Forstjóri Fiat Chrysler vill sameiningu við Toyota, Volkswagen eða Ford Finnur Thorlacius skrifar 3. maí 2016 10:45 Sergio Marchionne forstjóri Fiat Chrysler. Forstjóri Fiat Chrysler, Sergio Marchionne hefur lengi leitað eftir sameiningu við að annan stóran bílaframleiðanda og telur að Fiat Chrysler sé of lítill bílaframleiðandi til að geta keppt á jafnréttisgrundvelli við aðra stóra bílaframleiðendur vegna stærðarhagkvæmni þeirra. Eftir að tilraunir hans til að ná sameiningu við General Motors mistókust hefur hann hallað sér að Toyota, Volkswagen og Ford um hugsanlega sameiningu. Hvort að það tekst áður en hann lætur að störfum árið 2018 er allsendis óvíst, en hann segir að ef það verður seinna sé það höfuverkur arftaka hans. Sameining verði ekki umflúin. Hann telur að dyrnar hafi aldrei lokast fyrir sameiningu og áfram verði haldið við tilraunir til þess. Marchionne hefur reyndar nefnt einn bílaframleiðanda enn, þ.e. kóreska bílaframleiðandann Hyundai sem einnig á Kia, en að sú sameining sé ólíklegust þar sem að kóreskir framleiðendur séu almennt ekki tilbúnir til neinnar sameiningar við aðra framleiðendur. Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið The Vivienne er látin Erlent
Forstjóri Fiat Chrysler, Sergio Marchionne hefur lengi leitað eftir sameiningu við að annan stóran bílaframleiðanda og telur að Fiat Chrysler sé of lítill bílaframleiðandi til að geta keppt á jafnréttisgrundvelli við aðra stóra bílaframleiðendur vegna stærðarhagkvæmni þeirra. Eftir að tilraunir hans til að ná sameiningu við General Motors mistókust hefur hann hallað sér að Toyota, Volkswagen og Ford um hugsanlega sameiningu. Hvort að það tekst áður en hann lætur að störfum árið 2018 er allsendis óvíst, en hann segir að ef það verður seinna sé það höfuverkur arftaka hans. Sameining verði ekki umflúin. Hann telur að dyrnar hafi aldrei lokast fyrir sameiningu og áfram verði haldið við tilraunir til þess. Marchionne hefur reyndar nefnt einn bílaframleiðanda enn, þ.e. kóreska bílaframleiðandann Hyundai sem einnig á Kia, en að sú sameining sé ólíklegust þar sem að kóreskir framleiðendur séu almennt ekki tilbúnir til neinnar sameiningar við aðra framleiðendur.
Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið The Vivienne er látin Erlent