Harley Davidson rafmagnshjól innan 5 ára Finnur Thorlacius skrifar 14. júní 2016 15:02 Harley Davidson rafmagnshjól. Forsvarsmenn mótorhjólaframleiðandans bandaríska Harley Davidson eru að vinna að smíði rafmagnsmótorhjóla og ætlar að koma þeim á markað innan 5 ára. Harley Davidson hefur nú þegar smíðað 40 slík hjól og kynnt þau söluaðilum um Bandaríkin. Þessi hjól hafa enn sem komið er ekki mikla drægni, eða um 80 kílómetra og þar birtist helsti vandi Harley Davidson. Fyrirtækið telur að hjól þeirra þurfi að minnsta kosti að hafa tvöfalda þá drægni til að hjólin verði seljanleg. Með nútíma rafhlöðum yrðu slík hjól æði þung og erfitt er að koma þeim fyrir á hjólunum. Væntingar eru hinsvegar um að með nýrri tækni í smíði rafhlaða verði hægt að koma langdrægari rafhlöðum fyrir á hjólunum. Það eru því ekki einungis bílaframleiðendur sem eru að huga að smíði rafknúinna ökutækja, en vandi mótorhjólaframleiðenda er stærri en bílaframleiðenda þar sem þeir bera með auðveldari hætti þungar rafhlöður. Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent
Forsvarsmenn mótorhjólaframleiðandans bandaríska Harley Davidson eru að vinna að smíði rafmagnsmótorhjóla og ætlar að koma þeim á markað innan 5 ára. Harley Davidson hefur nú þegar smíðað 40 slík hjól og kynnt þau söluaðilum um Bandaríkin. Þessi hjól hafa enn sem komið er ekki mikla drægni, eða um 80 kílómetra og þar birtist helsti vandi Harley Davidson. Fyrirtækið telur að hjól þeirra þurfi að minnsta kosti að hafa tvöfalda þá drægni til að hjólin verði seljanleg. Með nútíma rafhlöðum yrðu slík hjól æði þung og erfitt er að koma þeim fyrir á hjólunum. Væntingar eru hinsvegar um að með nýrri tækni í smíði rafhlaða verði hægt að koma langdrægari rafhlöðum fyrir á hjólunum. Það eru því ekki einungis bílaframleiðendur sem eru að huga að smíði rafknúinna ökutækja, en vandi mótorhjólaframleiðenda er stærri en bílaframleiðenda þar sem þeir bera með auðveldari hætti þungar rafhlöður.
Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent