Er etanólblandað bensín að valda skaða og aukinni eyðslu? Finnur Thorlacius skrifar 28. apríl 2016 16:11 Eyðslan minnkaði og gangurinn batnaði í mótorhjólinu við notkun óblandaðs bensíns. Á mótorhjólavefnum bifhjol.is er pistill frá eiganda mótorhjóls hér á landi þar sem hann talar um reynslu sína af etanólblönduðu bensíni í samanburði við bensín sem ekki hefur verið blandað etanóli. Öll olíufélögin hér á landi, nema Atlantsolía, eru nú með etanólblandað bensín. Rétt er að gefa honum orðið, en greinin er undirskrifuð af bifhjólaeigandanum Jack H. Daniels; “Ég hef skipt alfarið yfir í viðskipti við Atlantsolíu eftir að fréttir bárust um að öll olíufélögin eru farin að blanda etanóli í bensínið hjá sér, nema áðurnefnt félag. Ég er búinn að rúlla mér um tvö þúsund kílómetra núna í vor og hef aðeins einu sinni neyðst til að tanka hjólið á N1 í Grindavík, aðeins þó um 3 lítra í það skiptið en hef þar fyrir utan alltaf tankað á Atlantsolíu. Ég er farinn að finna stóran mun á hjólinu eftir að hafa skipt alfarið um þjónustu. Hjólið dettur í gang á fyrsta starti og ég þarf ekki að halda við gjöfina eftir gangsetningu heldur gengur það hægaganginn jafnt og reglulega, (eins og Virago 1100 á að gera, hökta örlítið) en drepur ekki á sér eftir nokkra snúninga eins og áður. Aflið er allt annað. Ég hélt í fyrrasumar að ég yrði að fara með gripinn í stillingu og láta jetta torana en eftir umskiptin er aflið töluvert meira og togið talsvert mikið betra. Það sem kom mér mest á óvart er þó eyðslan á hjólinu. Í fyrra sumar var eyðslan á frá 5,9 og upp í 6,5 lítrar á hundrað kílómetra en núna í síðustu tvö skiptin sem ég hef verið að setja á það bensín hafa útreikningar sýnt að eyðslan er dottin niður í 5,1 til 5,5 lítra. Ég hef því ákveðið að hér eftir verður ekki keypt bensín af þeim aðilum sem blanda etanóli eða öðrum efnum í bensínið hjá sér, enda held ég að þessi tilraun hafi sýnt og sannað að þessi íblöndun minnkar afl og eykur eyðslu í mótorhjólum. Já og reyndar öllum ökutækjum sem brenna bensíni því þeir sem ég hef talað við um þessi mál hafa svipaða sögu að segja af bílum og öðrum tækjum sem þeir hafa skipt um bensín á. Mest lesið Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Erlent
Á mótorhjólavefnum bifhjol.is er pistill frá eiganda mótorhjóls hér á landi þar sem hann talar um reynslu sína af etanólblönduðu bensíni í samanburði við bensín sem ekki hefur verið blandað etanóli. Öll olíufélögin hér á landi, nema Atlantsolía, eru nú með etanólblandað bensín. Rétt er að gefa honum orðið, en greinin er undirskrifuð af bifhjólaeigandanum Jack H. Daniels; “Ég hef skipt alfarið yfir í viðskipti við Atlantsolíu eftir að fréttir bárust um að öll olíufélögin eru farin að blanda etanóli í bensínið hjá sér, nema áðurnefnt félag. Ég er búinn að rúlla mér um tvö þúsund kílómetra núna í vor og hef aðeins einu sinni neyðst til að tanka hjólið á N1 í Grindavík, aðeins þó um 3 lítra í það skiptið en hef þar fyrir utan alltaf tankað á Atlantsolíu. Ég er farinn að finna stóran mun á hjólinu eftir að hafa skipt alfarið um þjónustu. Hjólið dettur í gang á fyrsta starti og ég þarf ekki að halda við gjöfina eftir gangsetningu heldur gengur það hægaganginn jafnt og reglulega, (eins og Virago 1100 á að gera, hökta örlítið) en drepur ekki á sér eftir nokkra snúninga eins og áður. Aflið er allt annað. Ég hélt í fyrrasumar að ég yrði að fara með gripinn í stillingu og láta jetta torana en eftir umskiptin er aflið töluvert meira og togið talsvert mikið betra. Það sem kom mér mest á óvart er þó eyðslan á hjólinu. Í fyrra sumar var eyðslan á frá 5,9 og upp í 6,5 lítrar á hundrað kílómetra en núna í síðustu tvö skiptin sem ég hef verið að setja á það bensín hafa útreikningar sýnt að eyðslan er dottin niður í 5,1 til 5,5 lítra. Ég hef því ákveðið að hér eftir verður ekki keypt bensín af þeim aðilum sem blanda etanóli eða öðrum efnum í bensínið hjá sér, enda held ég að þessi tilraun hafi sýnt og sannað að þessi íblöndun minnkar afl og eykur eyðslu í mótorhjólum. Já og reyndar öllum ökutækjum sem brenna bensíni því þeir sem ég hef talað við um þessi mál hafa svipaða sögu að segja af bílum og öðrum tækjum sem þeir hafa skipt um bensín á.
Mest lesið Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Erlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent