Strax komnar 133.000 pantanir í Tesla Model 3 Finnur Thorlacius skrifar 1. apríl 2016 09:10 Tesla Model 3 bíllinn á sviðinu í gærkvöldi og pantanir í bílinn orðnar 133.116 talsins. Tesla Model 3 bíllinn var kynntur í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Samtímis voru opnaðar pantanir fyrir þennan ódýrasta bíl Tesla, sem ekki mun kosta nema 35.000 dollara í sinni ódýrustu mynd. Búist hafði verið við allt að 100.000 pöntunum í bílinn fyrsta sólarhringinn en bara á meðan Elon Musk, forstjóri og eigandi Tesla, kynnti gripinn voru pantanirnar komnar í 115.000. Klukkustund síðar voru þær komnar í 133.000 og nýir kaupendur komu inn um það bil á hverri sekúndu. Hver sá sem festi sér kaup á nýjum Tesla Model 3 bíl þurfti að leggja til 1.000 dollara pöntunargreiðslu og því duttu 133 milljónir dollara inní peningahirslur Tesla í gær. Til frumsýningarinnar á bílnum var boðið 850 manns og var einn Íslendingur þar á meðal, Gísli Gíslason eigandi rafmagnsbílasölunnar Even. Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent
Tesla Model 3 bíllinn var kynntur í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Samtímis voru opnaðar pantanir fyrir þennan ódýrasta bíl Tesla, sem ekki mun kosta nema 35.000 dollara í sinni ódýrustu mynd. Búist hafði verið við allt að 100.000 pöntunum í bílinn fyrsta sólarhringinn en bara á meðan Elon Musk, forstjóri og eigandi Tesla, kynnti gripinn voru pantanirnar komnar í 115.000. Klukkustund síðar voru þær komnar í 133.000 og nýir kaupendur komu inn um það bil á hverri sekúndu. Hver sá sem festi sér kaup á nýjum Tesla Model 3 bíl þurfti að leggja til 1.000 dollara pöntunargreiðslu og því duttu 133 milljónir dollara inní peningahirslur Tesla í gær. Til frumsýningarinnar á bílnum var boðið 850 manns og var einn Íslendingur þar á meðal, Gísli Gíslason eigandi rafmagnsbílasölunnar Even.
Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent