Fyrsta stiklan hefur verið birt fyrir myndina TheMagnificentSeven. DenzelWashington er í aðalhlutverki myndarinnar auk þeirra ChrisPratt og EthanHawk. Myndin er endurgerð af mynd sem bar sama nafn og var gefin út árið 1960.
Leikstjóri myndarinnar er AntoineFuqua, sem er hvað þekktastur fyrir að hafa leikstýrt TrainingDay.
Í raun er um að ræða endurgerð af endurgerð af japönsku myndinni SevenSamurai frá 1954. Myndin verður frumsýnd í september.