John Malkovich kynnir mynd sem verður frumsýnd eftir 100 ár Birgir Örn Steinarsson skrifar 6. maí 2016 13:29 Leikarinn John Malkovich er á leið til Frakklands til þess að vera viðstaddur kvikmyndahátíðina í Cannes sem hefst í næstu viku. Það eitt og sér er auðvitað ekki mjög fréttnæmt en erindi hans í ár er vissulega forvitnilegt. Malkovich er nefnilega að kynna kvikmynd sem ekki verður sýnd fólki fyrr en að 100 árum liðnum. Það þýðir þá líklega að allir sem að myndinni koma og allir sem kynna á verkefnið fyrir á Cannes muni aldrei fá tækifæri til þess að sjá myndina. Hér fyrir ofan má sjá stutta kynningu á verkefninu. Það er áfengisframleiðandinn Louis XIII sem framleiðir myndina en henni er leikstýrt af Robert Rodriguez sem gerði meðan annars myndirnar Sin City og Grindhouse. Um er að ræða vísindaskáldsögu þar sem kvikmyndagerðarmennirnir reyna að spá fyrir hvernig heimurinn verði eftir eina öld. Myndin verður geymd í læstum öryggisskáp sem ómögulegt verður að opna fyrr en árið 2115. Reiknað er með að hún verði sýnd í kvikmyndahúsum í nóvember það árið... verði kvikmyndahús ennþá til yfir höfuð. Bíó og sjónvarp Mest lesið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Lífið Hittast á laun Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Fleiri fréttir Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Leikarinn John Malkovich er á leið til Frakklands til þess að vera viðstaddur kvikmyndahátíðina í Cannes sem hefst í næstu viku. Það eitt og sér er auðvitað ekki mjög fréttnæmt en erindi hans í ár er vissulega forvitnilegt. Malkovich er nefnilega að kynna kvikmynd sem ekki verður sýnd fólki fyrr en að 100 árum liðnum. Það þýðir þá líklega að allir sem að myndinni koma og allir sem kynna á verkefnið fyrir á Cannes muni aldrei fá tækifæri til þess að sjá myndina. Hér fyrir ofan má sjá stutta kynningu á verkefninu. Það er áfengisframleiðandinn Louis XIII sem framleiðir myndina en henni er leikstýrt af Robert Rodriguez sem gerði meðan annars myndirnar Sin City og Grindhouse. Um er að ræða vísindaskáldsögu þar sem kvikmyndagerðarmennirnir reyna að spá fyrir hvernig heimurinn verði eftir eina öld. Myndin verður geymd í læstum öryggisskáp sem ómögulegt verður að opna fyrr en árið 2115. Reiknað er með að hún verði sýnd í kvikmyndahúsum í nóvember það árið... verði kvikmyndahús ennþá til yfir höfuð.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Lífið Hittast á laun Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Fleiri fréttir Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein