Engir venjulegir bílar á 100 ára afmælissýningu BMW hjá BL Finnur Thorlacius skrifar 19. maí 2016 09:15 BMW i8 er einn þeirra bíla sem frumsýndir verða á laugardaginn. Þýski bílaframleiðandinn BMW fagnar um þessar mundir hundrað ára afmæli sínu. Í tilefni aldarafmælisins efnir BL til stórsýningar í BMW-salnun við Sævarhöfða á laugardaginn kemur, 21. maí, þar sem frumsýndir verða fimm nýir bílar auk annarra sem BL státar af í sýningarsalnum. Hæst bera sportbílarnir BMW i8 og M2 auk flaggskipsins BMW 7 og sérstakra 100 ára afmælisútgáfa af BMW X5 og BMW 5 Series. Þá verður rafmagnsbíllinn i3 einnig frumsýndur hjá BL en hann fer í sölu hjá BL síðar á þessu ári en verður til taks fyrir reynsluakstur á laugardaginn.BMW i8 á sér engan líkan – Í tilefni afmælisársins verður rafmagnaði sportbílinn BMW i8 Plug-in Hybrid stjarna sýningarinnar. Bíllinn er einn léttasti sportbíll í heimi (1490 kg), að stórum hluta smíðaður úr koltrefjum og áli ásamt fjölmörgum umhverfisvænum efnum og nýjum tæknilausnum. Hann er fjórhjóladrifinn, búinn 131 hestafla rafmótor sem knýr framhjólin á móti þriggja strokka 231 hestafla bensínvél með tveimur forþjöppum sem knýr afturhjólin. Saman skila vélarnar 362 hestöflum, þar af 154 á hvern bensínlítra sem eru einstök afköst í flokki sportbíla. Hröðun i8 í 100 km/klst. er aðeins 4,4 sekúndur. Eldsneytiseyðsla i8 er að meðaltali 2,1 lítri á hverja 100 km og Co2 útblástur 49 gr/km. Til gamans má geta þess að i8 er búinn laserljósum að framan og stigmagnandi bremsuljósum að aftan sem verða sterkari eftir því sem stigi er fastar á bremsuhemilinn.BMW M2 - BL kynnir ennfremur nýjustu kynslóð BMW M2 sem er að margra mati hið fullkomna leikfang bílaáhugafólks sem sér ekki sólina fyrir góðum sportbílum. M2 er búinn 6 strokka 370 hestafla vél við 7 þrepa sjálfskiptingu sem beinir vélaraflinu ómenguðum beint til afturhjólanna. Togið er hvorki meira né minna en 465 Nm og er bíllinn aðeins 4,3 sekúndur í 100 km/klst.BMW i3 verður frumsýndur á laugardag og boðinn til reynsluakstur á afmælissýningunni. Sala hjá BL hefst svo síðar á þessu ári. Bíllinn er byggður á álgrind og þegar hann kom fyrst á markað árið 2013 bjó yfir langdrægari rafhlöðu en aðrir rafmagnsbílar sem þá voru á markaðnum og gerir enn sé litið til sama stærðarflokks. Í haust kemur i3 með nýrri og enn öflugri rafhlöðu sem við bestu aðstæður dregur um 300 km. BMW i3 er kraftmikill fjögurra manna bíll sem boðinn verður í tveimur útfærslum hjá BL, annars vegar sem hreinn rafmagnsbíll og hins vegar einnig með lítill ljósavél sem hleður rafmagni á rafgeyminn. Ljósvélin er ótengd drifrásnum, en gerir ökumanni kleift að aka eins marga hringi í kringum landið og hann vill því ekki þarf að koma við á hleðslustöð til að halda förinni áfram. Eldsneytiseyðsla ljósavélarinnar er aðeins 0,6 l/100 km og Co2 útblástur 12 gr/km.100 ára afmælisútgáfur – Í tilefni 100 ára afmælis BMW kynnir BL afmælisútgáfur af fjórhjóladrifnum BMW X5 og BMW 525d með ríkulegum aukahlutapakka á sérstöku afmælisverði. Meðal aukabúnaðar má nefna lyklalaust aðgengi, hitað stýrishjól, sóllúgu, 360° myndavél, mjúklokun á öllum hurðum auk þess sem BMW 5 Series verða einnig boðnir með möguleikanum til að opna skottlokið með því að lyfta fæti innundir bílinn að aftan í stað þess að nota fjarstýringuna eða taka í handfangið.Flaggskipið BMW 730d xDrive verður rúsínan í pylsuendanum á sýningu BL um helgina. Í þessum nýja forstjórabíl, eins og margir nefna hann, kristallast allar fremstu tæknilausnir sem fáir eða engir framleiðendur bjóða aðrir en BMW. Í raun eru þær svo yfirgripsmiklar að erfitt er að lýsa þeim og því verður sjón sögu ríkari nk. laugardag hjá BL.Sagan BMW í 100 árSaga BMW er mörkuð einstökum tækniframförum á sviði vélaþróunar og leiðandi gæðahönnunar sem hafa verið aðalsmerki BMW allar götur frá 1916 þegar fyrirtækið var stofnað við sameiningu þriggja iðnfyrirtækja, þar á meðal framleiðanda flugvélamótora og bílaframleiðanda.Heimsmet slegið á upphafsárunum - Á fyrstu árum BMW var þróun og framleiðsla flugvélamótoranna þungamiðjan í starfseminni og dró þá fljótlega til tíðinda því 17. júní 1919 var tvíþekju með 250 hestafla vatnskældum BMW mótor flogið í tæplega 10 km hæð. Það var heimsmet og sagði flugmaðurinn að hann hefði komist miklu hærra hefði hann tekið með sér nægar súrefnisbirgðir.Áður óþekktar línur mótorhjólsins - Í kjölfar fyrri heimstyrjaldarinnar 1918, snéri BMW sér að umfangsmikilli þróun og framleiðslu á bifhjólamótorum, til að byrja með fyrir aðra framleiðendur. En 1923 hannaði og kynnti BMW sitt eigið mótorhjól, BMW R 32 sem olli þáttaskilum vegna sportlegs og rómantísks yfirbragðs þar sem hönnunin hverfðist um mótorinn sem varð þá um leið helsta þungamiðja í útliti hjólsins. Nýbreytni BMW átti eftir að hafa mikil áhrif á aðra mótorhjólaframleiðendur.BMW 328 kom, sá og sigraði – Þrettán árum síðar, árið 1936, kom sportbíllinn BMW 328 fram á sjónarsviðið. Hann markaði nýtt upphaf í akstursíþróttum og varð sigursælasti sportbíll allra tíma á fjórða áratugnum. Hann hafði áður óþekkta snerpu og hröðun og þótti einstaklega meðfærilegur í akstri. Bíllinn var aðeins 780 kg, að miklu leyti smíðaður úr áli og með litla en snarpa 80 hestafla vél. Þetta þótti einstaklega frumlegt enda fór enginn tími til spillis á kappakstursbrautinni í Nürburgring 14. júní 1936 þar sem hann gjörsigraði keppinautana – strax fyrsta daginn sem hann var sýndur opinberlega.Hrein akstursgleði – Í lok síðustu aldar einkenndist bílamarkaðurinn enn á tveimur megingerðum bíla, annars vegar fólksbílum fyrir venjulega vegi og svo þeim sem einnig komust um erfiðar og torfærar slóðir. Um aldamótin 2000 var enn langt í þá sprengingu sem varð við innreið sportjeppanna eins og við þekkjum þá í dag. BMW reið á vaðið langt á undan öðrum bílaframleiðendum með óvæntri frumsýningu í Detroit í janúar 1999 þegar kynntur var rúmgóður fjórhjóladrifinn og sportlegur lúxusbíll sem hlaut nafnið X5. Bíllinn var búinn rómuðum aksturseiginleikum, rými og þægindum BMW en um leið mikilli torfærugetu.Skilvirkir aflgjafar fyrir umhverfið – Umhverfismál hafa löngum verið stjórnendum BMW hugleikin og hefur fyrirtækið kynnt margvíslegar tæknilausnir sem dregið hafa úr neikvæðum áhrifum á umhverfið. Sem dæmi má nefna að árið 1955 kynnti BMW Isetta sem var fyrsti fjöldaframleiddi smábíll heims sem eyddi aðeins 3 lítrum á hundarði km. Sama ár var hann jafnframt söluhæsti eins strokks bíllinn í heiminum. Árið 1973 var BMW jafnframt fyrsti bílaframleiðandinn til að setja á laggir starf framkvæmdastjóra umhverfismála til að samræma og efla áherslur BMW í málaflokknum. Árangur af þessum áherslum er m.a. sá að sl. 15 ár hefur BMW vermt efsta sætið í sjálfbærnivísitölu RobecoSAM í flokki bílaframleiðenda. Þá hefur BMW minnkað útblástur bíla sinna um 40% frá árinu 1990. meðal annars á grunni þeirrar reynslu sem aflað hefur verið undanfarna áratugi innleiddi fyrirtækið BMW Efficient Dynamics-tæknina árið 2007 sem leggur höfuðáherslu á akstursánægju og afköst en um leið lágmörkun eldsneytiseyðslu og útblásturs.Fæddur rafmagnaður - Sem rökrétt afleiðing af áherslum BMW í umhverfismálum rann upp nýtt skeið í sögu BMW árið 2013 þegar kynntur var lítill, léttur og afar þægilegur rafmagnsbíll, BMW i3 sem eins og áður segir verður sýndur nk. laugardag og til taks fyrir áhugasama sem vilja prófa þennan þægilega og kraftmikla rafmagnsbíl. Sýning BMW hjá BL verður sem áður segir nk. laugardag og stendur milli kl. 12 og 16. Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent
Þýski bílaframleiðandinn BMW fagnar um þessar mundir hundrað ára afmæli sínu. Í tilefni aldarafmælisins efnir BL til stórsýningar í BMW-salnun við Sævarhöfða á laugardaginn kemur, 21. maí, þar sem frumsýndir verða fimm nýir bílar auk annarra sem BL státar af í sýningarsalnum. Hæst bera sportbílarnir BMW i8 og M2 auk flaggskipsins BMW 7 og sérstakra 100 ára afmælisútgáfa af BMW X5 og BMW 5 Series. Þá verður rafmagnsbíllinn i3 einnig frumsýndur hjá BL en hann fer í sölu hjá BL síðar á þessu ári en verður til taks fyrir reynsluakstur á laugardaginn.BMW i8 á sér engan líkan – Í tilefni afmælisársins verður rafmagnaði sportbílinn BMW i8 Plug-in Hybrid stjarna sýningarinnar. Bíllinn er einn léttasti sportbíll í heimi (1490 kg), að stórum hluta smíðaður úr koltrefjum og áli ásamt fjölmörgum umhverfisvænum efnum og nýjum tæknilausnum. Hann er fjórhjóladrifinn, búinn 131 hestafla rafmótor sem knýr framhjólin á móti þriggja strokka 231 hestafla bensínvél með tveimur forþjöppum sem knýr afturhjólin. Saman skila vélarnar 362 hestöflum, þar af 154 á hvern bensínlítra sem eru einstök afköst í flokki sportbíla. Hröðun i8 í 100 km/klst. er aðeins 4,4 sekúndur. Eldsneytiseyðsla i8 er að meðaltali 2,1 lítri á hverja 100 km og Co2 útblástur 49 gr/km. Til gamans má geta þess að i8 er búinn laserljósum að framan og stigmagnandi bremsuljósum að aftan sem verða sterkari eftir því sem stigi er fastar á bremsuhemilinn.BMW M2 - BL kynnir ennfremur nýjustu kynslóð BMW M2 sem er að margra mati hið fullkomna leikfang bílaáhugafólks sem sér ekki sólina fyrir góðum sportbílum. M2 er búinn 6 strokka 370 hestafla vél við 7 þrepa sjálfskiptingu sem beinir vélaraflinu ómenguðum beint til afturhjólanna. Togið er hvorki meira né minna en 465 Nm og er bíllinn aðeins 4,3 sekúndur í 100 km/klst.BMW i3 verður frumsýndur á laugardag og boðinn til reynsluakstur á afmælissýningunni. Sala hjá BL hefst svo síðar á þessu ári. Bíllinn er byggður á álgrind og þegar hann kom fyrst á markað árið 2013 bjó yfir langdrægari rafhlöðu en aðrir rafmagnsbílar sem þá voru á markaðnum og gerir enn sé litið til sama stærðarflokks. Í haust kemur i3 með nýrri og enn öflugri rafhlöðu sem við bestu aðstæður dregur um 300 km. BMW i3 er kraftmikill fjögurra manna bíll sem boðinn verður í tveimur útfærslum hjá BL, annars vegar sem hreinn rafmagnsbíll og hins vegar einnig með lítill ljósavél sem hleður rafmagni á rafgeyminn. Ljósvélin er ótengd drifrásnum, en gerir ökumanni kleift að aka eins marga hringi í kringum landið og hann vill því ekki þarf að koma við á hleðslustöð til að halda förinni áfram. Eldsneytiseyðsla ljósavélarinnar er aðeins 0,6 l/100 km og Co2 útblástur 12 gr/km.100 ára afmælisútgáfur – Í tilefni 100 ára afmælis BMW kynnir BL afmælisútgáfur af fjórhjóladrifnum BMW X5 og BMW 525d með ríkulegum aukahlutapakka á sérstöku afmælisverði. Meðal aukabúnaðar má nefna lyklalaust aðgengi, hitað stýrishjól, sóllúgu, 360° myndavél, mjúklokun á öllum hurðum auk þess sem BMW 5 Series verða einnig boðnir með möguleikanum til að opna skottlokið með því að lyfta fæti innundir bílinn að aftan í stað þess að nota fjarstýringuna eða taka í handfangið.Flaggskipið BMW 730d xDrive verður rúsínan í pylsuendanum á sýningu BL um helgina. Í þessum nýja forstjórabíl, eins og margir nefna hann, kristallast allar fremstu tæknilausnir sem fáir eða engir framleiðendur bjóða aðrir en BMW. Í raun eru þær svo yfirgripsmiklar að erfitt er að lýsa þeim og því verður sjón sögu ríkari nk. laugardag hjá BL.Sagan BMW í 100 árSaga BMW er mörkuð einstökum tækniframförum á sviði vélaþróunar og leiðandi gæðahönnunar sem hafa verið aðalsmerki BMW allar götur frá 1916 þegar fyrirtækið var stofnað við sameiningu þriggja iðnfyrirtækja, þar á meðal framleiðanda flugvélamótora og bílaframleiðanda.Heimsmet slegið á upphafsárunum - Á fyrstu árum BMW var þróun og framleiðsla flugvélamótoranna þungamiðjan í starfseminni og dró þá fljótlega til tíðinda því 17. júní 1919 var tvíþekju með 250 hestafla vatnskældum BMW mótor flogið í tæplega 10 km hæð. Það var heimsmet og sagði flugmaðurinn að hann hefði komist miklu hærra hefði hann tekið með sér nægar súrefnisbirgðir.Áður óþekktar línur mótorhjólsins - Í kjölfar fyrri heimstyrjaldarinnar 1918, snéri BMW sér að umfangsmikilli þróun og framleiðslu á bifhjólamótorum, til að byrja með fyrir aðra framleiðendur. En 1923 hannaði og kynnti BMW sitt eigið mótorhjól, BMW R 32 sem olli þáttaskilum vegna sportlegs og rómantísks yfirbragðs þar sem hönnunin hverfðist um mótorinn sem varð þá um leið helsta þungamiðja í útliti hjólsins. Nýbreytni BMW átti eftir að hafa mikil áhrif á aðra mótorhjólaframleiðendur.BMW 328 kom, sá og sigraði – Þrettán árum síðar, árið 1936, kom sportbíllinn BMW 328 fram á sjónarsviðið. Hann markaði nýtt upphaf í akstursíþróttum og varð sigursælasti sportbíll allra tíma á fjórða áratugnum. Hann hafði áður óþekkta snerpu og hröðun og þótti einstaklega meðfærilegur í akstri. Bíllinn var aðeins 780 kg, að miklu leyti smíðaður úr áli og með litla en snarpa 80 hestafla vél. Þetta þótti einstaklega frumlegt enda fór enginn tími til spillis á kappakstursbrautinni í Nürburgring 14. júní 1936 þar sem hann gjörsigraði keppinautana – strax fyrsta daginn sem hann var sýndur opinberlega.Hrein akstursgleði – Í lok síðustu aldar einkenndist bílamarkaðurinn enn á tveimur megingerðum bíla, annars vegar fólksbílum fyrir venjulega vegi og svo þeim sem einnig komust um erfiðar og torfærar slóðir. Um aldamótin 2000 var enn langt í þá sprengingu sem varð við innreið sportjeppanna eins og við þekkjum þá í dag. BMW reið á vaðið langt á undan öðrum bílaframleiðendum með óvæntri frumsýningu í Detroit í janúar 1999 þegar kynntur var rúmgóður fjórhjóladrifinn og sportlegur lúxusbíll sem hlaut nafnið X5. Bíllinn var búinn rómuðum aksturseiginleikum, rými og þægindum BMW en um leið mikilli torfærugetu.Skilvirkir aflgjafar fyrir umhverfið – Umhverfismál hafa löngum verið stjórnendum BMW hugleikin og hefur fyrirtækið kynnt margvíslegar tæknilausnir sem dregið hafa úr neikvæðum áhrifum á umhverfið. Sem dæmi má nefna að árið 1955 kynnti BMW Isetta sem var fyrsti fjöldaframleiddi smábíll heims sem eyddi aðeins 3 lítrum á hundarði km. Sama ár var hann jafnframt söluhæsti eins strokks bíllinn í heiminum. Árið 1973 var BMW jafnframt fyrsti bílaframleiðandinn til að setja á laggir starf framkvæmdastjóra umhverfismála til að samræma og efla áherslur BMW í málaflokknum. Árangur af þessum áherslum er m.a. sá að sl. 15 ár hefur BMW vermt efsta sætið í sjálfbærnivísitölu RobecoSAM í flokki bílaframleiðenda. Þá hefur BMW minnkað útblástur bíla sinna um 40% frá árinu 1990. meðal annars á grunni þeirrar reynslu sem aflað hefur verið undanfarna áratugi innleiddi fyrirtækið BMW Efficient Dynamics-tæknina árið 2007 sem leggur höfuðáherslu á akstursánægju og afköst en um leið lágmörkun eldsneytiseyðslu og útblásturs.Fæddur rafmagnaður - Sem rökrétt afleiðing af áherslum BMW í umhverfismálum rann upp nýtt skeið í sögu BMW árið 2013 þegar kynntur var lítill, léttur og afar þægilegur rafmagnsbíll, BMW i3 sem eins og áður segir verður sýndur nk. laugardag og til taks fyrir áhugasama sem vilja prófa þennan þægilega og kraftmikla rafmagnsbíl. Sýning BMW hjá BL verður sem áður segir nk. laugardag og stendur milli kl. 12 og 16.
Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent