Rafmagnssendibíll rúllar upp Teslu og Ferrari Finnur Thorlacius skrifar 19. júlí 2016 11:11 Bílar búnir rafmagnsmótorum eru margir hverjir afar öflugir og það á sannarlega við þennan sendibíl frá Atieva fyrirtækinu frá Silikondalnum í Kaliforníu. Hann er 900 hestöfl og fjórhjóladrifinn. Sendibíllinn er reyndar af Mercedes Benz Vito gerð, en Atieva hefur breytt honum í rafmagnsbíl og kallar hann Edna. Til gamans má geta þess að margir af starfsmönnum Atieva eru fyrrum starfsmenn Tesla. Þeim lék forvitni á að vita hvernig Edna myndi standa sig gegn öflugustu gerð Tesla Model S og Ferrari California bíl í spyrnu. Skemmst er frá því að segja að hann skilur þá eftir í rykinu þrátt fyrir að hinir bílarnir séu nú engir aumingjar. Edna er nefnilega rétt yfir 3 sekúndum í hundraðið. Atieva fyrirtækið hefur áætlanir um að kynna rafmagnsfólksbíl árið 2018 en útlit hans hefur ekki enn verið kynnt. Sjá má Edna sendibílinn kljást við Tesluna og Ferrari bílinn í meðfylgjandi myndskeiði. Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent
Bílar búnir rafmagnsmótorum eru margir hverjir afar öflugir og það á sannarlega við þennan sendibíl frá Atieva fyrirtækinu frá Silikondalnum í Kaliforníu. Hann er 900 hestöfl og fjórhjóladrifinn. Sendibíllinn er reyndar af Mercedes Benz Vito gerð, en Atieva hefur breytt honum í rafmagnsbíl og kallar hann Edna. Til gamans má geta þess að margir af starfsmönnum Atieva eru fyrrum starfsmenn Tesla. Þeim lék forvitni á að vita hvernig Edna myndi standa sig gegn öflugustu gerð Tesla Model S og Ferrari California bíl í spyrnu. Skemmst er frá því að segja að hann skilur þá eftir í rykinu þrátt fyrir að hinir bílarnir séu nú engir aumingjar. Edna er nefnilega rétt yfir 3 sekúndum í hundraðið. Atieva fyrirtækið hefur áætlanir um að kynna rafmagnsfólksbíl árið 2018 en útlit hans hefur ekki enn verið kynnt. Sjá má Edna sendibílinn kljást við Tesluna og Ferrari bílinn í meðfylgjandi myndskeiði.
Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent