Þýskaland hótar að banna sölu bíla Fiat Chrysler vegna dísilvélasvindls Finnur Thorlacius skrifar 24. maí 2016 10:16 Er Fiat Chrysler í djúpum skít líkt og Volkswagen vegna dísilvélasvindls? Samkvæmt upplýsingum frá dagblaðinu Bild Am Sonntag íhuga þýsk yfirvöld að banna sölu bíla frá bílaframleiðandanum Fiat Chrysler þar sem í dísilbílum þeirra sé svindlhugbúnaður. Þessi búnaður í bílum Fiat Chrysler slekkur á sótvarnarbúnaði bílanna 22 mínútum eftir ræsingu. Þykir það afar grunsamlegt þar sem hefðbundin prófun Evrópusambandsins á sótvarnarbúnaði dísilbíla tekur 20 mínútur. Fiat Chrysler neitar þessum ásökunum, en fyrirtækið hefur neitað að ræða þessa staðreynd við þýsk yfirvöld. Það þykir þýskum yfirvöldum miður og íhugar nú einfaldlega að banna sölu bíla Fiat Chrysler í Þýskalandi. Hver fréttin rekur nú aðra varðandi svindlbúnað bílaframleiðenda í dísilbílum og víst er að þessi frétt mun ekki auka sölu dísilbíla eða áhuga almennings á að kaupa dísilbíla, að minnsta kosti þeirra sem umhugað er um umhverfið. Mest lesið Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent The Vivienne er látin Erlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Erlent
Samkvæmt upplýsingum frá dagblaðinu Bild Am Sonntag íhuga þýsk yfirvöld að banna sölu bíla frá bílaframleiðandanum Fiat Chrysler þar sem í dísilbílum þeirra sé svindlhugbúnaður. Þessi búnaður í bílum Fiat Chrysler slekkur á sótvarnarbúnaði bílanna 22 mínútum eftir ræsingu. Þykir það afar grunsamlegt þar sem hefðbundin prófun Evrópusambandsins á sótvarnarbúnaði dísilbíla tekur 20 mínútur. Fiat Chrysler neitar þessum ásökunum, en fyrirtækið hefur neitað að ræða þessa staðreynd við þýsk yfirvöld. Það þykir þýskum yfirvöldum miður og íhugar nú einfaldlega að banna sölu bíla Fiat Chrysler í Þýskalandi. Hver fréttin rekur nú aðra varðandi svindlbúnað bílaframleiðenda í dísilbílum og víst er að þessi frétt mun ekki auka sölu dísilbíla eða áhuga almennings á að kaupa dísilbíla, að minnsta kosti þeirra sem umhugað er um umhverfið.
Mest lesið Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent The Vivienne er látin Erlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Erlent