Andlitslyftur Lexus IS í Peking Finnur Thorlacius skrifar 26. apríl 2016 11:13 Andlitslyftur Lexus IS. Nú er bílasýningin í Peking hafin og margir bílaframleiðendur frumsýna nýja bíla sína þar. Einn slíkra bíla er endusköpuð útgáfa Lexus IS sem hefur nú fengið andlitslyftingu og því ekki um nýja kynslóð bílsins að ræða, sem kom fram árið 2013. Það sem helst einkennir breytinguna á þessum bíl er að grillið og loftinntökin að framan hafa stækkað og er það í takti við aðrar nýlegar gerðir Lexus bíla. Framljósin hafa einnig breyst og eru nú orðin L-laga. Línurnar á hliðum bílsins hafa verið skerptar og fær hann fyrir vikið sterkari karaktereinkenni. Lexus segir að breytingarnar á bílnum eigi að verða til þess að bíllinn sýnist á ferð þrátt fyrir að standa kyrr, eitthvað sem oft hefur reyndar heyrst í bílaheiminum. Upplýsingaskjárinn í bílnum stækkar úr 7 tommum í 10,3 tommur og skerpa hans aukin með hærri upplausn. Að öðru leiti er innrétting bílsins eins þó svo smávægilegra breytinga gæti. Bíllinn er áfram með 3 vélarkosti. Í IS200t er 241 hestafla fjögurra strokka vél með forþjöppu. IS300 er með 255 hestafla V6 vél og IS350 með 306 hestafla 3,5 lítra V6 vél. Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Erlent
Nú er bílasýningin í Peking hafin og margir bílaframleiðendur frumsýna nýja bíla sína þar. Einn slíkra bíla er endusköpuð útgáfa Lexus IS sem hefur nú fengið andlitslyftingu og því ekki um nýja kynslóð bílsins að ræða, sem kom fram árið 2013. Það sem helst einkennir breytinguna á þessum bíl er að grillið og loftinntökin að framan hafa stækkað og er það í takti við aðrar nýlegar gerðir Lexus bíla. Framljósin hafa einnig breyst og eru nú orðin L-laga. Línurnar á hliðum bílsins hafa verið skerptar og fær hann fyrir vikið sterkari karaktereinkenni. Lexus segir að breytingarnar á bílnum eigi að verða til þess að bíllinn sýnist á ferð þrátt fyrir að standa kyrr, eitthvað sem oft hefur reyndar heyrst í bílaheiminum. Upplýsingaskjárinn í bílnum stækkar úr 7 tommum í 10,3 tommur og skerpa hans aukin með hærri upplausn. Að öðru leiti er innrétting bílsins eins þó svo smávægilegra breytinga gæti. Bíllinn er áfram með 3 vélarkosti. Í IS200t er 241 hestafla fjögurra strokka vél með forþjöppu. IS300 er með 255 hestafla V6 vél og IS350 með 306 hestafla 3,5 lítra V6 vél.
Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Erlent