Gatnakerfið einfaldlega stórhættulegt bifhjólafólki Finnur Thorlacius skrifar 18. apríl 2016 09:25 Frá fundi Umferðarnefndar Snigla í vikunni sem leið. Bifhjólasamtök Lýðveldisins, Sniglar hafa sent frá sér fréttatilkynningu sem er skilaboð til allra sveitarfélaga á landinu. Fréttatilkynningin hljóðar svo: "Bifhjólasamtök Lýðveldisins, Sniglar, krefjast þess að sveitarfélög og aðrir veghaldarar sjái sóma sinn í því að halda úti hreinu og vel hirtu gatnakerfi svo það sé ekki stórhættulegt bifhjólafólki.” Að sögn Njáls Gunnlaugssonar, formanns umferðarnefndar Snigla er svo komið að gatnakerfið víða á höfuðborgarsvæðinu er bókstaflega stórhættulegt bifhjólafólki, en bifhjólin þyrpast nú út á göturnar eftir langan vetur. "Það er margt sem veldur okkur áhyggjum" segir Njáll í viðtali við visir.is. "Holur eru slæmar fyrir bíla og geta skemmt þá en þær eru lífshættulegar hjólafólki sem getur misst vald á hjólum sínum þegar þær birtast skyndilega. Bifhjól sem lendir í holu í beygju er í talsverðri hættu og margar holur eru eins og langar sprungur sem bifhjól geta lent með hjólin í og hreinlega tekið völdin af ökumanninum." Njáll sagði að vegna ástandsins hefði verið blásið til sérstaks fundar á vegum umferðarnefndarinnar. "Við höfum líka áhyggjur af þeim fyrirætlunum borgarinnar að skola ekki sand af götunum en hann er einnig okkur skeinuhættur. Við vonum að Reykjavíkurborg endurskoði þá ákvörðun þó ekki væri fyrir annað en til að bæta loftgæði í borginni." Sniglarnir standa fyrir vorfundi bifhjólafólks í samstarfi við Samgöngustofu þann 26. apríl næstkomandi, en fundurinn fer fram í húsnæði samgöngustofu við Ármúla og stendur frá 16:30 til 18:30. "Við vonum að sem flestir hagsmunaaðilar mæti en þar viljum við sérstaklega benda á þetta átriði og hvetja bifhjólafólk til að nota appið sem FÍB er búið að koma á framfæri, en þar eru merktir slæmir staðir í gatnakerfi landsins" sagði Njáll ennfremur. Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent
Bifhjólasamtök Lýðveldisins, Sniglar hafa sent frá sér fréttatilkynningu sem er skilaboð til allra sveitarfélaga á landinu. Fréttatilkynningin hljóðar svo: "Bifhjólasamtök Lýðveldisins, Sniglar, krefjast þess að sveitarfélög og aðrir veghaldarar sjái sóma sinn í því að halda úti hreinu og vel hirtu gatnakerfi svo það sé ekki stórhættulegt bifhjólafólki.” Að sögn Njáls Gunnlaugssonar, formanns umferðarnefndar Snigla er svo komið að gatnakerfið víða á höfuðborgarsvæðinu er bókstaflega stórhættulegt bifhjólafólki, en bifhjólin þyrpast nú út á göturnar eftir langan vetur. "Það er margt sem veldur okkur áhyggjum" segir Njáll í viðtali við visir.is. "Holur eru slæmar fyrir bíla og geta skemmt þá en þær eru lífshættulegar hjólafólki sem getur misst vald á hjólum sínum þegar þær birtast skyndilega. Bifhjól sem lendir í holu í beygju er í talsverðri hættu og margar holur eru eins og langar sprungur sem bifhjól geta lent með hjólin í og hreinlega tekið völdin af ökumanninum." Njáll sagði að vegna ástandsins hefði verið blásið til sérstaks fundar á vegum umferðarnefndarinnar. "Við höfum líka áhyggjur af þeim fyrirætlunum borgarinnar að skola ekki sand af götunum en hann er einnig okkur skeinuhættur. Við vonum að Reykjavíkurborg endurskoði þá ákvörðun þó ekki væri fyrir annað en til að bæta loftgæði í borginni." Sniglarnir standa fyrir vorfundi bifhjólafólks í samstarfi við Samgöngustofu þann 26. apríl næstkomandi, en fundurinn fer fram í húsnæði samgöngustofu við Ármúla og stendur frá 16:30 til 18:30. "Við vonum að sem flestir hagsmunaaðilar mæti en þar viljum við sérstaklega benda á þetta átriði og hvetja bifhjólafólk til að nota appið sem FÍB er búið að koma á framfæri, en þar eru merktir slæmir staðir í gatnakerfi landsins" sagði Njáll ennfremur.
Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent