Toyota Corolla 50 ára Finnur Thorlacius skrifar 4. maí 2016 09:24 Toyota Corolla er nú seld af elleftu kynslóð. Mest selda bílgerð heims frá upphafi, Toyota Corolla er orðin 50 ára. Það var árið 1966 sem fyrstu Corolla bílarnir fóru í sölu í heimalandinu Japan. Tveimur árum síðar hófst sala Corolla í Bandaríkjunum og strax árið 1974 var Corolla orðin mest selda bílgerð heims enda bíllinn þá seldur í 116 löndum. Í dag hafa riflega 43 milljón Toyota Corolla bílar verið framleiddir. Árið 2013 náði Corollan að verða mest selda bílgerð heims frá upphafi og hefur síðan þá bætt það met með því sem um nemur einni milljón bíla á hverju ári.Corolla framleidd í 13 löndum Árið 1983 var 10 milljónasta Corollan framleidd og árið 1986 var framleiðsla á bílnum hafin í Bandaríkjunum. Þar í landi seldust 363.332 eintök af Corolla í fyrra og jókst sala bílsins um 10% á milli ára. Heildarsalan í Evrópu í fyrra nam 69.194 bílum. Toyota Corolla er nú framleidd í þessum löndum auk Japans og Bandaríkjanna; Brasilía, Kanada, Kína, Indlandi, Pakistan- S-Afríka, Taiwan, Tæland, Vietnam, Tyrkland og Venesúela. Á tímabili Var Corolla einnig framleidd í Bretlandi og Ástralíu, en því hefur verið hætt og seldir þar nú innfluttir Corolla bílar. Toyota Corolla er nú seld af elleftu kynslóð sem kom fram árið 2012 og vinsældir bílsins eru síst að minnka. Mest lesið Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Erlent
Mest selda bílgerð heims frá upphafi, Toyota Corolla er orðin 50 ára. Það var árið 1966 sem fyrstu Corolla bílarnir fóru í sölu í heimalandinu Japan. Tveimur árum síðar hófst sala Corolla í Bandaríkjunum og strax árið 1974 var Corolla orðin mest selda bílgerð heims enda bíllinn þá seldur í 116 löndum. Í dag hafa riflega 43 milljón Toyota Corolla bílar verið framleiddir. Árið 2013 náði Corollan að verða mest selda bílgerð heims frá upphafi og hefur síðan þá bætt það met með því sem um nemur einni milljón bíla á hverju ári.Corolla framleidd í 13 löndum Árið 1983 var 10 milljónasta Corollan framleidd og árið 1986 var framleiðsla á bílnum hafin í Bandaríkjunum. Þar í landi seldust 363.332 eintök af Corolla í fyrra og jókst sala bílsins um 10% á milli ára. Heildarsalan í Evrópu í fyrra nam 69.194 bílum. Toyota Corolla er nú framleidd í þessum löndum auk Japans og Bandaríkjanna; Brasilía, Kanada, Kína, Indlandi, Pakistan- S-Afríka, Taiwan, Tæland, Vietnam, Tyrkland og Venesúela. Á tímabili Var Corolla einnig framleidd í Bretlandi og Ástralíu, en því hefur verið hætt og seldir þar nú innfluttir Corolla bílar. Toyota Corolla er nú seld af elleftu kynslóð sem kom fram árið 2012 og vinsældir bílsins eru síst að minnka.
Mest lesið Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Erlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent