Kia setur sölumet í Evrópu Finnur Thorlacius skrifar 18. júlí 2016 15:56 Kia Sportage jepplingurinn. Kia seldi alls um 230 þúsund bíla í Evrópu á fyrstu sex mánuðum ársins og hefur suður-kóreski bílaframleiðandinn aldrei selt jafnmarga bíla í álfunni á sex mánaða tímabili. Salan hjá Kia í Evrópu í ár hækkar um 14,4% miðað við sama tímabil í fyrra. Kia er þar með með 2,8% markaðshlutdeild í Evrópu sem er það hæsta sem fyrirtækið hefur náð í álfunni. Þar munar mest um mjög góða sölu á hinum nýja og vel heppanða Kia Sportage sportjeppa sem kom á markað í ársbyrjun. ,,Kia heldur áfram auknum vexti og árangri í Evrópu og ljóst að evrópskir kaupendur horfa í auknum mæli á Kia bíla sem vel hannaða gæðabíla. Kia er á góðri leið með að slá ársmet í sölu í Evrópu í áttunda skipti í röð ef svo heldur sem horfir," segir Michael Cole, einn af framkvæmdastjórum Kia Motors Europe. Sala Kia heldur einnig áfram að aukast á Íslandi og fyrstu sex mánuði ársins seldust 1.008 Kia bílar en það er í fyrsta skipti sem salan fer yfir þúsund bíla hér á landi á þessu tímabili. Markaðshlutdeild Kia á Íslandi er 8,5% miðað á fyrri hluta ársins og söluaukningin er um 20% hjá Kia miðað við sama tímabil í fyrra. Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent
Kia seldi alls um 230 þúsund bíla í Evrópu á fyrstu sex mánuðum ársins og hefur suður-kóreski bílaframleiðandinn aldrei selt jafnmarga bíla í álfunni á sex mánaða tímabili. Salan hjá Kia í Evrópu í ár hækkar um 14,4% miðað við sama tímabil í fyrra. Kia er þar með með 2,8% markaðshlutdeild í Evrópu sem er það hæsta sem fyrirtækið hefur náð í álfunni. Þar munar mest um mjög góða sölu á hinum nýja og vel heppanða Kia Sportage sportjeppa sem kom á markað í ársbyrjun. ,,Kia heldur áfram auknum vexti og árangri í Evrópu og ljóst að evrópskir kaupendur horfa í auknum mæli á Kia bíla sem vel hannaða gæðabíla. Kia er á góðri leið með að slá ársmet í sölu í Evrópu í áttunda skipti í röð ef svo heldur sem horfir," segir Michael Cole, einn af framkvæmdastjórum Kia Motors Europe. Sala Kia heldur einnig áfram að aukast á Íslandi og fyrstu sex mánuði ársins seldust 1.008 Kia bílar en það er í fyrsta skipti sem salan fer yfir þúsund bíla hér á landi á þessu tímabili. Markaðshlutdeild Kia á Íslandi er 8,5% miðað á fyrri hluta ársins og söluaukningin er um 20% hjá Kia miðað við sama tímabil í fyrra.
Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent