Fyrrverandi borgarstjóri leikur borgarstjórann Stefán Þór Hjartarson skrifar 14. maí 2016 09:00 Jón Gnarr er á fullu að undirbúa nýjustu afurð sína, sjónvarpsþáttinn Borgarstjórann. Vísir/Stefán Það nýjasta úr smiðju Jóns Gnarr er sjónvarpsþátturinn Borgarstjórinn sem nú er í undirbúningi og mun fara í tökur síðar í mánuðinum. Að þættinum koma margir af fremstu gamanleikurum þjóðarinnar og má búast við að þarna verði tekið á heimi pólitíkur af mikilli þekkingu og með beittum húmor enda kemur þessi þáttaröð frá fyrrverandi borgarstjóra sem hefur auðvitað verið í innsta kjarna í ráðhúsi Reykjavíkur og þekkir þar líklega hvern krók og kima. Líklega má fullyrða að í heiminum hafi grínisti sjaldan verið í þessari stöðu við skrif á þáttaröð sem þessa. „Ég vann þarna í fjögur ár og þekki þetta alveg þannig. Þetta er „inspired by a true story“. Við erum í undirbúningi, núna eru æfingar og það er verið að leita að tökustöðum. Við áætlum að fara í tökur seinna í mánuðinum. Þetta er 10 þátta sjónvarpssería sem fjallar um mann sem er borgarstjóri í Reykjavík og aðstoðarmann hans. Þetta eru svona kallar, kallarnir okkar kallar. Borgarstjórinn er nútímalegur stjórnmálamaður – hann er borgarstjóri í Reykjavík en býr í Garðabæ og er með lögheimili í Skagafirði. Þetta fjallar um dagleg ævintýri hans og aðstoðarmanns hans og hvernig þeir redda hlutum fyrir horn,“ segir Jón Gnarr spurður út í hvernig þættir Borgarstjórinn verði. Verður þarna að finna persónur sem eru teknar beint úr borgarstjórninni eins og hún var þegar þú varst borgarstjórinn – munu áhorfendur geta sett nöfn við ákveðnar persónur? „Ég myndi nú ekki segja það en það má segja að þær séu innblásnar sumar. En það sem er kannski athyglisvert við seríuna er að það eru engir stjórnmálaflokkar nefndir. Þetta er bara meirihlutinn og minnihlutinn í Reykjavík. Það sem er líka kannski svo mikilvægt við þessa seríu er að þetta er fyrsta íslenska sjónvarpsserían sem veitir innsýn í stjórnkerfið sem við búum við – hvernig stjórnkerfið virkar og hvernig ákvarðanir eru teknar og hvar þær eru teknar.“ „Pétur Jóhann leikur aðstoðarmanninn og ég leik borgarstjórann. Helga Braga Jónsdóttir leikur oddvita minnihlutans. Þorsteinn Guðmundsson er í stóru hlutverki sem formaður borgarráðs, Benedikt Erlingsson mun leika innanríkisráðherra, það er valinn maður í hverju rúmi,“ segir Jón aðspurður hverjir séu þarna í aðalhlutverkum og hvaða karaktera hver mun leika. Eins og áður sagði munu tökur á þáttunum hefjast núna síðar í mánuðinum og fyrsti þáttur verður svo sýndur í haust. Bíó og sjónvarp Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Það nýjasta úr smiðju Jóns Gnarr er sjónvarpsþátturinn Borgarstjórinn sem nú er í undirbúningi og mun fara í tökur síðar í mánuðinum. Að þættinum koma margir af fremstu gamanleikurum þjóðarinnar og má búast við að þarna verði tekið á heimi pólitíkur af mikilli þekkingu og með beittum húmor enda kemur þessi þáttaröð frá fyrrverandi borgarstjóra sem hefur auðvitað verið í innsta kjarna í ráðhúsi Reykjavíkur og þekkir þar líklega hvern krók og kima. Líklega má fullyrða að í heiminum hafi grínisti sjaldan verið í þessari stöðu við skrif á þáttaröð sem þessa. „Ég vann þarna í fjögur ár og þekki þetta alveg þannig. Þetta er „inspired by a true story“. Við erum í undirbúningi, núna eru æfingar og það er verið að leita að tökustöðum. Við áætlum að fara í tökur seinna í mánuðinum. Þetta er 10 þátta sjónvarpssería sem fjallar um mann sem er borgarstjóri í Reykjavík og aðstoðarmann hans. Þetta eru svona kallar, kallarnir okkar kallar. Borgarstjórinn er nútímalegur stjórnmálamaður – hann er borgarstjóri í Reykjavík en býr í Garðabæ og er með lögheimili í Skagafirði. Þetta fjallar um dagleg ævintýri hans og aðstoðarmanns hans og hvernig þeir redda hlutum fyrir horn,“ segir Jón Gnarr spurður út í hvernig þættir Borgarstjórinn verði. Verður þarna að finna persónur sem eru teknar beint úr borgarstjórninni eins og hún var þegar þú varst borgarstjórinn – munu áhorfendur geta sett nöfn við ákveðnar persónur? „Ég myndi nú ekki segja það en það má segja að þær séu innblásnar sumar. En það sem er kannski athyglisvert við seríuna er að það eru engir stjórnmálaflokkar nefndir. Þetta er bara meirihlutinn og minnihlutinn í Reykjavík. Það sem er líka kannski svo mikilvægt við þessa seríu er að þetta er fyrsta íslenska sjónvarpsserían sem veitir innsýn í stjórnkerfið sem við búum við – hvernig stjórnkerfið virkar og hvernig ákvarðanir eru teknar og hvar þær eru teknar.“ „Pétur Jóhann leikur aðstoðarmanninn og ég leik borgarstjórann. Helga Braga Jónsdóttir leikur oddvita minnihlutans. Þorsteinn Guðmundsson er í stóru hlutverki sem formaður borgarráðs, Benedikt Erlingsson mun leika innanríkisráðherra, það er valinn maður í hverju rúmi,“ segir Jón aðspurður hverjir séu þarna í aðalhlutverkum og hvaða karaktera hver mun leika. Eins og áður sagði munu tökur á þáttunum hefjast núna síðar í mánuðinum og fyrsti þáttur verður svo sýndur í haust.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira