Leitar að tré fyrir aðalhlutverk í nýrri kvikmynd Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 16. júní 2016 10:00 Hafsteinn Gunnar Sigurðsson leikstjóri myndarinnar Undir trénu. Vísir/Eyþór Myndin fjallar um nágrannadeilu sem hverfist um stórt og fallegt tré sem stendur í garði hjá miðaldra hjónum, tréð varpar skugga á sólpallinn hjá nágrönnunum og vilja þeir að tréð verði snyrt eða fellt. Þetta saklausa tré á hins vegar eftir að valda harðvítugum deilum sem fara úr böndunum,“ segir Hafsteinn Gunnar leikstjóri, spurður út í nýjustu mynd sína Undir trénu. Viðamikil leit stendur nú yfir að tré, flestöll tré koma til greina og lofar Hafsteinn Gunnar rausnarlegri greiðslu fyrir tréð sem verður fyrir valinu. „Helst viljum við garðahlyn eða silfurreyni en þó koma allar tegundir til greina, þ.e.a.s. hafi tréð rétt útlit. Í grunninn erum við að leita að krúnumiklu tré, sem er um það bil 8 til 10 metrar á hæð, með þykkum bol,“ segir Hafsteinn Gunnar og bætir við að hafi einhver í huga að fella tré í sinni eigu, sé um að gera að hafa samband og greitt verði rausnarlega fyrir tréð. Hafa má samband á netfangið katlathor@gmail.com.Viðamikil leit stendur nú yfir að rétta trénu.Fjöldi þekktra leikara fer með hlutverk í kvikmyndinni. Steindór Hróar Steindórsson, eða Steindi Jr. eins og hann er oftast kallaður, fer með hlutverk Atla, föður fjögurra ára stúlku, sem neyðist til að flytja til foreldra sinna vegna þess að hann skilur við barnsmóður sína. Smám saman dregst hann inn í deilur foreldranna við nágranna þeirra um gamla fallega tréð. Edda Björgvinsdóttir og Sigurður Sigurjónsson leika foreldrana, en með hlutverk nágrannanna fara þau Þorsteinn Bachmann og Selma Björnsdóttir. „Myndin er dramatísk þó hún sé líka fyndin, þannig að vonandi fær fólk að sjá aðrar hliðar á leikurunum heldur en það sem þeir eru áður þekktir fyrir,“ segir Hafsteinn Gunnar.Hvaðan spratt hugmyndin að handriti myndarinnar? „Handritið er eftir mig og Huldar Breiðfjörð, en mér finnst nágrannadeilur mjög heillandi fyrirbæri. Þær snúast yfirleitt um það sem skiptir engu máli í stóra samhenginu, en geta orðið mjög sorglegar og ömurlegar, en líka absúrd fyndnar á sama tíma. Í nágrannadeilum kristallast það hvernig við umgöngumst annað fólk, hvað það er að búa í samfélagi með öðrum, og það má segja að þær geti bæði dregið fram það besta og versta í fólki,“ segir Hafsteinn Gunnar, spenntur fyrir tökunum sem hefjast í lok júlímánaðar. Mest lesið Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Lífið Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Lífið Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Lífið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Fleiri fréttir Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Myndin fjallar um nágrannadeilu sem hverfist um stórt og fallegt tré sem stendur í garði hjá miðaldra hjónum, tréð varpar skugga á sólpallinn hjá nágrönnunum og vilja þeir að tréð verði snyrt eða fellt. Þetta saklausa tré á hins vegar eftir að valda harðvítugum deilum sem fara úr böndunum,“ segir Hafsteinn Gunnar leikstjóri, spurður út í nýjustu mynd sína Undir trénu. Viðamikil leit stendur nú yfir að tré, flestöll tré koma til greina og lofar Hafsteinn Gunnar rausnarlegri greiðslu fyrir tréð sem verður fyrir valinu. „Helst viljum við garðahlyn eða silfurreyni en þó koma allar tegundir til greina, þ.e.a.s. hafi tréð rétt útlit. Í grunninn erum við að leita að krúnumiklu tré, sem er um það bil 8 til 10 metrar á hæð, með þykkum bol,“ segir Hafsteinn Gunnar og bætir við að hafi einhver í huga að fella tré í sinni eigu, sé um að gera að hafa samband og greitt verði rausnarlega fyrir tréð. Hafa má samband á netfangið katlathor@gmail.com.Viðamikil leit stendur nú yfir að rétta trénu.Fjöldi þekktra leikara fer með hlutverk í kvikmyndinni. Steindór Hróar Steindórsson, eða Steindi Jr. eins og hann er oftast kallaður, fer með hlutverk Atla, föður fjögurra ára stúlku, sem neyðist til að flytja til foreldra sinna vegna þess að hann skilur við barnsmóður sína. Smám saman dregst hann inn í deilur foreldranna við nágranna þeirra um gamla fallega tréð. Edda Björgvinsdóttir og Sigurður Sigurjónsson leika foreldrana, en með hlutverk nágrannanna fara þau Þorsteinn Bachmann og Selma Björnsdóttir. „Myndin er dramatísk þó hún sé líka fyndin, þannig að vonandi fær fólk að sjá aðrar hliðar á leikurunum heldur en það sem þeir eru áður þekktir fyrir,“ segir Hafsteinn Gunnar.Hvaðan spratt hugmyndin að handriti myndarinnar? „Handritið er eftir mig og Huldar Breiðfjörð, en mér finnst nágrannadeilur mjög heillandi fyrirbæri. Þær snúast yfirleitt um það sem skiptir engu máli í stóra samhenginu, en geta orðið mjög sorglegar og ömurlegar, en líka absúrd fyndnar á sama tíma. Í nágrannadeilum kristallast það hvernig við umgöngumst annað fólk, hvað það er að búa í samfélagi með öðrum, og það má segja að þær geti bæði dregið fram það besta og versta í fólki,“ segir Hafsteinn Gunnar, spenntur fyrir tökunum sem hefjast í lok júlímánaðar.
Mest lesið Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Lífið Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Lífið Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Lífið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Fleiri fréttir Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein