10 verðmætustu bílamerkin Finnur Thorlacius skrifar 10. júní 2016 09:04 Merki Toyota er langverðmætasta bílamerki heims. Á hverju ári er kannað í Bandaríkjunum hvaða bílamerki eru þau verðmætustu í hugum almennings. Sem oft áður er það Toyota sem vermir efsta sæti listans, nú fjórða árið í röð. Þar á eftir koma svo bílamerkin BMW, Mercedes Benz, Honda og Ford. Athygli vekur að Volkswagen dettur útaf lista þeirra 10 verðmætustu í kjölfar dísilvélasvindlsins og í stað þess kemur Tesla nýtt inná listann góða, í tíunda sætinu. Er verðmæti Tesla merkisins metið á 4,4 milljarða dollara en Toyota á 29,5 milljarða dollara, eða á 3.630 milljarða króna. Á eftir Ford í sjötta sæti kemur svo Nissan, síðan Audi, svo Land Rover, þá Porsche og Tesla í því tíunda. Einnig vekur athygli að aðeins tvö bandarísk bílmerki ná inná þenna topp 10 lista, eða Ford og Tesla, en 4 þýsk og 3 japönsk. Land Rover er í eigu indverskra eigenda, þ.e. Tata Motors, þó svo bílamerkið sé breskt. Mest lesið Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Erlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Erlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent
Á hverju ári er kannað í Bandaríkjunum hvaða bílamerki eru þau verðmætustu í hugum almennings. Sem oft áður er það Toyota sem vermir efsta sæti listans, nú fjórða árið í röð. Þar á eftir koma svo bílamerkin BMW, Mercedes Benz, Honda og Ford. Athygli vekur að Volkswagen dettur útaf lista þeirra 10 verðmætustu í kjölfar dísilvélasvindlsins og í stað þess kemur Tesla nýtt inná listann góða, í tíunda sætinu. Er verðmæti Tesla merkisins metið á 4,4 milljarða dollara en Toyota á 29,5 milljarða dollara, eða á 3.630 milljarða króna. Á eftir Ford í sjötta sæti kemur svo Nissan, síðan Audi, svo Land Rover, þá Porsche og Tesla í því tíunda. Einnig vekur athygli að aðeins tvö bandarísk bílmerki ná inná þenna topp 10 lista, eða Ford og Tesla, en 4 þýsk og 3 japönsk. Land Rover er í eigu indverskra eigenda, þ.e. Tata Motors, þó svo bílamerkið sé breskt.
Mest lesið Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Erlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Erlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent