Koenigsegg One:1 raðar inn metunum Finnur Thorlacius skrifar 25. maí 2016 09:30 Koenigsegg One:1 á sér fáa líka. Koenigsegg One:1 er enginn venjulegur bíll, hann er 1360 hestöfl og vegur 1.360 kíló. Því er hestafl á hvert kíló sem hann vegur og er það fáheyrt með bíla og nafn hans reyndar þannig tilkomið. Fyrir slíkan bíl er ef til vill ekkert óeðlilegt að hann setji hvert metið á fætur öðru. Þau nýjustu eru þau að á þessum bíl tókst að komast í 300 kílómetra hraða og staðnæmast aftur á litlum 17,95 sekúndum og hefur engum öðrum bíl tekist það á styttri tíma. Koenigsegg One:1 tók líka þátt í VMax 200 keppninni um daginn en hún er sérsniðin fyrir ofurbíla og reyna ökumenn þeirra þar að ná sem mestum hraða á þeirri lengd brautarinnar sem hún leyfir. Þar tókst ökumanni bílsins, Oliver Webb að ná 386 kílómetra hraða og þeim hraða hefur engum tekist að ná þar áður. Næst mun Koenigsegg One:1 verða reyndur á Nürburgring brautinni, en þar hefur nýlega loks verið aflétt hraðatakmörkunum sem í gildi hafa verið í nokkurn tíma. Því er kominn tími til að athuga hvort þessi ótrúlegi bíll setji ekki met þar einnig. Koenigsegg One:1 á einnig tímametið á Spa-Francorchamps brautinni fyrir framleiðslubíla, en Formúlu 1 bílar hafa farið hana á betri tíma. Mest lesið Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent The Vivienne er látin Erlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Erlent
Koenigsegg One:1 er enginn venjulegur bíll, hann er 1360 hestöfl og vegur 1.360 kíló. Því er hestafl á hvert kíló sem hann vegur og er það fáheyrt með bíla og nafn hans reyndar þannig tilkomið. Fyrir slíkan bíl er ef til vill ekkert óeðlilegt að hann setji hvert metið á fætur öðru. Þau nýjustu eru þau að á þessum bíl tókst að komast í 300 kílómetra hraða og staðnæmast aftur á litlum 17,95 sekúndum og hefur engum öðrum bíl tekist það á styttri tíma. Koenigsegg One:1 tók líka þátt í VMax 200 keppninni um daginn en hún er sérsniðin fyrir ofurbíla og reyna ökumenn þeirra þar að ná sem mestum hraða á þeirri lengd brautarinnar sem hún leyfir. Þar tókst ökumanni bílsins, Oliver Webb að ná 386 kílómetra hraða og þeim hraða hefur engum tekist að ná þar áður. Næst mun Koenigsegg One:1 verða reyndur á Nürburgring brautinni, en þar hefur nýlega loks verið aflétt hraðatakmörkunum sem í gildi hafa verið í nokkurn tíma. Því er kominn tími til að athuga hvort þessi ótrúlegi bíll setji ekki met þar einnig. Koenigsegg One:1 á einnig tímametið á Spa-Francorchamps brautinni fyrir framleiðslubíla, en Formúlu 1 bílar hafa farið hana á betri tíma.
Mest lesið Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent The Vivienne er látin Erlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Erlent