Veiði hafin í fleiri vötnum Karl Lúðvíksson skrifar 4. maí 2016 14:02 Væn bleikja úr Þingvallavatni. Mynd: www.veidikortid.is Vatnaveiðin hófst 20. apríl með opnun Þingvallavatns og síðan 21. apríl með opnun Elliðavatns en 1. maí opnuðu síðan fleiri vötn fyrir veiðimönnum. Elliðavatn opnaði alltaf 1. maí en þeirri opnun var flýtt til sumardagsins fyrsta og hafa fyrstu dagarnir yfirleitt opnað vel síðan þá en þetta vor er þó undantekning þar á þar sem heldur dræm veiði hefur verið frá opnun. Á landinu öllu er gífurlegur fjöldi vatna en þau sem eru mest stunduð eru líklega þau sem eru í Veiðikortinu en þar má nefna vinsæl og gjöful vötn eins og Þingvallavatn, Elliðavatni, Gíslholtsvatn, Hraunsfjörður, Meðalfellsvatn, Vífilstaðavatn, Kleifarvatn, Úlfljótsvatn og Haukadalsvatn. Mörg vötnin sem eru á norðurlandi eru ennþá ísi lögð og langtímaspáin inniheldur engin hlýindi svo það gæti enn verið nokkuð í að ís fari alveg af vötnum nyrðra. Listan yfir opnunartíma vatnana í Veiðikortinu má finna hér. Það er hægt og rólega að hlýna á suður og vesturlandi en veiðin tekur yfirleitt smá kipp með hverri gráðu sem það hlýnar. Besti tíminn í Þingvallavatni er núna í maí, í það minnsta fyrir þá sem eltast við urriðann, og eru dagarnir í kringum miðjan maí sérstaklega gjöfullir einhverra hluta vegna. Líkleg skýring frá þeim sem vel þekkja til er að botnlífið á grynningunum í vatninu lifnar mikið við á þessum tíma og hornsílin og smábleikjur ganga þá uppá þessar grynningar til að éta sem hraðast. Þetta veit urriðinn greinilega því það má oft sjá þá mjög nálægt landi þegar þeir eltast við bráð sína og oft með miklum látum. Bleikjan fer svo yfirleitt að taka flugurnar eftir miðjan maí. Mest lesið 99 laxar á einum degi í Miðfjarðará Veiði Mikið líf í Ölfusárósnum Veiði Gömul en fyndin saga af ungum veiðiþjófum Veiði Elliðavatn opnar á morgun Veiði Veiðimenn þurfa að búa sig vel næstu daga Veiði 99 laxa dagur í Miðfjarðará í gær Veiði Finnskt hugvit bjargar ljósmyndum af smálöxum Veiði Hvolsá og Staðarhólsá til Veiða.is Veiði 800 urriðar á land á ION svæðinu Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði
Vatnaveiðin hófst 20. apríl með opnun Þingvallavatns og síðan 21. apríl með opnun Elliðavatns en 1. maí opnuðu síðan fleiri vötn fyrir veiðimönnum. Elliðavatn opnaði alltaf 1. maí en þeirri opnun var flýtt til sumardagsins fyrsta og hafa fyrstu dagarnir yfirleitt opnað vel síðan þá en þetta vor er þó undantekning þar á þar sem heldur dræm veiði hefur verið frá opnun. Á landinu öllu er gífurlegur fjöldi vatna en þau sem eru mest stunduð eru líklega þau sem eru í Veiðikortinu en þar má nefna vinsæl og gjöful vötn eins og Þingvallavatn, Elliðavatni, Gíslholtsvatn, Hraunsfjörður, Meðalfellsvatn, Vífilstaðavatn, Kleifarvatn, Úlfljótsvatn og Haukadalsvatn. Mörg vötnin sem eru á norðurlandi eru ennþá ísi lögð og langtímaspáin inniheldur engin hlýindi svo það gæti enn verið nokkuð í að ís fari alveg af vötnum nyrðra. Listan yfir opnunartíma vatnana í Veiðikortinu má finna hér. Það er hægt og rólega að hlýna á suður og vesturlandi en veiðin tekur yfirleitt smá kipp með hverri gráðu sem það hlýnar. Besti tíminn í Þingvallavatni er núna í maí, í það minnsta fyrir þá sem eltast við urriðann, og eru dagarnir í kringum miðjan maí sérstaklega gjöfullir einhverra hluta vegna. Líkleg skýring frá þeim sem vel þekkja til er að botnlífið á grynningunum í vatninu lifnar mikið við á þessum tíma og hornsílin og smábleikjur ganga þá uppá þessar grynningar til að éta sem hraðast. Þetta veit urriðinn greinilega því það má oft sjá þá mjög nálægt landi þegar þeir eltast við bráð sína og oft með miklum látum. Bleikjan fer svo yfirleitt að taka flugurnar eftir miðjan maí.
Mest lesið 99 laxar á einum degi í Miðfjarðará Veiði Mikið líf í Ölfusárósnum Veiði Gömul en fyndin saga af ungum veiðiþjófum Veiði Elliðavatn opnar á morgun Veiði Veiðimenn þurfa að búa sig vel næstu daga Veiði 99 laxa dagur í Miðfjarðará í gær Veiði Finnskt hugvit bjargar ljósmyndum af smálöxum Veiði Hvolsá og Staðarhólsá til Veiða.is Veiði 800 urriðar á land á ION svæðinu Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði