Verksmiðjufólk VW fær bónusa þrátt fyrir dísilvélasvindlið Finnur Thorlacius skrifar 7. júní 2016 12:45 Í verksmiðju Volkswagen í Wolfsburg í Þýskalandi. Það starfsfólks em vinnur í samsetningarverksmiðjum Volkswagen en vant að fá myndarlega ársbónusa og á því verður engin breyting fyrir vinnu sína á síðasta ári. Volkswagen ætlar að verðlauna allt starfsfólk sitt með 540.000 króna bónus fyrir vinnu sína í fyrra. Í fyrra fékk starfsfólk þar reyndar 800.000 kr. bónus og því hefur hann lækkað um 260.000 krónur. Fjárhagsstaða Volkswagen hefur versnað mjög í kjölfar uppgötvunar dísilvélasvindls fyrirtækisins, en hefur samt fjárhagslegt bolmagn til að greiða starfsfólki sínu vel og bónusa ofan á föst laun. Í skýringu stjórnarmanns Volkswagen vegna greiðslu bónusanna nú sagði hann að starfsfólk hafi unnið undir miklu álagi, ekki síst vegna umræðunnar sem disilvélasvindlið hafði í för með sér, en hafi skilað frábærri vinnu og að sala Volkswagen hafi aukist á þessum erfiðu tímum, þökk sé góðu starfsfólki og því sé einfaldlega rétt að verðlauna góð störf þess. Sala Volkswagen bíla hefur aukist um 0,6% á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs, en öll önnur undirmerki Volkswagen, svo sem Audi, Porsche, Skoda, Man og Scania eru með mun meiri vöxt í sölu. Mest lesið „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Erlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent
Það starfsfólks em vinnur í samsetningarverksmiðjum Volkswagen en vant að fá myndarlega ársbónusa og á því verður engin breyting fyrir vinnu sína á síðasta ári. Volkswagen ætlar að verðlauna allt starfsfólk sitt með 540.000 króna bónus fyrir vinnu sína í fyrra. Í fyrra fékk starfsfólk þar reyndar 800.000 kr. bónus og því hefur hann lækkað um 260.000 krónur. Fjárhagsstaða Volkswagen hefur versnað mjög í kjölfar uppgötvunar dísilvélasvindls fyrirtækisins, en hefur samt fjárhagslegt bolmagn til að greiða starfsfólki sínu vel og bónusa ofan á föst laun. Í skýringu stjórnarmanns Volkswagen vegna greiðslu bónusanna nú sagði hann að starfsfólk hafi unnið undir miklu álagi, ekki síst vegna umræðunnar sem disilvélasvindlið hafði í för með sér, en hafi skilað frábærri vinnu og að sala Volkswagen hafi aukist á þessum erfiðu tímum, þökk sé góðu starfsfólki og því sé einfaldlega rétt að verðlauna góð störf þess. Sala Volkswagen bíla hefur aukist um 0,6% á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs, en öll önnur undirmerki Volkswagen, svo sem Audi, Porsche, Skoda, Man og Scania eru með mun meiri vöxt í sölu.
Mest lesið „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Erlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent