Fyrsti 350 hestafla Ford Focus RS kominn á göturnar Finnur Thorlacius skrifar 5. júlí 2016 09:24 Brimborg hefur nú afhent fyrsta Ford Focus RS bílinn, en þessi gerð Focus er öflugasta gerð bílsins og heil 350 hestöfl. Verð þessar bíls er tiltölulega hófsamt fyrir svo öflugan bíl, eða 6.990.000 kr. og erfitt hér á landi að finna svo öflugan bíl á svo lágu verði af nokkurri bílgerð. Ford Focus RS hefur fengið frábæra dóma bílablaðamanna um allan heim og því lék greinarritara forvitni að vita hvort fótur væri fyrir þeim dómum og fékk því að reyna gripinn. Sem dæmi hefur bílablað Top Gear valið hann sem besta bíl ársins af árgerð 2016 og átti ekkert nema fín orð til að lýsa bílnum.Vélin gerð til að snúast hratt Fyrir það fyrsta er bíllinn afar mikið fyrir augað og krafturinn skín af honum. Þegar í hann er sest er alveg ljóst að þá á að halda ökumanni á sínum stað við aksturinn því sætin njörva ökumann niður og ekki veitir af þegar af stað er farið. Afl bílsins er hreinlega hlægilegt og gaman að láta hann snúast rösklega. Afl vélarinnar, sem er 2,3 lítra EcoBoost vél með forþjöppu, kemur ekki í ljós við lágan snúning en þegar hún er látin snúast rösklega kemur gríðarlegt afl í ljós og þessari vél er ætlað að snúast hratt og á mjög háum snúningi er hún öskrandi kraftaköggull. Yndislegt er að láta bílinn fara hratt í beygjur með sitt fjórhjóladrif, enda ekkert vit að beina svo miklu afli á annan öxul bílsins.Liggur eins og klessa Ford Focus RS liggur eins og klessa og stýringin er mjög nákvæm. Ford hefur lukkast einkar vel að stilla stýringu þessa bíls og breið dekk hans gera það að verkum að hann missir afar seint grip. Bremsur bílsins eru einnig mjög góðar og ekki veitir af. Fjöðrun bílsins er fremur hörð en ekki þó það hörð að óþægilegt sé. Þarna hefur Ford einnig fundið góðan milliveg og hægt er að aka bílnum eins og hverjum öðrum borgarbíl á þægilegan hátt en þegar skal á honum tekið er hann tilbúinn til þess í einu og öllu. Brimborg hefur einnig hafið innflutning á minni bróður RS en sá ber stafina ST og er 250 hestöfl. Hann er einnig á fínu verði fyrir svo öflugan bíl, en eðlilega eftirbátur þess gríðaröfluga. Verð hans er 5.390.000 kr.Framleiðir Ford enn öflugri Focus? Svo mikil er eftirspurnin eftir kraftatröllinu Ford Focus RS að fyrirtækið þarf að auka við fyrirætlaða framleiðslu sína á bílnum. Mest er eftirspurnin eftir bílnum í Bretlandi og þar ætlaði Ford að selja 4.000 bíla en þarf að auka hana um minnst 1.000 bíla. Langur biðlisti er þar eftir bílnum og þeir sem panta hann núna þurfa líklega að bíða í 12 til 14 mánuði eftir að fá hann afhentan. Ford er að íhuga að framleiða enn öflugri gerð Ford Focus, þ.e. RS500 og ef af því verður mun sá bíll verða sneggsti fjöldaframleiddi stallbakur í heimi. Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent
Brimborg hefur nú afhent fyrsta Ford Focus RS bílinn, en þessi gerð Focus er öflugasta gerð bílsins og heil 350 hestöfl. Verð þessar bíls er tiltölulega hófsamt fyrir svo öflugan bíl, eða 6.990.000 kr. og erfitt hér á landi að finna svo öflugan bíl á svo lágu verði af nokkurri bílgerð. Ford Focus RS hefur fengið frábæra dóma bílablaðamanna um allan heim og því lék greinarritara forvitni að vita hvort fótur væri fyrir þeim dómum og fékk því að reyna gripinn. Sem dæmi hefur bílablað Top Gear valið hann sem besta bíl ársins af árgerð 2016 og átti ekkert nema fín orð til að lýsa bílnum.Vélin gerð til að snúast hratt Fyrir það fyrsta er bíllinn afar mikið fyrir augað og krafturinn skín af honum. Þegar í hann er sest er alveg ljóst að þá á að halda ökumanni á sínum stað við aksturinn því sætin njörva ökumann niður og ekki veitir af þegar af stað er farið. Afl bílsins er hreinlega hlægilegt og gaman að láta hann snúast rösklega. Afl vélarinnar, sem er 2,3 lítra EcoBoost vél með forþjöppu, kemur ekki í ljós við lágan snúning en þegar hún er látin snúast rösklega kemur gríðarlegt afl í ljós og þessari vél er ætlað að snúast hratt og á mjög háum snúningi er hún öskrandi kraftaköggull. Yndislegt er að láta bílinn fara hratt í beygjur með sitt fjórhjóladrif, enda ekkert vit að beina svo miklu afli á annan öxul bílsins.Liggur eins og klessa Ford Focus RS liggur eins og klessa og stýringin er mjög nákvæm. Ford hefur lukkast einkar vel að stilla stýringu þessa bíls og breið dekk hans gera það að verkum að hann missir afar seint grip. Bremsur bílsins eru einnig mjög góðar og ekki veitir af. Fjöðrun bílsins er fremur hörð en ekki þó það hörð að óþægilegt sé. Þarna hefur Ford einnig fundið góðan milliveg og hægt er að aka bílnum eins og hverjum öðrum borgarbíl á þægilegan hátt en þegar skal á honum tekið er hann tilbúinn til þess í einu og öllu. Brimborg hefur einnig hafið innflutning á minni bróður RS en sá ber stafina ST og er 250 hestöfl. Hann er einnig á fínu verði fyrir svo öflugan bíl, en eðlilega eftirbátur þess gríðaröfluga. Verð hans er 5.390.000 kr.Framleiðir Ford enn öflugri Focus? Svo mikil er eftirspurnin eftir kraftatröllinu Ford Focus RS að fyrirtækið þarf að auka við fyrirætlaða framleiðslu sína á bílnum. Mest er eftirspurnin eftir bílnum í Bretlandi og þar ætlaði Ford að selja 4.000 bíla en þarf að auka hana um minnst 1.000 bíla. Langur biðlisti er þar eftir bílnum og þeir sem panta hann núna þurfa líklega að bíða í 12 til 14 mánuði eftir að fá hann afhentan. Ford er að íhuga að framleiða enn öflugri gerð Ford Focus, þ.e. RS500 og ef af því verður mun sá bíll verða sneggsti fjöldaframleiddi stallbakur í heimi.
Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent