluökumaður sig gjarnan af þéttri inngjöf aðeins fyrir eyrun. Vélin er 3,5 lítra bensínvél, auk rafmótora sem auka verulega á tog bílsins. Þar sem bíllinn er heil 2,1 tonn er hann þó 7,7 sekúndur í hundraðið, en urrið í vélinn gerir þær sekúndur skemmtilegar. Velja má milli fjögurra akstursstillinga, Eco, Normal, Sport og Sport+ og finnst mjög vel milli þeirra stillinga og hegðun bæði skiptingar og fjöðrunar verður nokkuð sportleg í Sport+. Hann verður þó enginn fimleikamaður fyrir vikið og á þyngd hans þar stærstan þátt. Bíllinn er með CVT sjálfskiptingu og er hér á ferð ein besta slíka skipting sem undirritaður hefur reynt þó svo að hrifning á slíkum skiptingum sé almennt ekki fyrir að fara. Við mikla inngjöf fannst fyrir talsverðri togstýringu þar sem megnið af aflinu er sent til framhjólanna og þá er betra að undirlagið sé slétt svo ekki þurfi að hafa fyrir því að stýra bílnum rétta línu.Ferlega ljúfur akstursbíllAkstur Lexus RX450h er einkar ljúfur og fer bíllinn fáránlega vel með ökumann sem farþega. Bíllinn líður áfram sem á silkiskýi en finna má léttari lúxusbíla með svipuðu afli sem eru sportlegri í akstri og sneggri. Það er þó ekki markmiðið með smíði þessa bíls, akstur hans á að vera ljúfur og áreynslulaus og það skal segja að það uppfyllir þessi bíll. Fá má Lexus RX 450h frá 10.990.000 kr. og er það ágætt verð fyrir þennan vel búna bíl en sé hann tekinn með F Sport pakka hækkar verðið um 2.850.000 og um 4.090.000 kr. sé Luxury pakkinn valinn og er hann þá farinn að kosta skildinginn. Þar fá kaupendur hans þó einkar vel smíðaðan bíl, lúxusbíl sem er svo vel hljóðeinangraður að innan að leit er að betra.Kostir: Búnaður, mikið innanrými, hljóðláturÓkostir: Togstýrður, CVT-skipting, þyngd 3,5 l. bensínvél og 2 rafmótorar, 313 hestöfl Fjórhjóladrif Eyðsla: 5,2 l./100 km í bl. akstri Mengun: 120 g/km CO2 Hröðun: 7,7 sek. Hámarkshraði: 200 km/klst Verð frá: 10.990.000 kr. Umboð: Lexus á ÍslandiDjarfar og hvassar línur leika um bílinn.Mjög vönduð innrétting.Glerþak og risastór skjár með leiðsögukerfi í miðju mælaborði.Fjórar akstursstillingar og fyrir þeim finnst hressilega.
Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent