Annað slys Tesla bíls með sjálfstýringu Finnur Thorlacius skrifar 7. júlí 2016 10:20 Tesla Model X. Þann 1. júlí varð dauðaslys í Bandaríkjunum er eigandi Tesla Model S bíls var með sjálfstýringuna á og var það fyrsta dauðaslys sem vitað er um þar sem sjálfstýring bílsins var á. Nú hefur annað slys hent í Tesla bíl með sjálfstýringuna við völd, í þetta skiptið í Tesla Model X bíl. Enginn lést í slysinu sem átti sér stað í Pennsilvania ríki í Bandaríkjunum. Tesla Model X bíllinn ók á vegrið og hentist við það yfir á öfugan vegarhelming og þaðan á steypt vegrið, valt og endaði á þakinu. Þeir tveir sem voru í bílnum sluppu að mestu ómeiddir. Rannsókn er hafin á því hvort rétt hafi verið greint frá hjá eigandi bílsins að sjálfstýring hans hafi verið við stjórnvölinn og ekki eru enn nægar sannanir til að fullyrða að svo hafi verið, en eigandinn fullyrðir þó að þannig hafi verið í pottinn búið. Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent
Þann 1. júlí varð dauðaslys í Bandaríkjunum er eigandi Tesla Model S bíls var með sjálfstýringuna á og var það fyrsta dauðaslys sem vitað er um þar sem sjálfstýring bílsins var á. Nú hefur annað slys hent í Tesla bíl með sjálfstýringuna við völd, í þetta skiptið í Tesla Model X bíl. Enginn lést í slysinu sem átti sér stað í Pennsilvania ríki í Bandaríkjunum. Tesla Model X bíllinn ók á vegrið og hentist við það yfir á öfugan vegarhelming og þaðan á steypt vegrið, valt og endaði á þakinu. Þeir tveir sem voru í bílnum sluppu að mestu ómeiddir. Rannsókn er hafin á því hvort rétt hafi verið greint frá hjá eigandi bílsins að sjálfstýring hans hafi verið við stjórnvölinn og ekki eru enn nægar sannanir til að fullyrða að svo hafi verið, en eigandinn fullyrðir þó að þannig hafi verið í pottinn búið.
Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent