Norski olíusjóðurinn kærir Volkswagen vegna dísilvélasvindlsins Finnur Thorlacius skrifar 27. júní 2016 15:48 Í höfuðstöðvum Volkswagen í Wolfsburg. Stærsti einstaki sjóður í heimi, norski olíusjóðurinn á 1,02% í Volkswagen bílasamstæðunni. Þegar upp komst um dísilvélasvindl Volkswagen síðasta haust lækkuðu hlutabréf í Volkwagen umtalsvert og tapaði olíusjóðurinn mikið á þeirri lækkun. Nú hafa forsvarsmenn olíusjóðsins kært Volkswagen vegna svindlsins, rétt eins og margur annar hluthafinn í Volkswagen. Þó svo norski olíusjóðurinn eigi 1,02% í Volkswagen hefur hann ekki rétt á stjórnarsetu í Volkswagen og hefur gagnrýnt það fyrirkomulag að Porsche og Piech fjölskyldurnar, sem eiga 31,5% í Volkswagen, skuli ráða 50,7% atkvæða í stjórn fyrirtækisins. Höfðu forsvarsmenn sjóðsins skrifað Volkswagen bréf vegna áhyggja af þessu fyrirkomulagi og það löngu fyrir uppgötvun dísilvélasvindlsins. Svo virðist sem þær áhyggjur hafi verið réttmætar og ef til vill hefði mátt koma í veg fyrir þennan stóra skandal hjá Volkswagen með annarri stjórnarskipan en hefur verið við líði þar síðustu ár. Mest lesið Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent
Stærsti einstaki sjóður í heimi, norski olíusjóðurinn á 1,02% í Volkswagen bílasamstæðunni. Þegar upp komst um dísilvélasvindl Volkswagen síðasta haust lækkuðu hlutabréf í Volkwagen umtalsvert og tapaði olíusjóðurinn mikið á þeirri lækkun. Nú hafa forsvarsmenn olíusjóðsins kært Volkswagen vegna svindlsins, rétt eins og margur annar hluthafinn í Volkswagen. Þó svo norski olíusjóðurinn eigi 1,02% í Volkswagen hefur hann ekki rétt á stjórnarsetu í Volkswagen og hefur gagnrýnt það fyrirkomulag að Porsche og Piech fjölskyldurnar, sem eiga 31,5% í Volkswagen, skuli ráða 50,7% atkvæða í stjórn fyrirtækisins. Höfðu forsvarsmenn sjóðsins skrifað Volkswagen bréf vegna áhyggja af þessu fyrirkomulagi og það löngu fyrir uppgötvun dísilvélasvindlsins. Svo virðist sem þær áhyggjur hafi verið réttmætar og ef til vill hefði mátt koma í veg fyrir þennan stóra skandal hjá Volkswagen með annarri stjórnarskipan en hefur verið við líði þar síðustu ár.
Mest lesið Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent