Mæðgur á mótorhjólaferðalagi um Víetnam Finnur Thorlacius skrifar 12. apríl 2016 10:32 Mæðgurnar í Víetnam. Þær láta sér fátt fyrir brjósti brenna mæðgurnar Þóra Hrönn Njálsdóttir og Bára Sigurjónsdóttir. Þær hafa nýlokið 2.100 kílómetra ferð á mótorhjólum frá Hanoi til Saigon í Víetnam en þær eru báðar nýbyrjaðar í mótorhjólasportinu. Bára tók prófið í fyrra en Þóra Hrönn er aðeins hálfnuð með sitt próf og náði ekki að ljúka prófi áður en hún hélt utan. Í Víetnam þarf þó ekki að uppfylla kröfur um próf, aðeins að vera nægilega stór til að valda mótorhjólinu. Með í för voru Sigurjón Pétursson, eiginmaður Þóru Hrannar til 44 ára, og tengdasonur þeirra Ásgeir Pétursson. Ferðin var ekki áfallalaus því að Sigurjón féll af baki eftir árekstur við stóran hund, en slapp með skrámur og gat haldið áfram og lokið ferðinni. Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent
Þær láta sér fátt fyrir brjósti brenna mæðgurnar Þóra Hrönn Njálsdóttir og Bára Sigurjónsdóttir. Þær hafa nýlokið 2.100 kílómetra ferð á mótorhjólum frá Hanoi til Saigon í Víetnam en þær eru báðar nýbyrjaðar í mótorhjólasportinu. Bára tók prófið í fyrra en Þóra Hrönn er aðeins hálfnuð með sitt próf og náði ekki að ljúka prófi áður en hún hélt utan. Í Víetnam þarf þó ekki að uppfylla kröfur um próf, aðeins að vera nægilega stór til að valda mótorhjólinu. Með í för voru Sigurjón Pétursson, eiginmaður Þóru Hrannar til 44 ára, og tengdasonur þeirra Ásgeir Pétursson. Ferðin var ekki áfallalaus því að Sigurjón féll af baki eftir árekstur við stóran hund, en slapp með skrámur og gat haldið áfram og lokið ferðinni.
Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent