Evrópumeistarinn mættur Finnur Thorlacius skrifar 3. maí 2016 15:50 Áttunda kynslóð Opel Astra er nú þegar margverðlaunaður bíll. Reynsluakstur – Opel Astra Þær gerast vart eftirsóknarverðari vegtyllurnar fyrir bílaframleiðendur en Bíll ársins í Evrópu, en þann titil ber nú ný kynslóð Opel Astra. Hann kom af nýrri kynslóð síðasta haust, þeirri áttundu reyndar en var kynntur fyrir stuttu hér á landi. Það eru engar ýkjur að segja að Opel hafi vart undan að taka við verðlaunum og viðurkenningum, sem honum hefur hlotnast frá því hann leit dagsljósið. Sagt hefur verið hingað til að Astra sé “næstumþví”-bíllinn og þá meint að hann sé með næstum jafn góða akstureiginleika og Ford Focus, næstum því eins vel smíðaður og Volkswagen Golf, næstum jafn vel smíðaður og Toyota Corolla og næstum því eins rúmgóður og Skoda Octavia. Flestir bílablaðamenn eru þó á því að hér sé kominn bíll sem jafnvel slær hinum við að öllu leiti nema rými Octavia. Það er ekki slæmur dómur og eitthvað hefur það verið sem heillaði alla þessa mörgu dómnefndarmenn frá evrópskum bílablaðatímaritum og blöðum. Víst er að Opel hefur lagt allt í sölurnar með hönnun og smíði þessa bíls sem fellur í söluhæsta flokk bíla heims. Léttist mikið milli kynslóða Það finnst glögglega í akstri nýja Astra bílsins að hann hefur lést mikið, eða um heil 200 kíló og gaman að bera saman nýju og næstsíðustu kynslóð bílsins. Hann er orðinn mun betri akstursbíll og ferlega gaman að henda honum fyrir hornin og hann ræður miklu betur við það en áður. Nýi bíllinn er svo troðinn af nýrri tækni og fítusum að slíkt á eiginlega heima í miklu dýrari bílum. Opel hefur verðlagt þennan bíl afar hóflega og er það greinilega gert til að skáka samkeppninni og það virðist að einhverju leiti hafa tekist á meginlandi Evrópu, en gríðarlegar pantanir hafa verið í bílinn allt frá því hann var kynntur og Opel hefur vart undan. Opel Astra verður í boði frá 3.190.000 kr. og mengar aðeins frá 99 g/km. Hann mun fást með miklu úrvali bensín- og dísilvéla og vali á milli misíburðarmikilla innréttinga. Mikið val góðra véla Opel Astra býðst hér á landi með tveimur bensínvélum og tveimur dísilvélum. Bensínvélarnar eru 1,0 og 1,4 lítra og 105 og 150 hestöfl. Dísilvélarnar eru báðar 1,6 lítra og 110 og 136 hestöfl. Greinarritari hefur prófað bílinn með öllum þessum vélum og eru þær einfaldlega allar góðar. Sú eyðslugrennsta er aflminni dísilvélin með uppgefna 3,7 lítra eyðslu, en allar eru þær eyðslugrannar. Stærri dísilvélin eyðir 4,5 lítrum og bensínvélarnar 4,4 og 5,1 lítra í beinskiptum útgáfum en aðeins meira með sjálfskiptingu. Koltvísýringslosun þeirra er líka til fyrirmyndar, eða frá 99 til 127 g/CO2 og því falla allar gerðir bílsins í lágan vörugjaldsflokk og bílarnir því á hagstæðu verði, eða frá 3.190.000 til 4.290.000 í alflottustu Innovation útfærslu hans með stærri dísilvélinni. Persónulega var ég hrifnastur af 150 hestafla bensínvélinni og með henni er bíllinn ári snöggur. Stærri dísilvélin er einnig frábær kostur og tog hennar er eins og í mun stærri vél. Fjöðrun Astra virðist afar vel stillt en víst er að hún er stífari en í forveranum og í flestum samkeppnisbílum Astra og það gerir bílinn einkar sportlegan. Hlaðinn tækninýjungum Þrátt fyrir að öll mál Opel Astra hafi minnkað frá fyrri kynslóð er bíllinn ákaflega rúmur og meira að segja farangursrými bílsins með því besta sem gerist í þessum stærðarflokki. Þægilegt er að sitja í öllum sætum bílsins og fótarými gott. Greinilegt er að Opel hefur lagt mikið í tækninýjungar í þessum bíl. Í honum er t.d. Opel Eye, öflugt hátæknivætt öryggiskerfi. Það lætur þig vita og grípur inní aðstæður ef bíllinn rásar yfir merkta umferðarlínu. Kerfið les líka umferðamerkin og gerir viðvart ef ekið er yfir leyfilegan hámarkshraða. Auk þess eru árekstrarvari og neyðarhemlun byggð inn í kerfið. Önnur skemmtileg nýjung er IntelliLux LED Matrix aðalljósin sem eru glampafrí og stilla sig sjálf eftir aðstæðum. Með þeim á ökumaður aldrei á hættu að blinda ökumenn sem koma á móti. Svo má í þessum bíl fá þægilegt nudd á löngum ökuferðum og innbyggður hiti, sem og loftræstingu eru í sætum. Wellness AGR nuddsætið frá Opel fékk virtan gæðastimpil í úttekt baksérfræðinga og það styður vel við bakið, nuddar, veitir hita og kælingu. Yfir það heila er óhætt að segja að Opel sé með þessum bíl kominn með frábært útspil í þessum vinsæla stærðarflokki bíla og það kemur eiginlega ekki á óvart að hann hafi hlotið vegtylluna Bíll ársins í Evrópu.Kostir: Aksturseiginleikar, staðalbúnaður, vélarÓkostir: 7,9 lítra meðaleyðsla í reynsluakstri 1,4 l. bensínvél með forþjöppu, 150 hestöfl Framhjóladrif Eyðsla: 5,1 l./100 km í bl. akstri Mengun: 117 g/km CO2 Hröðun: 8,3 sek. Hámarkshraði: 215 km/klst Verð: 3.490.000 kr. Umboð: Bílabúð BennaMikil og góð skottopnun.Snyrtilegur og flottur að innan og vandað til verks.Allt sem þarf Mest lesið Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Erlent
Reynsluakstur – Opel Astra Þær gerast vart eftirsóknarverðari vegtyllurnar fyrir bílaframleiðendur en Bíll ársins í Evrópu, en þann titil ber nú ný kynslóð Opel Astra. Hann kom af nýrri kynslóð síðasta haust, þeirri áttundu reyndar en var kynntur fyrir stuttu hér á landi. Það eru engar ýkjur að segja að Opel hafi vart undan að taka við verðlaunum og viðurkenningum, sem honum hefur hlotnast frá því hann leit dagsljósið. Sagt hefur verið hingað til að Astra sé “næstumþví”-bíllinn og þá meint að hann sé með næstum jafn góða akstureiginleika og Ford Focus, næstum því eins vel smíðaður og Volkswagen Golf, næstum jafn vel smíðaður og Toyota Corolla og næstum því eins rúmgóður og Skoda Octavia. Flestir bílablaðamenn eru þó á því að hér sé kominn bíll sem jafnvel slær hinum við að öllu leiti nema rými Octavia. Það er ekki slæmur dómur og eitthvað hefur það verið sem heillaði alla þessa mörgu dómnefndarmenn frá evrópskum bílablaðatímaritum og blöðum. Víst er að Opel hefur lagt allt í sölurnar með hönnun og smíði þessa bíls sem fellur í söluhæsta flokk bíla heims. Léttist mikið milli kynslóða Það finnst glögglega í akstri nýja Astra bílsins að hann hefur lést mikið, eða um heil 200 kíló og gaman að bera saman nýju og næstsíðustu kynslóð bílsins. Hann er orðinn mun betri akstursbíll og ferlega gaman að henda honum fyrir hornin og hann ræður miklu betur við það en áður. Nýi bíllinn er svo troðinn af nýrri tækni og fítusum að slíkt á eiginlega heima í miklu dýrari bílum. Opel hefur verðlagt þennan bíl afar hóflega og er það greinilega gert til að skáka samkeppninni og það virðist að einhverju leiti hafa tekist á meginlandi Evrópu, en gríðarlegar pantanir hafa verið í bílinn allt frá því hann var kynntur og Opel hefur vart undan. Opel Astra verður í boði frá 3.190.000 kr. og mengar aðeins frá 99 g/km. Hann mun fást með miklu úrvali bensín- og dísilvéla og vali á milli misíburðarmikilla innréttinga. Mikið val góðra véla Opel Astra býðst hér á landi með tveimur bensínvélum og tveimur dísilvélum. Bensínvélarnar eru 1,0 og 1,4 lítra og 105 og 150 hestöfl. Dísilvélarnar eru báðar 1,6 lítra og 110 og 136 hestöfl. Greinarritari hefur prófað bílinn með öllum þessum vélum og eru þær einfaldlega allar góðar. Sú eyðslugrennsta er aflminni dísilvélin með uppgefna 3,7 lítra eyðslu, en allar eru þær eyðslugrannar. Stærri dísilvélin eyðir 4,5 lítrum og bensínvélarnar 4,4 og 5,1 lítra í beinskiptum útgáfum en aðeins meira með sjálfskiptingu. Koltvísýringslosun þeirra er líka til fyrirmyndar, eða frá 99 til 127 g/CO2 og því falla allar gerðir bílsins í lágan vörugjaldsflokk og bílarnir því á hagstæðu verði, eða frá 3.190.000 til 4.290.000 í alflottustu Innovation útfærslu hans með stærri dísilvélinni. Persónulega var ég hrifnastur af 150 hestafla bensínvélinni og með henni er bíllinn ári snöggur. Stærri dísilvélin er einnig frábær kostur og tog hennar er eins og í mun stærri vél. Fjöðrun Astra virðist afar vel stillt en víst er að hún er stífari en í forveranum og í flestum samkeppnisbílum Astra og það gerir bílinn einkar sportlegan. Hlaðinn tækninýjungum Þrátt fyrir að öll mál Opel Astra hafi minnkað frá fyrri kynslóð er bíllinn ákaflega rúmur og meira að segja farangursrými bílsins með því besta sem gerist í þessum stærðarflokki. Þægilegt er að sitja í öllum sætum bílsins og fótarými gott. Greinilegt er að Opel hefur lagt mikið í tækninýjungar í þessum bíl. Í honum er t.d. Opel Eye, öflugt hátæknivætt öryggiskerfi. Það lætur þig vita og grípur inní aðstæður ef bíllinn rásar yfir merkta umferðarlínu. Kerfið les líka umferðamerkin og gerir viðvart ef ekið er yfir leyfilegan hámarkshraða. Auk þess eru árekstrarvari og neyðarhemlun byggð inn í kerfið. Önnur skemmtileg nýjung er IntelliLux LED Matrix aðalljósin sem eru glampafrí og stilla sig sjálf eftir aðstæðum. Með þeim á ökumaður aldrei á hættu að blinda ökumenn sem koma á móti. Svo má í þessum bíl fá þægilegt nudd á löngum ökuferðum og innbyggður hiti, sem og loftræstingu eru í sætum. Wellness AGR nuddsætið frá Opel fékk virtan gæðastimpil í úttekt baksérfræðinga og það styður vel við bakið, nuddar, veitir hita og kælingu. Yfir það heila er óhætt að segja að Opel sé með þessum bíl kominn með frábært útspil í þessum vinsæla stærðarflokki bíla og það kemur eiginlega ekki á óvart að hann hafi hlotið vegtylluna Bíll ársins í Evrópu.Kostir: Aksturseiginleikar, staðalbúnaður, vélarÓkostir: 7,9 lítra meðaleyðsla í reynsluakstri 1,4 l. bensínvél með forþjöppu, 150 hestöfl Framhjóladrif Eyðsla: 5,1 l./100 km í bl. akstri Mengun: 117 g/km CO2 Hröðun: 8,3 sek. Hámarkshraði: 215 km/klst Verð: 3.490.000 kr. Umboð: Bílabúð BennaMikil og góð skottopnun.Snyrtilegur og flottur að innan og vandað til verks.Allt sem þarf
Mest lesið Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Erlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent