Audi Q7 e-tron kostar svipað hérlendis og í Þýskalandi Finnur Thorlacius skrifar 5. apríl 2016 09:02 Audi Q7 e-tron. Þeim fjölgar jeppunum hér á landi sem bjóðast sem tengiltvinnbílar. Porsche Cayenne Plug-In-Hybrid hefur verið í boði í nokkurn tíma og núverið hófst sala á Volvo XC90 T8. Í ágúst bætist síðan sá þriðji við, Audi Q7 e-tron, og hefur hann lengstu drægnina á rafmagni eingöngu, eða 56 kílómetra. Hann er ólíkur hinum tveimur að því leiti að auk rafmótoranna er hann með dísilvél en ekki bensínvél og er hún 3,0 lítra. Sá kostur fylgir líka Q7 e-tron að hann er fjórhjóladrifinn eingöngu drifinn áfram á rafmagnsmótorunum, öndvert við t.d. Vovlo XC90 T8, sem aðeins er með rafmótora á öðru öxlinum. Audi Q7 er með magnaðar framístöðutölur, uppgefin eyðsla er 2 lítrar, hann tekur sprettinn í 100 á 6 sekúndum og heildardrægnin er 1.410 kílómetrar, eða ríflega hringurinn um Ísland.Tengiltvinnbílar freistandi kosturÞað á við alla þessa bíla að þeir eru freistandi kostir vegna lágra vörugjalda sem á bílum eru hér á landi. Er það vegna þess hve lítið þeir menga. Eru þessir bílar á svipuðu verði og ódýrustu útgáfur sem eingöngu eru með brunavélum, enda hefur þeim verið tekið með kostum. Ákaflega vel hefur selst af Porsche Cayenne Hybrid og Volvo XC90 T8 og nú er byrjað að taka niður pantanir á Audi Q7 e-tron og fer kaupendum hans ört fjölgandi þrátt fyrir enginn þeirra hafi raunverulega séð bílinn. Þeir fyrstu verða afhentir í ágúst eða september en hjá Heklu standa vonir til þess að sýningarbíll verði kominn í júlí. Audi Q7 e-tron kostar 11.900.000 kr. og er hann á betra verði en sambærilega búinn dísilútgáfa hans, þó svo fá megi grunnútgáfuna á 11.490.000 kr. Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent
Þeim fjölgar jeppunum hér á landi sem bjóðast sem tengiltvinnbílar. Porsche Cayenne Plug-In-Hybrid hefur verið í boði í nokkurn tíma og núverið hófst sala á Volvo XC90 T8. Í ágúst bætist síðan sá þriðji við, Audi Q7 e-tron, og hefur hann lengstu drægnina á rafmagni eingöngu, eða 56 kílómetra. Hann er ólíkur hinum tveimur að því leiti að auk rafmótoranna er hann með dísilvél en ekki bensínvél og er hún 3,0 lítra. Sá kostur fylgir líka Q7 e-tron að hann er fjórhjóladrifinn eingöngu drifinn áfram á rafmagnsmótorunum, öndvert við t.d. Vovlo XC90 T8, sem aðeins er með rafmótora á öðru öxlinum. Audi Q7 er með magnaðar framístöðutölur, uppgefin eyðsla er 2 lítrar, hann tekur sprettinn í 100 á 6 sekúndum og heildardrægnin er 1.410 kílómetrar, eða ríflega hringurinn um Ísland.Tengiltvinnbílar freistandi kosturÞað á við alla þessa bíla að þeir eru freistandi kostir vegna lágra vörugjalda sem á bílum eru hér á landi. Er það vegna þess hve lítið þeir menga. Eru þessir bílar á svipuðu verði og ódýrustu útgáfur sem eingöngu eru með brunavélum, enda hefur þeim verið tekið með kostum. Ákaflega vel hefur selst af Porsche Cayenne Hybrid og Volvo XC90 T8 og nú er byrjað að taka niður pantanir á Audi Q7 e-tron og fer kaupendum hans ört fjölgandi þrátt fyrir enginn þeirra hafi raunverulega séð bílinn. Þeir fyrstu verða afhentir í ágúst eða september en hjá Heklu standa vonir til þess að sýningarbíll verði kominn í júlí. Audi Q7 e-tron kostar 11.900.000 kr. og er hann á betra verði en sambærilega búinn dísilútgáfa hans, þó svo fá megi grunnútgáfuna á 11.490.000 kr.
Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent