Ein milljón Mazda MX-5 Miata Finnur Thorlacius skrifar 26. apríl 2016 11:39 Mazda MX-5 Miata. Sá áfangi náðist hjá Mazda þann 22. apríl að japanski bílasmiðurinn smíðaði milljónasta Mazda MX-5 Miata bílinn, en hann kom fyrst á markað fyrir 27 árum. Mazda var búið að smíða hálfa milljón slíkra bíla um aldamótin síðustu og var komið í 800.000 bíla árið 2006. Mazda MX-5 Miata er vinsælasti tveggja sæta blæjubíll heims. Bíllinn er nú nýkominn af fjórðu kynslóð og hefur hann fengið frábæra dóma eins og fyrirrennarar hans. Þessi bíll hefur í raun alltaf fengið frábæra dóma bílagagnrýnenda og vermir yfirleitt efsta sætið í sínum flokki í samanburðarkönnunum. Það að bílaframleiðandi selja eina milljón eintaka af einstakri bílgerð er í raun ekki mjög fréttnæmt í samanburði við það að Ford hefur framleitt 34 milljón eintök af F-150 pallbílnum og Toyota hefur framleitt yfir 40 milljón eintök af Corolla. Þó skal hafa í huga að ekki margir sportbílar eru framleiddir í viðlíka magni og Mazda MX-5 Miata. Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Erlent
Sá áfangi náðist hjá Mazda þann 22. apríl að japanski bílasmiðurinn smíðaði milljónasta Mazda MX-5 Miata bílinn, en hann kom fyrst á markað fyrir 27 árum. Mazda var búið að smíða hálfa milljón slíkra bíla um aldamótin síðustu og var komið í 800.000 bíla árið 2006. Mazda MX-5 Miata er vinsælasti tveggja sæta blæjubíll heims. Bíllinn er nú nýkominn af fjórðu kynslóð og hefur hann fengið frábæra dóma eins og fyrirrennarar hans. Þessi bíll hefur í raun alltaf fengið frábæra dóma bílagagnrýnenda og vermir yfirleitt efsta sætið í sínum flokki í samanburðarkönnunum. Það að bílaframleiðandi selja eina milljón eintaka af einstakri bílgerð er í raun ekki mjög fréttnæmt í samanburði við það að Ford hefur framleitt 34 milljón eintök af F-150 pallbílnum og Toyota hefur framleitt yfir 40 milljón eintök af Corolla. Þó skal hafa í huga að ekki margir sportbílar eru framleiddir í viðlíka magni og Mazda MX-5 Miata.
Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Erlent