Níu Nissan Skyline urðu eldi að bráð Finnur Thorlacius skrifar 7. júní 2016 09:32 Ekki falleg aðkoma hér. Einn mest elskaði bíll meðal bílaáhugamanna er Nissan Skyline og því er eftirsjá eftir hverju eintaki af slíkum bíl sem tínir tölunni. Því var það ekki fagnaðarefni er 9 slíkir bílar brunnu í einu í Kaliforníu um daginn. Þeir voru allir geymdir í vöruhúsi sem brann og kemur hefur í ljós eftir brunann að í aðliggjandi húsi var heilmikið marijuna ræktun. Svo mikil var raforkunotkunin við ræktun þess að rafkerfi húsanna brann yfir og bæði húsin urðu eldi að bráð með öllu því sem þar var geymt. Auk þessara 9 Nissan Skyline bíla brunnu aðrir þrír japanskir sportbílar og 12 aðrir bílar. Nissan Skyline er forveri eins athygliverðasta sportbíls dagsins í dag, Nissan GT-R, bíls sem handsmíðaður er og getur att kappi við flesta ofurbíla heims, enda fer hann Nurburgring brautina á 7 mínútum og 19 sekúndum og tekur sprettinn í hundrað á 2,8 sekúndum. Reyndar fer Nismo Nissan GT-R útgáfan þann sprett á 2,1 sekúndu. Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent
Einn mest elskaði bíll meðal bílaáhugamanna er Nissan Skyline og því er eftirsjá eftir hverju eintaki af slíkum bíl sem tínir tölunni. Því var það ekki fagnaðarefni er 9 slíkir bílar brunnu í einu í Kaliforníu um daginn. Þeir voru allir geymdir í vöruhúsi sem brann og kemur hefur í ljós eftir brunann að í aðliggjandi húsi var heilmikið marijuna ræktun. Svo mikil var raforkunotkunin við ræktun þess að rafkerfi húsanna brann yfir og bæði húsin urðu eldi að bráð með öllu því sem þar var geymt. Auk þessara 9 Nissan Skyline bíla brunnu aðrir þrír japanskir sportbílar og 12 aðrir bílar. Nissan Skyline er forveri eins athygliverðasta sportbíls dagsins í dag, Nissan GT-R, bíls sem handsmíðaður er og getur att kappi við flesta ofurbíla heims, enda fer hann Nurburgring brautina á 7 mínútum og 19 sekúndum og tekur sprettinn í hundrað á 2,8 sekúndum. Reyndar fer Nismo Nissan GT-R útgáfan þann sprett á 2,1 sekúndu.
Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent