Stal 210 milljóna Porsche 918 Spyder Finnur Thorlacius skrifar 13. júní 2016 13:42 Porsche 918 Spyder er 887 hestafla ofursportbíll sem er 2,5 sekúndur í 100. Þegar hinn 22 ára gamli Gonzalez Velasquez ákvað að stela bíl vildi hann greinilega gera það með stæl og valdi ekki það lélegasta eða ódýrasta í flokki bíla. Hann braut rúðu í bílasölu í Salt Lake City í Bandaríkjunum og náði sér í lykla af Porsche 918 Spyder bíl og ók af stað. Leiktæki hans næstu klukkutímana var því orðið 210 milljón króna ofurbíll sem er fær um að aka Nürburgring brautina á 6 mínútum og 57 sekúndum og á hraðametið á brautinni. Þessi tiltekni bíll var með Weissach pakkanum og sprautaður í Martini litunum og því býsna sjaldgæft eintak af 918. Hann er aðeins ekinn 1.275 kílómetra og af árgerð 2015. Porsche 918 Spyder er reyndar afar sjaldgæfur bíll þar sem aðeins 918 eintök af honum vorum framleidd og ekki stendur til að framleiða fleiri. Ökuferð þjófsins endaði 6 klukkutímum síðar og það aðeins þremur kílómetrum frá staðnum þar sem honum var stolið. Var þjófurinn færður undir lás og slá, en bíllinn var alveg óskemmdur. Söluumboð bílsins hefur ef til vill með þessu lært eina lexíu, en það er að geyma lyklana af slíkum ofurbílum á öruggari og ekki eins áberandi stöðum. Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Árásarmaðurinn skotinn til bana Erlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent
Þegar hinn 22 ára gamli Gonzalez Velasquez ákvað að stela bíl vildi hann greinilega gera það með stæl og valdi ekki það lélegasta eða ódýrasta í flokki bíla. Hann braut rúðu í bílasölu í Salt Lake City í Bandaríkjunum og náði sér í lykla af Porsche 918 Spyder bíl og ók af stað. Leiktæki hans næstu klukkutímana var því orðið 210 milljón króna ofurbíll sem er fær um að aka Nürburgring brautina á 6 mínútum og 57 sekúndum og á hraðametið á brautinni. Þessi tiltekni bíll var með Weissach pakkanum og sprautaður í Martini litunum og því býsna sjaldgæft eintak af 918. Hann er aðeins ekinn 1.275 kílómetra og af árgerð 2015. Porsche 918 Spyder er reyndar afar sjaldgæfur bíll þar sem aðeins 918 eintök af honum vorum framleidd og ekki stendur til að framleiða fleiri. Ökuferð þjófsins endaði 6 klukkutímum síðar og það aðeins þremur kílómetrum frá staðnum þar sem honum var stolið. Var þjófurinn færður undir lás og slá, en bíllinn var alveg óskemmdur. Söluumboð bílsins hefur ef til vill með þessu lært eina lexíu, en það er að geyma lyklana af slíkum ofurbílum á öruggari og ekki eins áberandi stöðum.
Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Árásarmaðurinn skotinn til bana Erlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent