Nýr Renault Alaskan pallbíll Finnur Thorlacius skrifar 28. júní 2016 14:11 Renault kynnti tilraunabíl með nafnið Alaskan síðasta september, en nú virðist sem hann sé tilbúinn til fjöldaframleiðslu. Bíllinn hefur ekki mikið breyst miðað við þær myndir sem hér sjást. Þessi bíll er byggður á undirvagni Nissan Navara pallbílnum, enda er samstarf Renault og Nissan mikið. Alaskan verður í boði bæði með fjórhjóladrifi og framhjóladrifi og á að geta borið 1 tonn á pallinum. Hann verður með fremur smáa 1,6 lítra dísilvél sem fæst bæði í 135 og 165 hestafla útgáfum. Til stendur hjá Renault að kynna bílinn á fimmtudaginn í Medellin í Kólumbíu. Hann verður reyndar seldur um allan heim, ólíkt Dacia Duster Oroch sem aðeins verður seldur í S-Ameríku. Alaskan pallbíllinn verður í boði í meira en einu útliti því nokkrar gerðir bílsins verða í boði. Alaskan er bæði ætlaður sem atvinnubíll og til einkaeigu fyrir ævintýragjarna eigendur sem vilja komast útí náttúruna. Sjá má stutt kynningarmyndband um bílinn hér að ofan.Alls ekki ólaglegur pallbíll hér, Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent
Renault kynnti tilraunabíl með nafnið Alaskan síðasta september, en nú virðist sem hann sé tilbúinn til fjöldaframleiðslu. Bíllinn hefur ekki mikið breyst miðað við þær myndir sem hér sjást. Þessi bíll er byggður á undirvagni Nissan Navara pallbílnum, enda er samstarf Renault og Nissan mikið. Alaskan verður í boði bæði með fjórhjóladrifi og framhjóladrifi og á að geta borið 1 tonn á pallinum. Hann verður með fremur smáa 1,6 lítra dísilvél sem fæst bæði í 135 og 165 hestafla útgáfum. Til stendur hjá Renault að kynna bílinn á fimmtudaginn í Medellin í Kólumbíu. Hann verður reyndar seldur um allan heim, ólíkt Dacia Duster Oroch sem aðeins verður seldur í S-Ameríku. Alaskan pallbíllinn verður í boði í meira en einu útliti því nokkrar gerðir bílsins verða í boði. Alaskan er bæði ætlaður sem atvinnubíll og til einkaeigu fyrir ævintýragjarna eigendur sem vilja komast útí náttúruna. Sjá má stutt kynningarmyndband um bílinn hér að ofan.Alls ekki ólaglegur pallbíll hér,
Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent