Ný kynslóð Renault Megane mætt Finnur Thorlacius skrifar 4. maí 2016 14:15 Renault Megane er ári laglegur bíll og ekki síður í langbaksgerð hans. Til BL er nú komin ný kynslóð Renault Megane en sá bíll hefur selst ágætlega hér á landi gegnum tíðina. Megane er næsta stærð fyrir ofan hinn snaggaralega Clio en Megane má einnig fá í langbaksútfærslu. Með nýjum Megane er kominn einkar fríður bíll og ekki síður í langbaksútgáfunni. Bíllinn var stuttlega reyndur af reynsluökumanni Fréttablaðsins og sannaði bíllinn ágæti sitt í þeirri prufu. Var sá bíll með 1,2 lítra bensínvél sem skilar 130 hestöflum og fyrir vikið fjári sprækur. Hún togar heil ósköp og hraðar bílnum vel þegar hún er komin á snúning en það þarf aðeins að bíða eftir því og hröðunin ekki eins frískleg þegar vélin er ekki komin á snúning.Frábær fjöðrun og fínar eyðslutölur Eins og með marga aðra góða franska bíla er fjöðrun þessa bíls með miklum ágætum og aksturseiginleikar flottir. Þessi bíll er alveg kjörinn í bæjarumferðina en hann er líka góður ferðafélagi á lengri leiðum og fer vel með hraða. Megane má einnig fá með 1,5 lítra dísilvél sem er 110 hestöfl og eyðir aðeins 3,7 lítrum. Smávaxna bensínvélin í reynslubílnum er með uppgefna 5,3 lítra eyðslu og í reynslukastri sem aðeins fór fram innan höfuðborgarinnar, reyndist hann með 6,6 lítra eyðslu sem er afskaplega viðunandi, því nokkuð frísklega var ekið. Öflugasta gerð Megane er með 1,6 lítra bensínvél sem er 205 hestöfl og heitir bíllinn sá Megane GT EDC og er sannkallaður sportari með krafta í kögglum.Flott verð fyrir myndarlegan bílÓdýrustu gerðir bílsins er á 3.390.000 krónur og þá gildir einu hvort hann er með dísilvélinni eða minni bensínvélinni. Aðeins þarf að bæta við hundrað þúsund krónum til uppfærslu frá “sedan”-bílnum í langbaksgerðina. Vert er að minnast sérstaklega á hve sætin eru góð í Megane, enda eru franskir bílaframleiðendur þekktir fyrir góð sæti. Innrétting bílsins er fremur látlaus en þó ári lagleg. Heilmikill staðalbúnaður er í Megane og í ágætu leiðsögukerfi hans er Íslandskort. Hljóðkerfi bílsins er líka eftirtektarvert gott með 8 hátalara. Vegaskiltisnemi í bílnum tryggir það að ökumaður sér í mælaborðinu hver hámarkshraði er hverju sinni og sjaldgæft er að sjá svo flottan búnað í ekki dýrari bíl. Megane er eftirtektarverður valkostur og á flottu verði. Þar fá bílkaupendur fullvaxinn, flottan og einstaklega þægilegan bíl á 3,4 milljónir. Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent
Til BL er nú komin ný kynslóð Renault Megane en sá bíll hefur selst ágætlega hér á landi gegnum tíðina. Megane er næsta stærð fyrir ofan hinn snaggaralega Clio en Megane má einnig fá í langbaksútfærslu. Með nýjum Megane er kominn einkar fríður bíll og ekki síður í langbaksútgáfunni. Bíllinn var stuttlega reyndur af reynsluökumanni Fréttablaðsins og sannaði bíllinn ágæti sitt í þeirri prufu. Var sá bíll með 1,2 lítra bensínvél sem skilar 130 hestöflum og fyrir vikið fjári sprækur. Hún togar heil ósköp og hraðar bílnum vel þegar hún er komin á snúning en það þarf aðeins að bíða eftir því og hröðunin ekki eins frískleg þegar vélin er ekki komin á snúning.Frábær fjöðrun og fínar eyðslutölur Eins og með marga aðra góða franska bíla er fjöðrun þessa bíls með miklum ágætum og aksturseiginleikar flottir. Þessi bíll er alveg kjörinn í bæjarumferðina en hann er líka góður ferðafélagi á lengri leiðum og fer vel með hraða. Megane má einnig fá með 1,5 lítra dísilvél sem er 110 hestöfl og eyðir aðeins 3,7 lítrum. Smávaxna bensínvélin í reynslubílnum er með uppgefna 5,3 lítra eyðslu og í reynslukastri sem aðeins fór fram innan höfuðborgarinnar, reyndist hann með 6,6 lítra eyðslu sem er afskaplega viðunandi, því nokkuð frísklega var ekið. Öflugasta gerð Megane er með 1,6 lítra bensínvél sem er 205 hestöfl og heitir bíllinn sá Megane GT EDC og er sannkallaður sportari með krafta í kögglum.Flott verð fyrir myndarlegan bílÓdýrustu gerðir bílsins er á 3.390.000 krónur og þá gildir einu hvort hann er með dísilvélinni eða minni bensínvélinni. Aðeins þarf að bæta við hundrað þúsund krónum til uppfærslu frá “sedan”-bílnum í langbaksgerðina. Vert er að minnast sérstaklega á hve sætin eru góð í Megane, enda eru franskir bílaframleiðendur þekktir fyrir góð sæti. Innrétting bílsins er fremur látlaus en þó ári lagleg. Heilmikill staðalbúnaður er í Megane og í ágætu leiðsögukerfi hans er Íslandskort. Hljóðkerfi bílsins er líka eftirtektarvert gott með 8 hátalara. Vegaskiltisnemi í bílnum tryggir það að ökumaður sér í mælaborðinu hver hámarkshraði er hverju sinni og sjaldgæft er að sjá svo flottan búnað í ekki dýrari bíl. Megane er eftirtektarverður valkostur og á flottu verði. Þar fá bílkaupendur fullvaxinn, flottan og einstaklega þægilegan bíl á 3,4 milljónir.
Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent