Genesis lúxusmerki Hyundai ekki selt í Evrópu þennan áratuginn Finnur Thorlacius skrifar 13. júní 2016 10:18 Genesis bíll frá Hyundai. Í fyrra tilkynnti Hyundai að fyrirtækið hefði stofnað sérstaka lúxusbíladeild innan fyrirtækisins sem fékk nafnið Genesis. Þetta lúxusbílamerki stofnaði Hyundai að mestu til að herja á Bandaríkjamarkað, líkt og Toyota gerði fyrstu með Lexus lúxusbílamerki sitt. Genesis bílar verða þó seldir víðar en í Bandaríkjunum, eða í Kína, S-Kóreu og miðausturlöndum. Bið verður á því að Hyundai bjóði Genesis bíla á erfiðasta bílamarkaði heims, í Evrópu. Hyundai segir að það verði ekki á þessum áratug en líklega fljótlega á þeim næsta. Ástæða þess er að Hyundai skortir samkeppnishæfar vélar í bílana og að engir jeppar og jepplingar eru að finna í bílaúrvali Genesis, heldur eingöngu stórir fólksbílar. Hyndai stefnir hinsvegar að því að bjóða 6 mismunandi bílgerðir Genesis við upphaf næsta áratugar og þá verði bílaúrval merkisins orðið fært um að keppa við hinn erfiða lúxusbílamarkað Evrópu sem telur meðal annars lúxusbílamerkin Mercedes Benz, BMW, Audi og Porsche. Meðal þessara sex bíla verða þá tvær gerðir jepplinga. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent
Í fyrra tilkynnti Hyundai að fyrirtækið hefði stofnað sérstaka lúxusbíladeild innan fyrirtækisins sem fékk nafnið Genesis. Þetta lúxusbílamerki stofnaði Hyundai að mestu til að herja á Bandaríkjamarkað, líkt og Toyota gerði fyrstu með Lexus lúxusbílamerki sitt. Genesis bílar verða þó seldir víðar en í Bandaríkjunum, eða í Kína, S-Kóreu og miðausturlöndum. Bið verður á því að Hyundai bjóði Genesis bíla á erfiðasta bílamarkaði heims, í Evrópu. Hyundai segir að það verði ekki á þessum áratug en líklega fljótlega á þeim næsta. Ástæða þess er að Hyundai skortir samkeppnishæfar vélar í bílana og að engir jeppar og jepplingar eru að finna í bílaúrvali Genesis, heldur eingöngu stórir fólksbílar. Hyndai stefnir hinsvegar að því að bjóða 6 mismunandi bílgerðir Genesis við upphaf næsta áratugar og þá verði bílaúrval merkisins orðið fært um að keppa við hinn erfiða lúxusbílamarkað Evrópu sem telur meðal annars lúxusbílamerkin Mercedes Benz, BMW, Audi og Porsche. Meðal þessara sex bíla verða þá tvær gerðir jepplinga.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent