Viktor Bjarki: Draumurinn er að vinna titil með Víkingi Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. apríl 2016 09:30 Víkingar úr Reykjavík enda í sjötta sæti Pepsi-deildar karla í fótbolta í sumar ef spá íþróttadeildar 365 gengur upp. Það er þremur sætum ofar en liðið hafnaði eftir vonbrigða sumar í fyrra en undir þeirra væntingum miðað við félagaskipti vetrarins og gengi á undirbúningsmótunum. „Ég held að þetta sé bara sanngjarnt miðað við gengið í fyrra en okkur hefur gengið vel í vetur. Spá er bara spá einhverja manna en við ætlum okkur að gera betur en sjötta sæti,“ segir Viktor Bjarki í viðtali við Vísi um spána. Það er bjartsýni í Víkinni eftir góðan vetur: „Hefur ekki alltaf verið bjartsýni í Víkinni?“ spyr Viktor og brosir. „Við ætluðum að verða meistarar 2014. Það styttist alltaf í að það komi titill í hús. Auðvitað ætlum við að gera okkar besta til að vera ofarlega í deildinni.“ „Markmiðið er að gera betur en í fyrra. Það kemur svo bara í ljós hvernig það gengur.“Sorglegur leikur Víkingar komust í úrslitaleik Lengjubikarsins þar sem þeir töpuðu, 2-0, fyrir KR. Eftir góða spilamennsku framan af vetri var frammistaðan í úrslitaleiknum mikil vonbrigði fyrir Fossvogsstrákana. „Þessi leikur var sorglegur. Það var ekkert í gangi. Ég veit ekki hvort við vorum þreyttir eftir erfiða æfingaferð. Þetta var bara ekki okkar dagur. Við komum bara tvíefldir til leiks í næsta leik,“ segir Viktor en Víkingar eiga rosalega erfiða byrjun á mótinu. „Ég tel að það sé alltaf best að byrja á móti stóru liðunum. Það er auðveldara að gíra sig upp fyrir þá leiki. Þannig hefur það alltaf verið. Maður er tilbúnari í leiki gegn KR, FH og þessum liðum. Maður fer strax í gírinn og veit hvað maður þarf að gera.“Mikill heiður Viktor Bjarki sneri aftur til uppeldisfélagsins Víkings fyrir síðasta tímabil og átti mjög góðan seinni hluta á mótinu í fyrra. Hann er nú orðinn fyrirliði síns félags. „Það er mikill heiður. Það var draumur minn þegar ég var yngri þegar ég horfði á þessa meistaraflokkskarla. Það er draumur að vera fyrirliði þíns liðs. Ég hef mikinn metnað fyrir félaginu og draumurinn er að vinna titil með félaginu,“ segir Viktor.Gary er sigurvegari Víkingar voru nokkuð stórtækir á félagaskiptamarkaðnum og fengu einn stærsta bitann þegar Gary Martin gekk í raðir félagsins. Viktor þekkir hann betur en allir í Víkingsliðinu enda unnu þeir saman titla hjá KR. „Gary er fínn karakter í hóp. Hann er sigurvegari og það er eitthvað sem Víkingur þarf. Hann gefur alltaf 100 prósent. Hann leggur sig alltaf fram í leikjum og æfingum og æfir eins og vitleysingur aukalega. Hann vill vinna og skora. Hann á eftir að gera fullt fyrir okkur í sumar,“ segir Viktor Bjarki Arnarsson. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan. Viðtal: Tómas Þór Þórðarson Upptaka og eftirvinnsla: Ólafur Þór Chelbat, Stefán Snær Geirmundsson, Garðar Örn Arnarson Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi-spáin 2016: Víkingur hafnar í 6. sæti Íþróttadeild 365 spáir Víkingi Reykjavík sjötta sæti Pepsi-deildarinnar í sumar en það er þremur sætum ofar en liðið endaði á síðasta ári. 25. apríl 2016 09:00 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Enski boltinn Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Sjá meira
Víkingar úr Reykjavík enda í sjötta sæti Pepsi-deildar karla í fótbolta í sumar ef spá íþróttadeildar 365 gengur upp. Það er þremur sætum ofar en liðið hafnaði eftir vonbrigða sumar í fyrra en undir þeirra væntingum miðað við félagaskipti vetrarins og gengi á undirbúningsmótunum. „Ég held að þetta sé bara sanngjarnt miðað við gengið í fyrra en okkur hefur gengið vel í vetur. Spá er bara spá einhverja manna en við ætlum okkur að gera betur en sjötta sæti,“ segir Viktor Bjarki í viðtali við Vísi um spána. Það er bjartsýni í Víkinni eftir góðan vetur: „Hefur ekki alltaf verið bjartsýni í Víkinni?“ spyr Viktor og brosir. „Við ætluðum að verða meistarar 2014. Það styttist alltaf í að það komi titill í hús. Auðvitað ætlum við að gera okkar besta til að vera ofarlega í deildinni.“ „Markmiðið er að gera betur en í fyrra. Það kemur svo bara í ljós hvernig það gengur.“Sorglegur leikur Víkingar komust í úrslitaleik Lengjubikarsins þar sem þeir töpuðu, 2-0, fyrir KR. Eftir góða spilamennsku framan af vetri var frammistaðan í úrslitaleiknum mikil vonbrigði fyrir Fossvogsstrákana. „Þessi leikur var sorglegur. Það var ekkert í gangi. Ég veit ekki hvort við vorum þreyttir eftir erfiða æfingaferð. Þetta var bara ekki okkar dagur. Við komum bara tvíefldir til leiks í næsta leik,“ segir Viktor en Víkingar eiga rosalega erfiða byrjun á mótinu. „Ég tel að það sé alltaf best að byrja á móti stóru liðunum. Það er auðveldara að gíra sig upp fyrir þá leiki. Þannig hefur það alltaf verið. Maður er tilbúnari í leiki gegn KR, FH og þessum liðum. Maður fer strax í gírinn og veit hvað maður þarf að gera.“Mikill heiður Viktor Bjarki sneri aftur til uppeldisfélagsins Víkings fyrir síðasta tímabil og átti mjög góðan seinni hluta á mótinu í fyrra. Hann er nú orðinn fyrirliði síns félags. „Það er mikill heiður. Það var draumur minn þegar ég var yngri þegar ég horfði á þessa meistaraflokkskarla. Það er draumur að vera fyrirliði þíns liðs. Ég hef mikinn metnað fyrir félaginu og draumurinn er að vinna titil með félaginu,“ segir Viktor.Gary er sigurvegari Víkingar voru nokkuð stórtækir á félagaskiptamarkaðnum og fengu einn stærsta bitann þegar Gary Martin gekk í raðir félagsins. Viktor þekkir hann betur en allir í Víkingsliðinu enda unnu þeir saman titla hjá KR. „Gary er fínn karakter í hóp. Hann er sigurvegari og það er eitthvað sem Víkingur þarf. Hann gefur alltaf 100 prósent. Hann leggur sig alltaf fram í leikjum og æfingum og æfir eins og vitleysingur aukalega. Hann vill vinna og skora. Hann á eftir að gera fullt fyrir okkur í sumar,“ segir Viktor Bjarki Arnarsson. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan. Viðtal: Tómas Þór Þórðarson Upptaka og eftirvinnsla: Ólafur Þór Chelbat, Stefán Snær Geirmundsson, Garðar Örn Arnarson
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi-spáin 2016: Víkingur hafnar í 6. sæti Íþróttadeild 365 spáir Víkingi Reykjavík sjötta sæti Pepsi-deildarinnar í sumar en það er þremur sætum ofar en liðið endaði á síðasta ári. 25. apríl 2016 09:00 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Enski boltinn Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Sjá meira
Pepsi-spáin 2016: Víkingur hafnar í 6. sæti Íþróttadeild 365 spáir Víkingi Reykjavík sjötta sæti Pepsi-deildarinnar í sumar en það er þremur sætum ofar en liðið endaði á síðasta ári. 25. apríl 2016 09:00