Ugla segir hjartað leita heim Guðrún Ansnes skrifar 24. maí 2016 08:00 Ugla hefur í nægu að snúast og vinnur nú til að mynda að handriti fyrir íslenska mynd í fullri lengd. Aðsend „Það var mikil og merk stund að sjá stuttmyndina mína frumsýnda í virtasta bíósal heims, umkringd fjölskyldu og vinum, samstarfsfólki og kennurum. Það gerist ekki betra,“ segir Ugla Hauksdóttir, sem á dögunum lauk leikstjórnarmámi á meistarastigi frá Columbia-háskóla í New York. Hún hlaut þrenn verðlaun við útskriftarathöfnina síðastliðinn miðvikudag, Faculty Honors, Student Select Awards og IFP Audience Awards og er Ugla að vonum yfir sig ánægð með gott gengi. „Fyrir ári bauð Chloe Lenihan, framleiðslunemandi við skólann, mér það ótrúlega tækifæri að leikstýra How Far She Went. Um ræðir stuttmynd byggða á samnefndri sögu eftir Mary Hood sem hlaut Flannary O’Connor bókmenntaverðlaunin árið 1984. Framleiðsla handritsins var stór áskorun og ögraði mér fram á ystu nöf sem leikstjóra. Okkur hlaust sá heiður að vinna með frábærum leikurum, þar á meðal Johönnu Day sem hefur verið tilnefnd til hinna virtu Tony-verðlauna. Í eftirvinnslu var myndin síðan valin til hljóðvinnslu hjá Warner Brothers Studio hérna í New York og var það enginn annar en Skip Lievsay, Óskarsverðlaunahafi fyrir Gravity, sem sá um að hljóðvinna myndina. Myndin var síðan frumsýnd núna í maí á kvikmyndahátíð Columbia University í Lincoln Center við mikil fagnaðarlæti,“ segir Ugla. „Leikstjórnarnámið í Columbia hefur verið alveg frábært og undirbúið mig vel til að vinna við kvikmyndagerð. Í náminu hef ég skrifað nokkur handrit að bíómyndum í fullri lengd en auk þess gert nokkrar stuttmyndir í samstarfi við samnemendur. Þar má til dæmis nefna stuttmyndina mína Salt (2014) sem ég skrifaði og leikstýrði og stuttmyndina Milk and Blood (2014) sem ég samskrifaði og framleiddi. Báðar stuttmyndirnar hafa verið sýndar á virtum kvikmyndahátíðum víða um heim,“ bendir Ugla á.Spurð um hvort henni hafi alla tíð verið ljóst að leikstjórastóllinn biði hennar svarar hún því að hún hafi raunar lært ljósmyndun en ekki leikstjórn. „Ég gerði svo mína fyrstu stuttmynd árið 2011 þegar ég útskrifaðist úr The Cooper Union í New York þar sem ég hafði verið að læra ljósmyndun. Ég hafði verið að taka kúrsa í tilraunakenndri stuttmyndagerð og fékk síðar hugmynd að handriti sem varð að stuttmyndinni Veru. Vera var fyrsta myndin sem ég leikstýrði og ég varð gagntekin af kvikmyndagerð þegar ég stóð þarna á tökustað með leikurunum og samstarfsfólkinu. Þar fann ég að áhugamál mín og hæfileikar komu heim og saman,“ útskýrir Ugla og heldur áfram: „Það var eitthvað heillandi við að blása lífi í handritið og vera partur af teymi fólks sem var komið saman til að skapa.“ Þess ber jafnframt að geta að Ugla hlaut kvikmyndaverðlaun skólans fyrir Veru og segir hún að þá hafi hún fundið sig á réttri braut. „Ég er byrjuð að senda How Far She Went in á kvikmyndahátíðir og við vonum að myndin muni ferðast víða. En það tekur allt langan tíma,“ segir Ugla varðandi hvað kemur til með að taka við hjá henni. Eiga Íslendingar von á að fá að berja verkið augum? „Mig langar auðvitað að sýna myndina á Íslandi þegar tækifæri gefst. Hjartað leitar jú alltaf heim. En næst á dagskrá hjá mér er að leikstýra minni fyrstu mynd í fullri lengd. Sem stendur er ég að vinna handrit að íslenskri bíómynd. Senn líður að því að ég fari að sækja um fjármögnun og leita mér að samstarfsfólki,“ segir hún glaðlega. „Þar sem ég er svona nýútskrifuð er mikill eldur í brjósti mér með að halda áfram að skapa og vinna. Það verður mikið afrek að gera bíómynd í fullri lengd og nú er kominn tími til að sanna mig.“ Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
„Það var mikil og merk stund að sjá stuttmyndina mína frumsýnda í virtasta bíósal heims, umkringd fjölskyldu og vinum, samstarfsfólki og kennurum. Það gerist ekki betra,“ segir Ugla Hauksdóttir, sem á dögunum lauk leikstjórnarmámi á meistarastigi frá Columbia-háskóla í New York. Hún hlaut þrenn verðlaun við útskriftarathöfnina síðastliðinn miðvikudag, Faculty Honors, Student Select Awards og IFP Audience Awards og er Ugla að vonum yfir sig ánægð með gott gengi. „Fyrir ári bauð Chloe Lenihan, framleiðslunemandi við skólann, mér það ótrúlega tækifæri að leikstýra How Far She Went. Um ræðir stuttmynd byggða á samnefndri sögu eftir Mary Hood sem hlaut Flannary O’Connor bókmenntaverðlaunin árið 1984. Framleiðsla handritsins var stór áskorun og ögraði mér fram á ystu nöf sem leikstjóra. Okkur hlaust sá heiður að vinna með frábærum leikurum, þar á meðal Johönnu Day sem hefur verið tilnefnd til hinna virtu Tony-verðlauna. Í eftirvinnslu var myndin síðan valin til hljóðvinnslu hjá Warner Brothers Studio hérna í New York og var það enginn annar en Skip Lievsay, Óskarsverðlaunahafi fyrir Gravity, sem sá um að hljóðvinna myndina. Myndin var síðan frumsýnd núna í maí á kvikmyndahátíð Columbia University í Lincoln Center við mikil fagnaðarlæti,“ segir Ugla. „Leikstjórnarnámið í Columbia hefur verið alveg frábært og undirbúið mig vel til að vinna við kvikmyndagerð. Í náminu hef ég skrifað nokkur handrit að bíómyndum í fullri lengd en auk þess gert nokkrar stuttmyndir í samstarfi við samnemendur. Þar má til dæmis nefna stuttmyndina mína Salt (2014) sem ég skrifaði og leikstýrði og stuttmyndina Milk and Blood (2014) sem ég samskrifaði og framleiddi. Báðar stuttmyndirnar hafa verið sýndar á virtum kvikmyndahátíðum víða um heim,“ bendir Ugla á.Spurð um hvort henni hafi alla tíð verið ljóst að leikstjórastóllinn biði hennar svarar hún því að hún hafi raunar lært ljósmyndun en ekki leikstjórn. „Ég gerði svo mína fyrstu stuttmynd árið 2011 þegar ég útskrifaðist úr The Cooper Union í New York þar sem ég hafði verið að læra ljósmyndun. Ég hafði verið að taka kúrsa í tilraunakenndri stuttmyndagerð og fékk síðar hugmynd að handriti sem varð að stuttmyndinni Veru. Vera var fyrsta myndin sem ég leikstýrði og ég varð gagntekin af kvikmyndagerð þegar ég stóð þarna á tökustað með leikurunum og samstarfsfólkinu. Þar fann ég að áhugamál mín og hæfileikar komu heim og saman,“ útskýrir Ugla og heldur áfram: „Það var eitthvað heillandi við að blása lífi í handritið og vera partur af teymi fólks sem var komið saman til að skapa.“ Þess ber jafnframt að geta að Ugla hlaut kvikmyndaverðlaun skólans fyrir Veru og segir hún að þá hafi hún fundið sig á réttri braut. „Ég er byrjuð að senda How Far She Went in á kvikmyndahátíðir og við vonum að myndin muni ferðast víða. En það tekur allt langan tíma,“ segir Ugla varðandi hvað kemur til með að taka við hjá henni. Eiga Íslendingar von á að fá að berja verkið augum? „Mig langar auðvitað að sýna myndina á Íslandi þegar tækifæri gefst. Hjartað leitar jú alltaf heim. En næst á dagskrá hjá mér er að leikstýra minni fyrstu mynd í fullri lengd. Sem stendur er ég að vinna handrit að íslenskri bíómynd. Senn líður að því að ég fari að sækja um fjármögnun og leita mér að samstarfsfólki,“ segir hún glaðlega. „Þar sem ég er svona nýútskrifuð er mikill eldur í brjósti mér með að halda áfram að skapa og vinna. Það verður mikið afrek að gera bíómynd í fullri lengd og nú er kominn tími til að sanna mig.“
Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira