Ford Mustang langsöluhæsti sportbíll heims Finnur Thorlacius skrifar 25. apríl 2016 11:24 Ford Mustang. Í fyrra tókst Ford að selja 141.868 Mustang sportbíla og með því var hann langsöluhæsti sportbíll heims, en enginn annar sportbíll seldist í meira en 100.000 eintökum í fyrra. Ford Mustang er seldur um allan heim eða alls á 140 mörkuðum og selst t.d. vel í Evrópu en fáir bandarískir bílar seljast í miklu magni í Evrópu. Í fyrra seldust alls yfir 16.600 Mustang bílar í Evrópu. Í fyrra gerðist það fyrsta sinni að Ford Mustang seldist í meira magni en Chevrolet Camaro og Dodge Challenger til samans. Ford Mustang er nú í boði með eyðslugrannri 2,3 lítra EcoBoost vél og selst Mustang vel í þeirri útfærslu á báðum ströndum Bandaríkjanna en bæði í miðríkjum Bandaríkjanna og á mörkuðum erlendis kjósa kaupendur fremur bílinn með V8 vél. Ford Mustang selst mjög vel í Ástralíu, svo vel reyndar að hann er uppseldur út næsta ár og þeir sem vilja tryggja sér eintak þar fá ekki nýjan Mustang afhentan fyrr en árið 2018. Mustang má fá í blæjuútgáfu og í Þýskalandi er hæst hlutfall Mustang pantaður þannig, eða einn þriðji seldra Mustang bíla. Á síðust árum hafa erlendir sportbílar verið vinsælir í Bandaríkjunum, en nú er aftur runninn upp sá tími að Bandaríkjamenn velja sér heimasmíðaðan sportbíl umfram aðra. Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent
Í fyrra tókst Ford að selja 141.868 Mustang sportbíla og með því var hann langsöluhæsti sportbíll heims, en enginn annar sportbíll seldist í meira en 100.000 eintökum í fyrra. Ford Mustang er seldur um allan heim eða alls á 140 mörkuðum og selst t.d. vel í Evrópu en fáir bandarískir bílar seljast í miklu magni í Evrópu. Í fyrra seldust alls yfir 16.600 Mustang bílar í Evrópu. Í fyrra gerðist það fyrsta sinni að Ford Mustang seldist í meira magni en Chevrolet Camaro og Dodge Challenger til samans. Ford Mustang er nú í boði með eyðslugrannri 2,3 lítra EcoBoost vél og selst Mustang vel í þeirri útfærslu á báðum ströndum Bandaríkjanna en bæði í miðríkjum Bandaríkjanna og á mörkuðum erlendis kjósa kaupendur fremur bílinn með V8 vél. Ford Mustang selst mjög vel í Ástralíu, svo vel reyndar að hann er uppseldur út næsta ár og þeir sem vilja tryggja sér eintak þar fá ekki nýjan Mustang afhentan fyrr en árið 2018. Mustang má fá í blæjuútgáfu og í Þýskalandi er hæst hlutfall Mustang pantaður þannig, eða einn þriðji seldra Mustang bíla. Á síðust árum hafa erlendir sportbílar verið vinsælir í Bandaríkjunum, en nú er aftur runninn upp sá tími að Bandaríkjamenn velja sér heimasmíðaðan sportbíl umfram aðra.
Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent