Dumas vann Pikes Peak Finnur Thorlacius skrifar 28. júní 2016 15:11 Romain Dumas sigurreyfur á toppi Pikes Peak. Aðeins viku eftir að Frakkinn Romain Dumas vann 24 tíma þolaksturinn í Le Mans náði hann einnig að vinna brekkuklifurkeppnina Pikes Peak í Colorado í Bandaríkjunum í gær. Hann ók rafmagnsbílnum Honda Drive eO PP03 upp 20 kílómetra leiðina upp fjallið á 8 mínútum og 51,4 sekúndum og var 5 sekúndum fljótari en Rhys Millen, sem einnig ók rafdrifnum bíl. Meðalhraði hans á leiðinni var 130,8 km/klst. Þetta var annar sigur Romain Dumas í Pikes Peak keppninni, en hann vann hana einnig fyrir tveimur árum. Dumas sagðist hafa ekið mjög djarflega á fyrstu tveimur þriðju leiðarinnar og lagt grunninn að sigri sínum þar, en á síðasta þriðjungnum hafi hann farið mun varlegar þar sem ökumönnum hafi ekki leyfst að æfa akstur upp síðasta þriðjunginn. Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent
Aðeins viku eftir að Frakkinn Romain Dumas vann 24 tíma þolaksturinn í Le Mans náði hann einnig að vinna brekkuklifurkeppnina Pikes Peak í Colorado í Bandaríkjunum í gær. Hann ók rafmagnsbílnum Honda Drive eO PP03 upp 20 kílómetra leiðina upp fjallið á 8 mínútum og 51,4 sekúndum og var 5 sekúndum fljótari en Rhys Millen, sem einnig ók rafdrifnum bíl. Meðalhraði hans á leiðinni var 130,8 km/klst. Þetta var annar sigur Romain Dumas í Pikes Peak keppninni, en hann vann hana einnig fyrir tveimur árum. Dumas sagðist hafa ekið mjög djarflega á fyrstu tveimur þriðju leiðarinnar og lagt grunninn að sigri sínum þar, en á síðasta þriðjungnum hafi hann farið mun varlegar þar sem ökumönnum hafi ekki leyfst að æfa akstur upp síðasta þriðjunginn.
Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent