Bílar eldri en 1997 bannaðir í París Finnur Thorlacius skrifar 1. júní 2016 13:20 Allt skal reynt til að stemma stigu við mengun frá bílum í París. Í höfuðborg Frakklands, París, hefur flest verið reynt til þess að stemma stigu við mengun frá bílum. Þar hefur bílum með oddatölu í enda skráningarnúmera verið leyft að vera á ferð einn daginn og sléttu númerin þann næsta, sumir dagar alveg bílafríir, en Frakkar eru ekki að baki dottnir með nýjar hugmyndir. Þar stendur nú til að banna bíla eldri en frá 1997 að koma inní miðborgina. Enn strangari kröfur verða um mótorhjól, en þau mega ekki vera eldri en frá árinu 2000. Ljóst er að eldri bílar menga meira en yngri og þegar þeir voru framleiddir voru ekki eins strangar mengunarvarnir og eru nú og því megna nýir bílar minna. Þetta bann mun hefjast þann 1. júlí í sumar og gildir fyrir miðjuhluta Parísar á virkum dögum. Borgarstjórn Parísar hefur enfremur gefið það út að árið 2020 megi engir bílar eldri en 10 ára aka um miðborgina og því verða það aðeins bílar framleiddir árið 2011 og yngri bílar. Þó svo að aðeins 10% þeirra bíla sem aka nú um miðborg Parísar séu eldri en af árgerð 1997 eru þeir taldir ábyrgir fyrir helmingi þeirrar mengunar sem af bílum hlýst í borginni. Í París hefur ennfremur verið sett á bann stórra dísilbíla, svosem flutningabíla og rútna með dísilvél. Þetta bann með eldri bíla nú hefur þegar verið gangrýnt á þá veruna að eigendur eldri bíla séu almennt efnaminni en þeirra nýrri og því bitni bannið nú fremur á lítilmagnanum en ríka fólkið geti haldið sínu striki. Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent
Í höfuðborg Frakklands, París, hefur flest verið reynt til þess að stemma stigu við mengun frá bílum. Þar hefur bílum með oddatölu í enda skráningarnúmera verið leyft að vera á ferð einn daginn og sléttu númerin þann næsta, sumir dagar alveg bílafríir, en Frakkar eru ekki að baki dottnir með nýjar hugmyndir. Þar stendur nú til að banna bíla eldri en frá 1997 að koma inní miðborgina. Enn strangari kröfur verða um mótorhjól, en þau mega ekki vera eldri en frá árinu 2000. Ljóst er að eldri bílar menga meira en yngri og þegar þeir voru framleiddir voru ekki eins strangar mengunarvarnir og eru nú og því megna nýir bílar minna. Þetta bann mun hefjast þann 1. júlí í sumar og gildir fyrir miðjuhluta Parísar á virkum dögum. Borgarstjórn Parísar hefur enfremur gefið það út að árið 2020 megi engir bílar eldri en 10 ára aka um miðborgina og því verða það aðeins bílar framleiddir árið 2011 og yngri bílar. Þó svo að aðeins 10% þeirra bíla sem aka nú um miðborg Parísar séu eldri en af árgerð 1997 eru þeir taldir ábyrgir fyrir helmingi þeirrar mengunar sem af bílum hlýst í borginni. Í París hefur ennfremur verið sett á bann stórra dísilbíla, svosem flutningabíla og rútna með dísilvél. Þetta bann með eldri bíla nú hefur þegar verið gangrýnt á þá veruna að eigendur eldri bíla séu almennt efnaminni en þeirra nýrri og því bitni bannið nú fremur á lítilmagnanum en ríka fólkið geti haldið sínu striki.
Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent