Lífið

Þekktu krakkann: Fólkið á Facebook yngist upp um átján ár

Jakob Bjarnar og Tinni Sveinsson skrifa
Þekkir þú krakkana á myndunum? Spreyttu þig á prófinu hér fyrir neðan.
Þekkir þú krakkana á myndunum? Spreyttu þig á prófinu hér fyrir neðan.
Menningarhátíð barna hefur kallað fram skemmtileg bylgju, fjölmargir birta nú myndir af sér barnungum til að sýna fram á stuðning við hátíðina. Segja má að Facebook sé óvenjulega krúttleg um þessar mundir. Sem er gott.

Vísir skautaði yfir samfélagsmiðilinn og birtir hér myndir af ýmsu þjóðkunnu fólki; án nafns og boðið uppá samkvæmisleik: Þekkir fólk viðkomandi af mynd sem tekin var þegar það var barnungt að aldri?

Sumir hafa breyst en aðrir hafa haldið sér merkilega vel.

Barnamenningarhátíð í Reykjavík hefst 19. og stendur til 24. apríl 2016.

Á síðu sem helguð er hátíðinni segir að leiðarljósið séu gæði, margbreytileiki, jafnræði og gott aðgengi að menningu barna, með börnum og fyrir börn. 

„Vettvangur hátíðarinnar er borgin öll og fara fjölbreyttir viðburðir fram í grunnskólum, leikskólum, frístundamiðstöðvum og listaskólum. Jafnframt er boðið upp á dagskrá í Ráðhúsi Reykjavíkur, Hörpu og lista- og menningarstofnunum borgarinnar.“

Þá er tekið fram að hátíðin rúmi allar listgreinar sem börn og fullorðnir geta notið sér að kostnaðarlausu. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×