Hundruðum milljarða eytt í sjálfakandi bíla sem fáir vilja Finnur Thorlacius skrifar 6. maí 2016 15:57 Sjálfakandi Lexus bílar. Nýleg rannsókn J.D.Power og Kelly Blue Book í Bandaríkjunum leiðir í ljós að þrír af hverjum fjórum vill ekkert með sjálfakandi bíla að gera. Engu að síður eru bílaframleiðendur að eyða hundruðum milljarða króna í þróun þessháttar bíla. Margir bílaframleiðendur eru komnir mjög langt með þróun slíkra bíla og víða eru nú gerðar tilraunir með þannig búna bíla. Bílaframleiðendur telja að sjálfakandi bílar muni bæði fækka slysum og minnka umferðartafir í þéttsetnum borgum og telja því kosti þeirra umtalsverða. Flestir bílaframleiðendur hafa þó rekist á talsverðar hindranir við notkun þeirra sem eiga meðal annars rætur í illa merktum götum og akstri í myrkri. Þeir telja að eftir um áratug verði bílar þeirra mjög færir um akstur án ökumanns, en fram að því sé margt óunnið við að sannfæra bíleigendur um ágæti búnaðarins. Boston Consulting Group hefur spáð því að fjórðungur bíla sem keyptur verður árið 2035 verði búinn sjálfakandi tækni. Allt veltur það þó á því að fólk hafi áhuga á tækninni, en svo virðist ekki vera nú. Könnun J.D.Power og Kelly Blue Book sýnir að 75% aðspurðra hafi sagst aldrei ætla að kaupa sjálfakandi bíl og ástæður þess væru bæði þær að þeir treystu ekki tækninni eða hefðu mun meiri áhuga á að aka bíl sínum sjálf ánægjunnar vegna. Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent
Nýleg rannsókn J.D.Power og Kelly Blue Book í Bandaríkjunum leiðir í ljós að þrír af hverjum fjórum vill ekkert með sjálfakandi bíla að gera. Engu að síður eru bílaframleiðendur að eyða hundruðum milljarða króna í þróun þessháttar bíla. Margir bílaframleiðendur eru komnir mjög langt með þróun slíkra bíla og víða eru nú gerðar tilraunir með þannig búna bíla. Bílaframleiðendur telja að sjálfakandi bílar muni bæði fækka slysum og minnka umferðartafir í þéttsetnum borgum og telja því kosti þeirra umtalsverða. Flestir bílaframleiðendur hafa þó rekist á talsverðar hindranir við notkun þeirra sem eiga meðal annars rætur í illa merktum götum og akstri í myrkri. Þeir telja að eftir um áratug verði bílar þeirra mjög færir um akstur án ökumanns, en fram að því sé margt óunnið við að sannfæra bíleigendur um ágæti búnaðarins. Boston Consulting Group hefur spáð því að fjórðungur bíla sem keyptur verður árið 2035 verði búinn sjálfakandi tækni. Allt veltur það þó á því að fólk hafi áhuga á tækninni, en svo virðist ekki vera nú. Könnun J.D.Power og Kelly Blue Book sýnir að 75% aðspurðra hafi sagst aldrei ætla að kaupa sjálfakandi bíl og ástæður þess væru bæði þær að þeir treystu ekki tækninni eða hefðu mun meiri áhuga á að aka bíl sínum sjálf ánægjunnar vegna.
Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent