Framleiðslustöðvun í verksmiðjum Toyota vegna sprengingar hjá birgja Finnur Thorlacius skrifar 31. maí 2016 13:54 Óhöppin hafa verið býsna mörg á árinu sem valdið hafa framleiðslustöðvunum hjá Toyota. Toyota hefur neyðst til að leggja niður störf í nokkrum samsetningarverksmiðjum sínum vegna sprengingar sem varð hjá einum birgja Toyota. Sprengingin varð fyrir viku síðan hjá Aisin Advics Co. sem sér verksmiðjum Toyota fyrir bremsubúnaði og hefur framleiðsla þar legið niðri síðan. Sprengingin olli engum dauðsföllum en fjórir starfsmenn voru sendir á spítala, einn þeirra alvarlega slasaður. Sprengingin hefur einnig haft áhrif á framleiðslu í verksmiðju Datsun, lágverðsmerkis Toyota. Ekki er ljóst hvaða bílgerðum þessi truflun hefur bitnað á. Framleiðsla er að hefjast aftur hjá Aisin Advics og ættu verksmiðjur Toyota að verða komnar á fullt aftur innan tveggja daga. Toyota hefur á undanförnum mánuðum neyðst til að stöðva tímabundið framleiðslu í nokkrum verksmiðjum sínum sökum jarðskjálfta, eldsvoða og nú síðasta sprengingar og engu virðist líkara en álög hvíli á þessum stóra bílaframleiðanda að undanförnu, svo tíð hafa áföllin verið. Vonandi tekst Toyota að halda ótruflaðri framleiðslu sinni út árið og áföllin að baki. Mest lesið Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent The Vivienne er látin Erlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Erlent
Toyota hefur neyðst til að leggja niður störf í nokkrum samsetningarverksmiðjum sínum vegna sprengingar sem varð hjá einum birgja Toyota. Sprengingin varð fyrir viku síðan hjá Aisin Advics Co. sem sér verksmiðjum Toyota fyrir bremsubúnaði og hefur framleiðsla þar legið niðri síðan. Sprengingin olli engum dauðsföllum en fjórir starfsmenn voru sendir á spítala, einn þeirra alvarlega slasaður. Sprengingin hefur einnig haft áhrif á framleiðslu í verksmiðju Datsun, lágverðsmerkis Toyota. Ekki er ljóst hvaða bílgerðum þessi truflun hefur bitnað á. Framleiðsla er að hefjast aftur hjá Aisin Advics og ættu verksmiðjur Toyota að verða komnar á fullt aftur innan tveggja daga. Toyota hefur á undanförnum mánuðum neyðst til að stöðva tímabundið framleiðslu í nokkrum verksmiðjum sínum sökum jarðskjálfta, eldsvoða og nú síðasta sprengingar og engu virðist líkara en álög hvíli á þessum stóra bílaframleiðanda að undanförnu, svo tíð hafa áföllin verið. Vonandi tekst Toyota að halda ótruflaðri framleiðslu sinni út árið og áföllin að baki.
Mest lesið Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent The Vivienne er látin Erlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Erlent