Golden State vann þrátt fyrir sögulegan dapran leik hjá Curry Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júní 2016 22:00 Stephen Curry og Klay Thompson. Vísir/Getty Stephen Curry fékk fullt hús sem mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar í körfubolta en það var þó ekki að sjá í nótt þegar fyrsti leikur lokaúrslitanna fóru fram enda bauð Curry upp á sögulega dapra frammistöðu. Golden State Warriors vann 15 stiga sigur á Cleveland Cavaliers, 104-89, í leik eitt en þennan sigur verður seint hægt að skrifa á hetju frammistöðu Stephen Curry. Stephen Curry endaði leikinn með aðeins 11 stig, hann tapaði 5 boltum og hitti aðeins úr 4 af 15 skotum sínum. Golden State tapaði meira segja þeim hluta leiksins sem hann var inná og Curry tók ekki eitt vítaskot á þeim 36 mínútum sem hann spilaði. Tölfræðingar ESPN voru fljótir að setja frammistöðu Steph í sögulegt samhengi. Þetta var nefnilega fjórða lægsta stigaskor besta leikmanns deildarinnar í úrslitaeinvígi um titilinn. Það eru aðeins þeir Bill Russell og Wilt Chamberlain sem hafa skorað minna í lokaúrslitum eftir að hafa verið kosnir bestir á sama tímabili. Bill Russell skoraði aðeins 5 stig í öðrum leik Boston Celtics og St. Louis Hawks í lokaúrslitum 1961 en hann endaði einvígið með því að vinna einvígið og skila meðaltölum upp á 17,6 stig og 28,8 fráköst í leik. Wilt Chamberlain skoraði tvisvar bara 10 stig fyrir Philadelphia 76ers í lokaúrslitunum á móti San Francisco Warriors árið 1967 en líkt og Russell þá varð hann NBA-meistari. Chamberlain var með 17,7 stig, 28,5 fráköst og 6,8 stoðsendingar að meðaltali í lokaúrslitunum sem Philadelphia 76ers vann 4-2. Stephen Curry hafði skorað yfir 30 stig í síðustu þremur leikjum á undan leiknum í nótt og í þeim hitti hann meðal annars úr 16 af 34 þriggja stiga skotum sínum eða 47 prósent skotanna. Curry var með 32,7 stig og 7,7 stoðsendingar að meðaltali í leikjunum þar sem Golden State liðið gróf sig upp úr 3-1 holu á móti Oklahoma City Thunder. Þeir félagar Stephen Curry og Klay Thompson skoruðu aðeins 20 stig saman í leiknum og klikkuðu á 19 af 27 skotum sínum. Það eru því ekki góðar fréttir fyrir leikmenn Cleveland Cavaliers að þeir geti ekki unnið Golden State þegar bestu skyttur Warriors-liðsins eru ískaldar.Steph Curry's 11 Pts are the 4th fewest in a Finals game by an MVP that played at least 30 mins. (via @EliasSports) pic.twitter.com/s5uaTotPQH— SportsCenter (@SportsCenter) June 3, 2016 Steph Curry and Klay Thompson scored just 20 combined Pts, their fewest in a win this season. (via @ESPNStatsInfo) pic.twitter.com/klPpd8wCkY— SportsCenter (@SportsCenter) June 3, 2016 Stephen Curry and Klay Thompson combined for 20 points, their fewest in a game they both played in over last 2 seasons,— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) June 3, 2016 NBA Mest lesið Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn „Átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt“ Sport Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Fleiri fréttir Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Sjá meira
Stephen Curry fékk fullt hús sem mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar í körfubolta en það var þó ekki að sjá í nótt þegar fyrsti leikur lokaúrslitanna fóru fram enda bauð Curry upp á sögulega dapra frammistöðu. Golden State Warriors vann 15 stiga sigur á Cleveland Cavaliers, 104-89, í leik eitt en þennan sigur verður seint hægt að skrifa á hetju frammistöðu Stephen Curry. Stephen Curry endaði leikinn með aðeins 11 stig, hann tapaði 5 boltum og hitti aðeins úr 4 af 15 skotum sínum. Golden State tapaði meira segja þeim hluta leiksins sem hann var inná og Curry tók ekki eitt vítaskot á þeim 36 mínútum sem hann spilaði. Tölfræðingar ESPN voru fljótir að setja frammistöðu Steph í sögulegt samhengi. Þetta var nefnilega fjórða lægsta stigaskor besta leikmanns deildarinnar í úrslitaeinvígi um titilinn. Það eru aðeins þeir Bill Russell og Wilt Chamberlain sem hafa skorað minna í lokaúrslitum eftir að hafa verið kosnir bestir á sama tímabili. Bill Russell skoraði aðeins 5 stig í öðrum leik Boston Celtics og St. Louis Hawks í lokaúrslitum 1961 en hann endaði einvígið með því að vinna einvígið og skila meðaltölum upp á 17,6 stig og 28,8 fráköst í leik. Wilt Chamberlain skoraði tvisvar bara 10 stig fyrir Philadelphia 76ers í lokaúrslitunum á móti San Francisco Warriors árið 1967 en líkt og Russell þá varð hann NBA-meistari. Chamberlain var með 17,7 stig, 28,5 fráköst og 6,8 stoðsendingar að meðaltali í lokaúrslitunum sem Philadelphia 76ers vann 4-2. Stephen Curry hafði skorað yfir 30 stig í síðustu þremur leikjum á undan leiknum í nótt og í þeim hitti hann meðal annars úr 16 af 34 þriggja stiga skotum sínum eða 47 prósent skotanna. Curry var með 32,7 stig og 7,7 stoðsendingar að meðaltali í leikjunum þar sem Golden State liðið gróf sig upp úr 3-1 holu á móti Oklahoma City Thunder. Þeir félagar Stephen Curry og Klay Thompson skoruðu aðeins 20 stig saman í leiknum og klikkuðu á 19 af 27 skotum sínum. Það eru því ekki góðar fréttir fyrir leikmenn Cleveland Cavaliers að þeir geti ekki unnið Golden State þegar bestu skyttur Warriors-liðsins eru ískaldar.Steph Curry's 11 Pts are the 4th fewest in a Finals game by an MVP that played at least 30 mins. (via @EliasSports) pic.twitter.com/s5uaTotPQH— SportsCenter (@SportsCenter) June 3, 2016 Steph Curry and Klay Thompson scored just 20 combined Pts, their fewest in a win this season. (via @ESPNStatsInfo) pic.twitter.com/klPpd8wCkY— SportsCenter (@SportsCenter) June 3, 2016 Stephen Curry and Klay Thompson combined for 20 points, their fewest in a game they both played in over last 2 seasons,— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) June 3, 2016
NBA Mest lesið Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn „Átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt“ Sport Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Fleiri fréttir Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Sjá meira