Rafmagnsbílar seljast vel í Bretlandi Finnur Thorlacius skrifar 19. apríl 2016 10:11 Nissan Leaf í London. Í mars tók sala rafmagnsbíla mikið stökk í Bretlandi en þá seldust alls 7.144 rafmagnsbílar. Salan á fyrsta ársfjórðungi ársins er með því komin í 10.496 rafmagnsbíla sem er 23% meiri sala en á sama tímabili í fyrra. Síðasta ár markaði einnig mikið stökk í sölu rafmagnsbíla í Bretlandi en þá seldust 184.000 slíkir bílar og salan jókst um 80% frá fyrra ári. Helsta ástæðan fyrir þessari auknu sölu er sá stuðningur sem breska ríkið veitir þeim sem kjósa sér rafmagnsbíla og hefur það verið í gildi frá árinu 2011 en er nú fyrst að virka að krafti. Breska ríkið endurgreiðir kaupendum rafmagnsbíla 35% af kaupverði þeirra allt að 4.500 punda marki, eða að andvirði 800.000 krónum. Markmið bresku ríkisstjórnarinnar er að árið 2040 verði stærsti hluti bresks bílaflota afar mengunarfrír. Til samanburðar seldust aðeins 17.000 rafmagnsbílar í Bandaríkjunum á fyrsta árfjórðungi þessa árs en þar í landi búa fimmfalt fleiri íbúar. Salan í Bretlandi á rafmagnsbílum telur um einn fimmta af allri sölu rafmagnsbíla í Evrópu á fyrsta ársfjórðungnum og aðeins í Hollandi seldust fleiri rafmagnsbílar á þessum ársfjórðungi. Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent
Í mars tók sala rafmagnsbíla mikið stökk í Bretlandi en þá seldust alls 7.144 rafmagnsbílar. Salan á fyrsta ársfjórðungi ársins er með því komin í 10.496 rafmagnsbíla sem er 23% meiri sala en á sama tímabili í fyrra. Síðasta ár markaði einnig mikið stökk í sölu rafmagnsbíla í Bretlandi en þá seldust 184.000 slíkir bílar og salan jókst um 80% frá fyrra ári. Helsta ástæðan fyrir þessari auknu sölu er sá stuðningur sem breska ríkið veitir þeim sem kjósa sér rafmagnsbíla og hefur það verið í gildi frá árinu 2011 en er nú fyrst að virka að krafti. Breska ríkið endurgreiðir kaupendum rafmagnsbíla 35% af kaupverði þeirra allt að 4.500 punda marki, eða að andvirði 800.000 krónum. Markmið bresku ríkisstjórnarinnar er að árið 2040 verði stærsti hluti bresks bílaflota afar mengunarfrír. Til samanburðar seldust aðeins 17.000 rafmagnsbílar í Bandaríkjunum á fyrsta árfjórðungi þessa árs en þar í landi búa fimmfalt fleiri íbúar. Salan í Bretlandi á rafmagnsbílum telur um einn fimmta af allri sölu rafmagnsbíla í Evrópu á fyrsta ársfjórðungnum og aðeins í Hollandi seldust fleiri rafmagnsbílar á þessum ársfjórðungi.
Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent