Aflrás BMW i8 hlaut titilinn "Vél ársins 2016“ Finnur Thorlacius skrifar 8. júní 2016 09:42 BMW i8. Hin sameiginlega aflrás í fjórhjóladrifna sportbílnum BMW i8 sem búinn er tveimur aflgjöfum, bensínvél og rafmótor, var verðlaunuð í vikunni þegar hún var kjörin vél ársins 2016 (International Engine of the Year) í þeim flokki þar sem keppa vélar frá 1,4-1,8 lítra að stærð. Verðlaunin eru enn ein staðfesting tæknilegrar getu Efficient Dynamics-vélatækninnar frá BMW sem kynnt var fyrst árið 2007, en hún leggur höfuðáherslu á akstursánægju og afköst en um leið lágmörkun eldsneytiseyðslu og útblásturs. Aflrás Plug-In Hybrid-kerfisins í BMW i8 samanstendur af 131 hestafla rafmótor sem knýr framhjólin á móti þriggja strokka 231 hestafla bensínvél með tvöfaldri forþjöppu sem knýr afturhjólin. Saman skila vélarnar 362 hestöflum, þar af 154 á hvern bensínlítra sem eru einstök afköst í flokki sportbíla. Hröðun i8 í 100 km/klst. er aðeins 4,4 sekúndur. Eldsneytiseyðslan er að meðaltali 2,1 lítri á hverja 100 km og CO2 útblástur 49 gr/km. BMW i8 er einn léttasti sportbíll í heimi, aðeins 1.490 kg, og að stórum hluta smíðaður úr koltrefjum og áli ásamt fjölmörgum umhverfisvænum efnum og nýjum tæknilausnum í samræmi við umhverfisstefnu BMW. Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent
Hin sameiginlega aflrás í fjórhjóladrifna sportbílnum BMW i8 sem búinn er tveimur aflgjöfum, bensínvél og rafmótor, var verðlaunuð í vikunni þegar hún var kjörin vél ársins 2016 (International Engine of the Year) í þeim flokki þar sem keppa vélar frá 1,4-1,8 lítra að stærð. Verðlaunin eru enn ein staðfesting tæknilegrar getu Efficient Dynamics-vélatækninnar frá BMW sem kynnt var fyrst árið 2007, en hún leggur höfuðáherslu á akstursánægju og afköst en um leið lágmörkun eldsneytiseyðslu og útblásturs. Aflrás Plug-In Hybrid-kerfisins í BMW i8 samanstendur af 131 hestafla rafmótor sem knýr framhjólin á móti þriggja strokka 231 hestafla bensínvél með tvöfaldri forþjöppu sem knýr afturhjólin. Saman skila vélarnar 362 hestöflum, þar af 154 á hvern bensínlítra sem eru einstök afköst í flokki sportbíla. Hröðun i8 í 100 km/klst. er aðeins 4,4 sekúndur. Eldsneytiseyðslan er að meðaltali 2,1 lítri á hverja 100 km og CO2 útblástur 49 gr/km. BMW i8 er einn léttasti sportbíll í heimi, aðeins 1.490 kg, og að stórum hluta smíðaður úr koltrefjum og áli ásamt fjölmörgum umhverfisvænum efnum og nýjum tæknilausnum í samræmi við umhverfisstefnu BMW.
Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent