Kyrrstöðuheljarstökk yfir Formula E-bíl Finnur Thorlacius skrifar 19. apríl 2016 09:31 Það þarf heilmikla dirfsku til að stökkva yfir bíl á ferð, ennþá meiri til að fara heljarstökk yfir bíl á ferð, en hvað þá ef að bíllinn kemur aftan að þér og þú sérð hann ekki og ferð kyrrstöðuheljarstökk afturábak án atrennu. Það var samt einmitt það sem Damian Walters gerði um daginn. Hann stökk yfir Formula E rafmagnskeppnisbíl sem kom aftan að honum á 96 km ferð. Ekki þarf að spyrja að afleiðingunum ef honum hefði ekki tekist að tímasetja stökk sitt, en það var þó vel undirbúið. Ef Walters hefði stokkið of snemma myndi höfuð hans rekast á vindkljúf bílsins að aftan og ef hann stykki of seint myndi bíllinn aka á lappir hans. Walters treysti hinsvegar á klukku sem mældi tímann frá tilteknum geisla sem bíllinn rauf og 6,6 sekúndum síðar var kominn tími til að stökkva. Það gerði hann á hárréttum tíma og bíllinn fór undir Walters er hann sveif í loftinu. Við framkvæmd þessa dirfskuatriðis og upptökur á myndskeiðinu störfuðu 60 manns og var það tekið upp í Mexíkó. Undirbúningurinn tók 2 daga, enda líf Walters í húfi. Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent
Það þarf heilmikla dirfsku til að stökkva yfir bíl á ferð, ennþá meiri til að fara heljarstökk yfir bíl á ferð, en hvað þá ef að bíllinn kemur aftan að þér og þú sérð hann ekki og ferð kyrrstöðuheljarstökk afturábak án atrennu. Það var samt einmitt það sem Damian Walters gerði um daginn. Hann stökk yfir Formula E rafmagnskeppnisbíl sem kom aftan að honum á 96 km ferð. Ekki þarf að spyrja að afleiðingunum ef honum hefði ekki tekist að tímasetja stökk sitt, en það var þó vel undirbúið. Ef Walters hefði stokkið of snemma myndi höfuð hans rekast á vindkljúf bílsins að aftan og ef hann stykki of seint myndi bíllinn aka á lappir hans. Walters treysti hinsvegar á klukku sem mældi tímann frá tilteknum geisla sem bíllinn rauf og 6,6 sekúndum síðar var kominn tími til að stökkva. Það gerði hann á hárréttum tíma og bíllinn fór undir Walters er hann sveif í loftinu. Við framkvæmd þessa dirfskuatriðis og upptökur á myndskeiðinu störfuðu 60 manns og var það tekið upp í Mexíkó. Undirbúningurinn tók 2 daga, enda líf Walters í húfi.
Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent