Bílakaup landsmanna halda áfram að vaxa Finnur Thorlacius skrifar 9. maí 2016 15:02 Bílasala er í miklum blóma nú um stundir. Sala nýrra bíla hjá BL hefur gengið mjög vel það sem af er árinu og er eftir apríl komin í 1.818 bíla samanborið við 943 bíla á sama tíma í fyrra. Í nýliðum mánuði nam markaðshlutdeild BL á fólks- og sendibílamarkaði 27,3 prósentum og nemur hún 28 prósentum það sem af er árinu. Alls voru 675 bílar af tegundum sem BL er með umboð fyrir skráðir í apríl, 234 fleiri en í mars. Hjá Samgöngustofu voru alls skráðir 2.470 fólks- og sendibílar í aprílmánuði, 979 fleiri en í mars þegar skráður var 1.491 bíll. Skráðir bílaleigubílar eru 73% fleiri fyrstu fjóra mánuði ársins en á sama tímabili 2015, alls 2.716, þar af 1.229 í apríl. Sé litið til bílamerkja BL fyrstu fjóra mánuði ársins var salan 93% meiri en á sama tíma 2015. Toyota er í öðru sæti yfir árið með 17,2% og Hekla í því þriðja með 16,4% hlutdeild.Sala BL í apríl. Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent
Sala nýrra bíla hjá BL hefur gengið mjög vel það sem af er árinu og er eftir apríl komin í 1.818 bíla samanborið við 943 bíla á sama tíma í fyrra. Í nýliðum mánuði nam markaðshlutdeild BL á fólks- og sendibílamarkaði 27,3 prósentum og nemur hún 28 prósentum það sem af er árinu. Alls voru 675 bílar af tegundum sem BL er með umboð fyrir skráðir í apríl, 234 fleiri en í mars. Hjá Samgöngustofu voru alls skráðir 2.470 fólks- og sendibílar í aprílmánuði, 979 fleiri en í mars þegar skráður var 1.491 bíll. Skráðir bílaleigubílar eru 73% fleiri fyrstu fjóra mánuði ársins en á sama tímabili 2015, alls 2.716, þar af 1.229 í apríl. Sé litið til bílamerkja BL fyrstu fjóra mánuði ársins var salan 93% meiri en á sama tíma 2015. Toyota er í öðru sæti yfir árið með 17,2% og Hekla í því þriðja með 16,4% hlutdeild.Sala BL í apríl.
Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent