Nýr Porsche Panamera fór Nürburgring á 7:38 Finnur Thorlacius skrifar 29. júní 2016 10:36 Ný kynslóð Porsche Panamera bílsins er um þessar mundir að koma á göturnar og bíllinn er þegar farinn að slá metin. Porsche Panamera Turbo á nú metið á Nürburgring brautinni fyrir fjöldaframleidda lúxusbíla og fór hringinn á litlum 7 mínútum og 38 sekúndum. Það er svipaður tími og ofurbílarnir Lexus LFA og Lamborghini Gallardo LP 570-4 hafa náð, en hafa verður í huga að Porsche Panamera er 4 sæta lúxusbíll og alls ekki hannaður sem keppnisbíll á akstursbrautum. Það sýnir best þá ótrúlegu aksturseiginleika sem Porsche nær að kalla fram í bílum sínum. Auk þess er Panamera fremur þungur bíll með öllum sínum lúxus og víst er að hann er stór og með ágætis skott að auki. Þvílík framístaða hjá Porsche. Sjá má akstur Panamera bílsins á Nürburgring brautinni við metsláttinn hér að ofan. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent
Ný kynslóð Porsche Panamera bílsins er um þessar mundir að koma á göturnar og bíllinn er þegar farinn að slá metin. Porsche Panamera Turbo á nú metið á Nürburgring brautinni fyrir fjöldaframleidda lúxusbíla og fór hringinn á litlum 7 mínútum og 38 sekúndum. Það er svipaður tími og ofurbílarnir Lexus LFA og Lamborghini Gallardo LP 570-4 hafa náð, en hafa verður í huga að Porsche Panamera er 4 sæta lúxusbíll og alls ekki hannaður sem keppnisbíll á akstursbrautum. Það sýnir best þá ótrúlegu aksturseiginleika sem Porsche nær að kalla fram í bílum sínum. Auk þess er Panamera fremur þungur bíll með öllum sínum lúxus og víst er að hann er stór og með ágætis skott að auki. Þvílík framístaða hjá Porsche. Sjá má akstur Panamera bílsins á Nürburgring brautinni við metsláttinn hér að ofan.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent