Er Skoda á leið til Bandaríkjanna? Finnur Thorlacius skrifar 5. júlí 2016 12:45 Skoda Superb. Fyrir ríflega 50 árum hætti Skoda að selja bíla í Bandaríkjunum og hafa þeir ekki verið til sölu þar síðan. Það gæti þó verið að breytast því Skoda hefur sótt um einkaleyfi á nöfnunum Superb, Octavia og Yeti í Bandaríkjunum og það bendir sterklega til þess að Skoda hugi að innflutningi og sölu á bílum sínum vestanhafs. Umsókn um einkaleyfin þurfa þó ekki að þýða að sala þeirra hefjist þar heldur að Skoda vilji eingöngu vernda þessi bílnöfn svo fyrirtækið missi þau ekki til keppinauta, hvað sem síðar verður. Sumir hafa velt fyrir sér að það að selja Skoda bíla væri gæfulegt spor hjá eiganda Skoda, Volkswagen. Volkswagen á undir högg að sækja með sölu bíla sinna í Bandaríkjunum eftir uppgötvun díslvélasvindls þeirra. Því gæti verið meira vit í að markaðssetja þar nýtt merki sem þó tilheyrir Volkswagen bílasamstæðunni. Ennfremur eru bílar Skoda skynsamlega hannaðir og fremur ódýrir bílar sem auðveldlega eiga erindi á markað í Bandaríkjunum. Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent
Fyrir ríflega 50 árum hætti Skoda að selja bíla í Bandaríkjunum og hafa þeir ekki verið til sölu þar síðan. Það gæti þó verið að breytast því Skoda hefur sótt um einkaleyfi á nöfnunum Superb, Octavia og Yeti í Bandaríkjunum og það bendir sterklega til þess að Skoda hugi að innflutningi og sölu á bílum sínum vestanhafs. Umsókn um einkaleyfin þurfa þó ekki að þýða að sala þeirra hefjist þar heldur að Skoda vilji eingöngu vernda þessi bílnöfn svo fyrirtækið missi þau ekki til keppinauta, hvað sem síðar verður. Sumir hafa velt fyrir sér að það að selja Skoda bíla væri gæfulegt spor hjá eiganda Skoda, Volkswagen. Volkswagen á undir högg að sækja með sölu bíla sinna í Bandaríkjunum eftir uppgötvun díslvélasvindls þeirra. Því gæti verið meira vit í að markaðssetja þar nýtt merki sem þó tilheyrir Volkswagen bílasamstæðunni. Ennfremur eru bílar Skoda skynsamlega hannaðir og fremur ódýrir bílar sem auðveldlega eiga erindi á markað í Bandaríkjunum.
Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent