Send aftur til Sýrlands Guðsteinn Bjarnason skrifar 2. apríl 2016 07:00 Flóttafólk kemur til grísku eyjunnar Lesbos eftir að hafa siglt yfir sundið frá Tyrklandi. Nordicphotos/AFP Tyrkir senda allt að hundrað flóttamenn daglega aftur yfir landamærin til Sýrlands. Þar á meðal hafa verið bæði barnshafandi konur og fylgdarlaus börn. Mannréttindasamtökin Amnesty International segja þetta hafa viðgengist vikum saman og nauðungarflutningar af þessu tagi brjóti algerlega í bága við bæði alþjóðareglur, reglur Evrópusambandsins og tyrknesk lög. Þá hélt breska blaðið The Times því fram nú í vikunni að tyrkneskir landamæraverðir hafi skotið á Sýrlendinga sem reyndu að komast yfir landamærin frá Sýrlandi til Tyrklands. Sextán manns hafi fallið fyrir byssukúlum Tyrkja. Á grísku eyjunum næst Tyrklandi sitja síðan þúsundir flóttamanna fastir, því samkvæmt samkomulagi Evrópusambandsins við Tyrkland ber Grikkjum að senda fólkið aftur til Tyrklands. Þeir fyrstu eiga að fara strax á mánudaginn. Allt þangað til Evrópusambandið gerði samning við Tyrkland, þann 20. mars síðastliðinn, höfðu Grikkir flutt flóttafólkið áfram með ferjum yfir til gríska meginlandsins. Þeir sem komið hafa eftir 20. mars þurfa hins vegar að bíða og geta reiknað með að verða sendir aftur til baka yfir til Tyrklands. Hundruð manna hafa flúið úr flóttamannabúðum á eyjunum, þar sem þeir eiga að bíða á meðan mál þeirra eru afgreidd. Amnesty International gagnrýnir harðlega samninginn sem leiðtogar Evrópusambandsins gerðu við Tyrkland í mars. „Í örvæntingu sinni við að loka landamærum sínum, þá hafa leiðtogar Evrópusambandsins vísvitandi litið fram hjá einföldustu staðreynd málsins: Tyrkland er ekki öruggt land fyrir sýrlenska flóttamenn og verður óöruggara með hverjum deginum sem líður,“ segir John Dalhuisen, framkvæmdastjóri Amnesty International í Evrópu og Mið-Asíu. „Þetta er samningur sem ekki er hægt að framfylgja nema af kaldlyndi og með því að sniðganga alþjóðalög af andvaraleysi,“ segir hann í umfjöllun á vef samtakanna. Að sögn Amnesty International eru um 200 þúsund Sýrlendingar, sem hrakist hafa að heiman, komnir að landamærum Tyrklands og hafast þar við í flóttamannabúðum, þar sem aðstæður eru mjög bágbornar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. apríl. Flóttamenn Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Tyrkir senda allt að hundrað flóttamenn daglega aftur yfir landamærin til Sýrlands. Þar á meðal hafa verið bæði barnshafandi konur og fylgdarlaus börn. Mannréttindasamtökin Amnesty International segja þetta hafa viðgengist vikum saman og nauðungarflutningar af þessu tagi brjóti algerlega í bága við bæði alþjóðareglur, reglur Evrópusambandsins og tyrknesk lög. Þá hélt breska blaðið The Times því fram nú í vikunni að tyrkneskir landamæraverðir hafi skotið á Sýrlendinga sem reyndu að komast yfir landamærin frá Sýrlandi til Tyrklands. Sextán manns hafi fallið fyrir byssukúlum Tyrkja. Á grísku eyjunum næst Tyrklandi sitja síðan þúsundir flóttamanna fastir, því samkvæmt samkomulagi Evrópusambandsins við Tyrkland ber Grikkjum að senda fólkið aftur til Tyrklands. Þeir fyrstu eiga að fara strax á mánudaginn. Allt þangað til Evrópusambandið gerði samning við Tyrkland, þann 20. mars síðastliðinn, höfðu Grikkir flutt flóttafólkið áfram með ferjum yfir til gríska meginlandsins. Þeir sem komið hafa eftir 20. mars þurfa hins vegar að bíða og geta reiknað með að verða sendir aftur til baka yfir til Tyrklands. Hundruð manna hafa flúið úr flóttamannabúðum á eyjunum, þar sem þeir eiga að bíða á meðan mál þeirra eru afgreidd. Amnesty International gagnrýnir harðlega samninginn sem leiðtogar Evrópusambandsins gerðu við Tyrkland í mars. „Í örvæntingu sinni við að loka landamærum sínum, þá hafa leiðtogar Evrópusambandsins vísvitandi litið fram hjá einföldustu staðreynd málsins: Tyrkland er ekki öruggt land fyrir sýrlenska flóttamenn og verður óöruggara með hverjum deginum sem líður,“ segir John Dalhuisen, framkvæmdastjóri Amnesty International í Evrópu og Mið-Asíu. „Þetta er samningur sem ekki er hægt að framfylgja nema af kaldlyndi og með því að sniðganga alþjóðalög af andvaraleysi,“ segir hann í umfjöllun á vef samtakanna. Að sögn Amnesty International eru um 200 þúsund Sýrlendingar, sem hrakist hafa að heiman, komnir að landamærum Tyrklands og hafast þar við í flóttamannabúðum, þar sem aðstæður eru mjög bágbornar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. apríl.
Flóttamenn Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira